Brengluð réttarvitund

Almenningur þarf að hlýða dómum Hæstaréttar  skilyrðislaust. Ekkert leyfi til að rökræða niðurstöðuna. Bara hlíta dómi.

Ríkisstjórnin og formenn stjórnmálaflokkanna taka sér dýrmætan tíma til að kanna hvernig megi fara framhjá dómi Hæstaréttar í einu stærsta þjófnaðarmáli sögunnar.

Stjórnmálamennirnir standa ekki með þeim sem veittu þeim valdið. Nei þeir standa með þjófunum.

Hvernig eigum við að virða lög og reglur þegar forsvarsmenn þjóðarinnar gera það ekki? 


mbl.is Fundi formanna lokið í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sagði ekki Gylfi viðskiptaráðherra í gærkvöldi að það væri eins gott að Hæstiréttur dæmdi "rétt" næst?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.6.2010 kl. 13:22

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Nú hafa bæði Íslandsbanki og Arion banki, vísað þessum fullyrðingum Más og Gylfa á bug, en ríkisbankinn (Landsbankinn) ekki.  Fullyrðingar Más og Gylfa voru ekki byggðar á skoðun þeirra á stöðu þessara banka og reyndar liggja fyrir gögn í Seðlabankanum þess efnis, að bankarnir, lifi dóm Hæstaréttar af, án ígripa stjórnvalda.

 Hvað eru þeir þá að verja?  Er Landsbankinn reistur á veikari grunni, en hinir bankarnir og hinir bankarnir, dregnir með í umræðuna, til að hylma yfir það?

 Svo er auðvitað ekki ólíklegt, að stjórnvöld hafi gert baksamning, við erlenda kröfuhafa.  Baksamning sem kveður á um að, verði bankarnir fyrir skaða, vegna dóms Hæstaréttar, þá bæti ríkið skaðann.  Hafi stjórnvöld staðið í slíkum samningum, þá hafa þau, án heimildar, veitt þessum bönkum ríkisábyrgð.  Samkvæmt lögum um fjárreiður ríkisins, er óheimilt að veita ríkisábyrgð, án efnislegrar umræðu á Alþingi og samþykki þess í kjölfarið.

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.6.2010 kl. 13:35

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góður punktur Kristinn Karl. Það kæmi ekki á óvart eftir hástemmd loforð um gegnsæi að svona væri í pottinn búið.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.6.2010 kl. 13:39

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Samkvæmt pressan.is, segir Gylfi núna, að það sé óeðlilegt að hópur fólks fái lán á "vildarkjörum.

 Það skildi þá ekki vera að stjórnvöld bíði í ofvæni eftir því að þingið fari í sumarleyfi, svo hægt sé að setja bráðabrigðalög, sem kveða á um einhverja aðra vexti, en umsamda og breyta þannig dómi Hæstaréttar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.6.2010 kl. 13:58

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Forræðishyggjan er yfirgengileg. Þau undirstrika að það eru tvær þjóðir í landinu; stjórnarherrar og dömur og við hin réttlausu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.6.2010 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1031783

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband