Hljómskálagarðsvandi R-listans sáluga.

Umferðarvandamálin hafa aukist með ári hverju allar götur síðan 1994 að R-listinn tók við völdum í Reykjavík og Guðrún Ágústsdóttir varð formaður nefndar sem tók ákvörðun um umferðar- og skipulagsmál. Guðrún Ágústdóttir sagði við það tækifæri að allar áætlanir um mislæg gatnamót á mótum Kringlubrautar og Miklubrautar yrðu lagðar á hilluna; Reykjavík ætti ekki að vera bílaborg.

Sem betur fer hefur þessu svarta afturhaldi verið sagt upp störfum og aftur fáum við von um úrlausn mikilla vandamála í umferðinni í höfuðborg landsins.

Sundaleið verður bara að fara að komast í framkvæmd eða allavega á framkvæmdaáætlun.

Ástandið hjá R-listanum sáluga minnti mig á skrif Þjóðviljans upp úr miðri síðustu öld um framkvæmdir borgarinnar við Miklubraut frá Snorrabraut og austur úr. Þjóðviljinn fullyrti að aldrei yrði þörf fyrir svona breiða götu og ennfremur að borgaryfirvöld hefðu eingöngu farið í framkvæmdina til að hygla verktökum sem styddu Sjálfstæðisflokkinn.

Þessa fyrst reynsla barns af stjórnmálum leiddi það á braut sjálfstæðis og framfara.

Í dag hneigist hugur þessara afla að uppbyggingu Hljómskálagarðsins. Vissulega verðugt verkefni, en ekki sem aðalviðfangsefni alvöru stjórnmálamanna. 


mbl.is Níu bílar í árekstrum í Ártúnsbrekku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1031822

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband