Ólöglegt samráð um að halda launum niðri. Verkalýðsfélög aðhafast ekki.

Byggðasamlag um almenningssamgöngur hefur starfað á höfuðborgarsvæðinu um sex ára skeið. Reksturinn er í höndum Strætós bs. og rekur Strætó hluta leiðanna en þrjú önnur fyrirtæki annast hinn hlutann og er stærst þeirra Hagvagnar/Hópbílar sem hefur höfuðstöðvar sínar í Hafnarfirði.
Ekki eru allir vagnstjórar með sömu laun enda stéttarfélögin líklega ein þrjú sem vagnstjórarnir eru aðilar að. Vagnstjórar hjá Reykjavíkurhlutanum eru í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og vagnstjórar Hagvagna/Hópbíla eru í Verkalýðsfélaginu Hlíf Hafnarfirði.

Vagnstjórar sem Hlíf semur fyrir eru með lægri laun en Reykjavíkurvagnstjórarnir sem Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar semur fyrir.

Margir vagnstjórar Hagvagna/Hópbíla hafa haft orð á því að þeir vildu koma til starfa hjá Strætó bs., en það mega þeir ekki.
Hagvagnar/Hópbílar og Strætó bs. hafa gert með sér samkomulag um að Strætó bs. ráði ekki Hagvagna/Hópbíla vagnstjóra til vinnu, nema þeir vinni annarsstaðar í millitíðinni.

Þarna hafa þessi tvö fyrirtæki með sér samráð um að halda mönnum á lægri launum og koma í veg fyrir að þeir ráði sig þar sem launin eru betri.

Annarsvegar er verktakinn Hagvagnar/Hópbílar sem er í einkaeign og hinsvegar Strætó bs. sem er í opinberri eigu sjö sveitarfélaga.

Verkalýðsfélögin; Hlíf í Hafnarfirði og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar vita af þessu en aðhafast ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1031762

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband