Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Söknuður.

Ó, að aftur megi allt 

verða eins og fyrr.

Í æðum bifast blóðið kalt

og brátt er stundin kyrr.


Kjötborgarbræður slá öllum við.

 

Kjötborgarbræður eiga engan jafnoka sinn í stétt kaupmanna.Smile

Hvar karlinn krankur liggur á Rauða kross hóteli úti í bæ kemur Kristján yngri bróðirinn færandi hendi núna rétt áðan.

 

Upp úr skjattanum dró hann DV, tvö tímarit,  rjómabollur og Pepsi Max.

 

Aldeilis ómetanlegt að eiga slíka Hauka í horni þar sem þeir bræður Gunnar og Kristján Jónassynir eru.

 

Mínar bestu þakkir drengir.Smile


Bati við Rauðarárstíg

Á sjúkrahóteli Rauða krossins er fólkið veikt,

sárin sleikt,

vonin kveikt.


Örvæntingarfullt ákall.

Mannvonskan á sér margar hliðar og alltaf heyrir maður eitthvað nýtt.

Í morgun heyrði ég á tal konu sem hringdi í Arnþrúði í beina útsendingu á Sögu. Henni var mikið niðri fyrir vegna þess að dætur hennar tvær eru hættar að tala við hana og halda barnabörnum hennar frá henni. 

Hún nafngreindi þá eldri og margsagði að hún vonaðist til að hún heyrði í sér. 

Konan sagðist hafa drukkið ótæpilega fyrir mörgum árum en væri löngu hætt. 

Öll erum við breysk, en hvar eru mörkin, hver er tilgangur refsingarinnar, hefnd?

Arnþrúður reyndi að hughreysta konuna og taldi útilokað annað en dæturnar sæju að sér, fyrr en seinna.

Aldrei mun ég annast þig

aftur kæra barn.

Illa amma hljóp á sig

hált er lífsins hjarn. 


Afi horfir í gaupnir sér..

Afar hafa yfirleitt ekki mikið að gera,

þeir eiga að annast sjálfa sig

og láta aðra vera.Halo


Föður níðir.

Eitt sinn þekkti ég ungan mann, afskaplega viðskotsillan. Hann var þeirrar skoðunar að faðir hans væri undirrót alls ills í lífi hans. Woundering

 

Um hann var samið: 

 

Illt umtal er vani hans,

argur allar tíðir.

Sjálfsagt kemst hann samt til manns

Jónas föður níðir.

 

Nafnið á unga manninum er að sjálfsögðu tilbúið til að forðast misskilning.


Til hamingju með daginn tólf ára afastrákur.

Hann Daníel Már er tólf ára í dagHeart

Hann breytti lífi mínu á vissan hátt þegar hann kom í heiminn og hefur haft mikil og djúp áhrif á mig síðan.

 

Ég hrífst af eldmóði hans, einlægni og hreinskilni og hollustu við afa sinn. Hann er vinur vina sinnaJoyful

 

Daníel Már á systur sem heitir Erla Rós. Hún varð 6 ára 8. nóvember og gengur í Rimaskóla eins og Daníel Már.

 

Daníel Már og Erla Rós  eru bestu afabörn í heimiSmile

 

Til hamingju með daginn Daníel MárGrin


Mjaðmakúlur, krabbamein og depurð.


Geðraskanir hafa raskað ró almennings að undanförnu. Það er hreint með ólíkindum hversu margir geta sagt af reynslu sinni af þeim vágesti, en flestir þegja.FootinMouth

 

Hér á Rauða Kross hótelinu við Rauðarárstíg eru stundum fjörlegar umræður um sjúkdóma, aðallega þá er herja á líkama okkar, en andlegu sjúkdómarnir fá minni umfjöllun. Það er eins og ríki þegjandi samkomulag um að vera ekkert að opna þá umræðu, en láta nægja að dæsa og segja:" ótrúlegir fordómar"Blush

 

Hér er rætt um mjaðmakúlur, fasta hryggjarliði, holskurði, krabbamein, stera, penicillín og lyfjahrúgur allskonar örvandi og deyfandi og allir hafa sitt til málanna að leggja.

 

Að vísu er svona umræða ekki mér til skemmtunar, en til að vera samkvæmishæfur tekur maður þátt.

 

Ég hef ekki heyrt neinn vera með fordóma gagnvart mjaðmakúlum eða krabbameini.

Ekki ennþáWoundering


Takk B-6 Fossvogi.

Ég er kominn af sjúkrahúsinu, var skorinn þann 15. s.l. og sleiki sárin næstu daga og vikur.Wink

 B-6 í Fossvogi er einhver besta deild sem hægt er að heimsækja Heart þó svo að hjartadeildin 1991 og krabbaskurðdeildin 2005 hafi verið frábærar.

Ef svo vel gengur hér eftir sem hingað til reyni ég að blogga um helgina.

Verð allavega að senda B-6 þakkarkveðjur strax á morgun.


Í dag ætla ég að líta yfir 797 bloggfærslur og sjá hvert þær hafa leitt mig.

Daginn í dag ætla ég að nota til að líta yfir farinn veg, skoða bloggin mín frá upphafi og reyna að sjá hvort ég hef gengið veginn til góðs og þá hverjum.

Markmið mitt með bloggfærslunum var upphaflega að skemmta sjálfum mér og hefur það tekist bærilega. Færslurnar orðnar 798 með þessari og flettingarnar komnar yfir 100 þúsund.

Þegar þessum athugunum mínum á ferlinum lýkur og ég verð búinn að koma mínum niðurstöðum á blað hygg ég að færslurnar standi á 800 og ég tek mér nokkurra vikna frí að minnsta kosti. 


Næsta síða »

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1031717

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband