Færsluflokkur: Matur og drykkur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir.

Ég sá færslu frá þér um daginn sem sagði mér að við værum orðin grannar í vesturbænum þegar þú pistlaðir um kynni þín af hverfisprýðismatvöru- og nýlenduvöruverlsuninni Kjötborg sem í raun er stórmarkaður við Grund:

Ég hef leitað þín alla ævi.
Ég hef arkað um stræti og torg.
Ég hef leitað frá fjalli að sævi.
Ég fann þig loks í Kjötborg.

Kalkúnskvæði.

Ég fór nákvæmlega eftir leiðbeiningum um afþíðingu kalkúnsins en hann var samt frosinn þegar til átti að taka. Fátt var um fína drætti. Ég hljóp út í Kjötborg, keypti hangikjöt og "tilbehör", en uppgötvaði þá að é á ekki nógu stóran pott. Bræðurnir buðust til að lána mér pott sem ég þáði.
Á leiðinni heim uppgötvaði ég að ég get þiðið foglinn í ofninum og er að því núna. Hlusta á rás 1 - gufuna og er að fatta hvað Haukur Mortens var góður söngvari. Gott að skilja loksins.

Kalkúnskvæði.

Úti er um jóla friðinn
kalkúninn er ekki þiðinn.
Ég sem beið og beið
of stuttur tími leið.
Ég fer nú að sjóða sviðin.

Þótt nú sé langur tími liðinn
enn er kalkúnn ekki þiðinn.
Enga eirð í mig fæ
fyrr en árangri næ
í að innbyrða jólafriðinn.

Gleðilega hátíð.


Kjötborg group hefur betur í verðsamkeppninni við Bónus.

Fulltrúi skyndiverðkönnunarsamanburðardeildar Kjötborg group Ásvallagötu var á ferð í Bónus Seltjarnarnesi í gær 26. júní 2007 og gerði verðsamanburð á tveimur vörutegundum að þessu sinni.

Annarsvegar var borið saman verð á algengri tegund sólkjarnabrauðs og reyndist Kjötborg group hafa betur í þeirri samkeppni með tveggja króna lægra verð á einingu.

Hinsvegar gekk skyndikönnunin út á að bera saman verð á afskornum blómvöndum og reyndist Kjötborg group enn vera lægri og núna munaði fimm krónum á vendinum.

Aðspurður sagði Gunnar Jónasson starfandi stjórnarformaður Kjötborg group að á matvælasviðinu væri létt verk og löðurmannlegt að halda í við Bónus, því eigendur bærust lítið á og þyrfti því ekki jafnháa álagningu og Bónus notar hér á landi.


Hvað með Aðföng?

Fylgjast Neytendasamtökin með stærsta birginum Aðföngum?
Ekki minnist ég þess að neytendasamtökin hafi minnst á langstærsta heildsalann í matvöru hérlendis sem er í eigu Baugs.
Það er ekki einleikið hvað Neytendasamtökin fara mjúkum höndum um öll fyrirtæki Baugs þegar til gagnrýni kemur. Enda styrkir Baugur starfsemi samtakanna um milljónir króna árlega.
mbl.is Þrír birgjar hafa lækkað verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágvörur í Krónunni.

Nú hefur gæðastaðallinn hjá Krónunni verið niður á við um nokkurt skeið. Ítrekað auglýsir Krónan að hún selji lágvörur en getur í engu um lágt vöruverð.
Hvers vegna þessi stefnubreyting hefur átt sér stað hjá Kaupási skil ég ekki, en það veit ég að þar á bæ gera menn ekki mistök.
Eða hvað?

Kjötborg vinnur að verðlækkunum.

Ég fór út í Kjötborg áðan og keypti mér meðal annars saltkjöt og baunir frá Sláturfélaginu úr 1944 rétta röðinni.
Eins og alltaf bragðaðist rétturinn hreint frábærlega. Það er mér sífellt undrunarefni hversu gott eldhús þeir eru með á Hvolsvelli og gæðin stöðug.
Margir hinna réttanna eru líka hróssins verðir eins og t.d. Sjávarréttasúpan ummmmmmm.
En aftur að Kjötborg.
Kaupmennirnir voru reifir og glaðir að geta hafist handa við að merkja flest allt í búðinni með lægri tölum en hingað til þótt á þeim væri að heyra að þeim þyki einkennilegt að lækka sælgætið jafn mikið og marga matvöruna eða úr 24.5% í 7% vsk.
Hvað um það þeir reikna með að ljúka verkinu fyrir kl. 10 í fyrramálið að þeir mæta og opna fyrir Húnunum en það kallast fyrstu viðskiptavinirnir í Kjötborg að morgni dags.
mbl.is Matvöruverslanir í óða önn að undirbúa sig fyrir lækkun virðisaukaskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð skrapp til London

...og Hreinn þurfti einmitt þá og akkúrat þá að segja honum að hann vildi ekki vera í einkavæðingarnefndinni samanber tilvitnun í framburð hans:

"Á þessu tíma var Hreinn bæði stjórnarformaður Baugs og formaður einkavæðingarnefndar. Hann sagði að tilgangurinn með fundinum í London hafi verið að greina Davíð Oddssyni frá því %u201Eaugliti til auglitis%u201C að hann ætlaði að segja sig úr nefndinni."

Heldur Hreinn virkilega að nokkur einasti maður trúi þessari endemis þvælu????????????


mbl.is Baugsmálið: Hreinn Loftsson yfirheyrður í Héraðsdómi Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVÞ uggandi?

Ekki koma mér þessi viðbrögð Samtaka verslunar og þjónustu á óvart. Þau samtök með Sigurð Jónsson í broddi fylkingar eru helsti málsvari fákeppni á matvörumarkaði og ganga daglega erinda Baugs.
Þetta vita allir sem hafa komið nálægt samtökunum.
Svo er önnur endaleysa, en það eru Neytendasamtökin og árlegt fjárframlag Baugs.
mbl.is SVÞ undrast málflutning forstjóra Samkeppniseftirlitsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki minnst á Úlfar.

Það er bara minnst á Þrjá Frakka.
Hvað með Úlfar Eysteinsson, var honum rænt líka?
Voandi ekki.......
mbl.is Þremur Frökkum rænt á Vesturbakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baggalútur

Baggalútsvefurinn er einhver sá albesti sem ég hef séð. Plöturnar þeirra eru hreinasta yndi; lög, textar, söngur og einstæður undirleikur, sérstaklega á Öpunum í Eden. Á þeirri plötur eru lög sem eiga eftir að verða sígild, skjátlist mér ekki mjög.
Fékk mér súra sviðasultu í dag (vona að hjartalæknirinn lesi þetta ekki) sem bragðaðist sérdeilis vel.
Fer annað kvöld á þorrablót hjá SÁÁ í fyrsta sinn en það eru skemmtanir sem eru rómaðar víða um hinn vestræna heim að mér skilst.
Geirmundur Valtýsson og félagar úr Skagafirði munu sjá okkur fyrir tónlistinni og verður örugglega erfitt að vakna kl 05:20 til að keyra strætó á laugardagsmorgninum.
Er að vísu svolítið uggandi að hitta svona margt edrú fólk því ég á ekki því að venjast að skemmta mér með öll skilningarvitin í lagi þó ég eigi senn níu ára edrúafmæli, nánar tiltekið 13. maí n.k.
mbl.is Vefur Icelandair talinn sá besti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband