Pössun.

Um helgina fæ ég að gera það sem mér þykir skemmtilegast; passa barnabörnin. Daníel Már er 10 ára, verður 11 í janúar og Erla Rós er 4ra og verður 5 í nóvember. Við Erla Rós ræðum gjarnan um dúkkurnar Öbbu og Stellu og leikskólann Lyngheima sem hún er nýbyrjuð á en hún var áður á Klettaborg. Þó má segja að aðalumræðuefni okkar séu páfagaukarnir mínir þau Ólöf Jóna og Agnar. Henni þykir að vísu Ólöf Jóna nokkuð aðgangshörð því hún nartar stundum í eyrað á Daníel Má, en Agnar sem ekki er eins hændur að okkur "er svo sætur" eins og Erla Rós segir. Okkur stendur nefnilega engin ógn af honum. Við Daníel Már ræðum heldur meiri "alvöru" málefni, svo sem fótbolta hvort sem er innlendan eða erlendan. Af innlendum knattspyrnuvettvangi þykir okkur mest koma til KR og Fjölnis. KR vegna þess að þeir eru og munu alltaf vera bestir og Fjölnir vegna þess að þau búa í Grafarvogi og þá kemur ekkert annað til greina en Fjölnir. Ég er svo heppinn að fá að sjá leiki með 7. flokki og frá í fyrra 6. flokki. Síðast fóru þeir á Fram-völlinn og unnu þar alla sína leiki. Góður árangur það. Verð að láta af bloggi að sinni því ég þarf að fara að undirbúa mig fyrir pössunina. P.s. Við erum sammála um að Barcelona sé heppið að hafa krækt í Eið Smára.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1031770

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband