Svíður umræðan um Strætó.

Það er erfitt að vera starfsmaður Strætós bs. um þessar mundir (hefur reyndar verið um langt skeið).

Umræðan um vandamál almenningssamgangna er lítt vitsmunaleg og er áberandi hversu illa sumir stjórnmálamenn eru að sér um málefni fyrirtækisins.

Þá skortir blaðamenn að mestu þekkingu á málefnum Strætós til að geta gert ástandinu skil.

Það versta fyrir okkur starfsmenn er óvissan um framtíð okkar því sífellt afhenda forráðamenn einkafyrirtækjum fleiri verkefni sem að sama skapi minnkar okkar vinnu og fækkar starfsmönnum Strætós.

Líðan starfsmanna er auðvitað ekki aðalatriðið, heldur óvissa viðskiptavina okkar sem spyrja kvíðnir nær daglega hvort einhverjar frekari breytingar séu í aðsigi.

Vagnstjórar sýna aðdáunarverða stillingu við þessar erfiðu aðstæður og verður þeirra þáttur seint metinn að verðleikum.

Fyrir nokkru síðan gerði Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar samkomulag við Strætó bs. sem aðeins átti eftir að setja á blað, um að leið S-4 yrði ekki afhent einkaaðilum.

Handsölin voru vart kólnuð þegar Strætó sveik starfsmenn sína og afhenti Hagvögnum leiðina.

Þar fóru fimmtán störf auk afleiddra starfa.

Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri,  sagði þetta vera vilja Ármanns Kr. Ólafssonar formanns stjórnar Strætós bs. og fulltrúa Kópavogs í stjórninni.

Ármann hefur setið í stjórn byggðasamlagsins frá upphafi og hlýtur því öðrum fremur að bera ábyrgð á ástandinu.

Það gefur auga leið að ég sem starfsmaður afla mér ekki vinsælda yfirmanna minna með þessum skrifum, en samviska mín býður mér ekki að láta satt kyrrt liggja.

Fyrirtækið hefir síendurtekið brotið kjarasamninga og stendur  enn í því ódæði þessa dagana.

Þessu ástandi verður að linna svo friður fáist um starfsemina og uppbygging geti hafist sem fyrst.


mbl.is „Rangt að aðildarsveitarfélög hafi svikist um að greiða framlög til Strætó bs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Umræðan um vandamál almenningssamgangna er lítt vitsmunaleg og er áberandi hversu illa sumir stjórnmálamenn eru að sér um málefni fyrirtækisins."

Þessu er ég alveg hjartanlega sammála. Fólk úr báðum liðum keppist við að fullyrða út í loftið verða sér til skammar frami fyrir fólkinu sem er að nota strætó með rangum staðreyndum. En það er svona þegar það eru einungis einkabílanotendur sem stjórna sveitarfélögum okkar. Þá er farið í niðurskurði á skrýtnum forsendum og niðurskurðir varðir með fáránlegum rökum án þess að nokkur átti sér á tilgangi almenningsamgangna. Við venjulegu strætónotendurnir getum hins vegar ekki nema þakkað fyrir okkur og farið að leita að nýjum leiðum til að komast í vinnu enda búið að leggja niður leiðina okkar.

Benni (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1031774

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband