Á Reykjalundi er ekki reykt.

Algert skilyrði fyrir vist á Reykjalundi er að hætta að reykja.

Það var 1991 í júní. Ég hafði gengist undir stóra hjartaaðgerð í apríl, sex æðar endurnýjaðar og duga enn.
Fékk að fara á Reykjalund í endurhæfingu. Ég var alveg viss um að ég yrði aldrei maður með mönnum aftur. Viss um að geta ekki unnið fyrir mér og viss um að geta aldrei orðið fjölskyldumaður aftur.
Við fórum hægt af stað. Margir félaga minna voru sama sinnis en aðrir svo "kærulausir" að þeir létu mótlætið ekki á sig fá.

Göngur voru farnar á hverjum morgni og fyrstu dagana hengslaðist ég með og hlakkaði bara til að komast aftur inn, borða og leggja mig.

Mér fannst fræðslufundirnir góðir og bestir fyrir það að þá þurfti ég ekki að reyna á mig líkamlega sem ég myndi aldrei verða fær um aftur. Sjálfstraustið læddist með veggjum og það niður undir gólflistunum. Ég hafði lést úr 85 kg í 66 er ég vigtaði mig rétt fyrir uppskurðinn.

Smátt og smátt fór mér að vaxa þrek og þróttur og sjálfstraustið færðist aðeins uppávið.
Við fórum í leiki inni og úti og meðal annarra leikja var stórfiskaleikur. Kapp hljóp okkur í kinn og í einum stórfiskaleiknum datt ég og braut eitt eða fleiri rifbein. Ekki var á bætandi því við skurðaðgerðina hafði hægra viðbeinið laskast eitthvað svo ég gat ekki heyft hægri handlegginn að ráði og þar af leiðandi ekki synt í litlu Reykjalundalauginni sem þá var.

Mér hafði vaxið svo sjálfstraust og lífslöngun að ég lét lækninn hann Magnús ekki vita. Hvorki af viðbeininu né rifbeinunum, því ég var svo hræddur um að verða sendur heim.

Dagar og vikur liðu í einu hendingskasti og fyrr en varði voru sex vikur liðnar og ég heim.
Það var með trega að ég kvaddi Reykjalund með svo mikið sjálfstraust í farteskinu að nálgaðist oflæti.
Við félagarnir, einir sex sem vorum samtímis þarna fórum að skokka okkur til ánægju þrisvar í viku og tókum þá í skemmtiskokkinu síðla ágústmánaðar, við sem aldrei höfðum gaman af hreyfingunni.

Um árabil hef ég reynt af litlum mætti að þakka fyrir mig með því að eiga miða í SÍBS því stóra vinninginn fékk ég á Reykjalundi sumarið 1991.


mbl.is Danskir reykingamenn fá líklega frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

ítreka það til hamingju.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.2.2007 kl. 23:10

2 Smámynd: bara Maja...

 til hamingju.

bara Maja..., 6.2.2007 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband