Færsluflokkur: Vefurinn

Strætó einkavæddur.

Við starfsmenn Strætó bs. bjóðum nýja stjórn Strætó velkomna til starfa, en þau héldu sinn fyrsta fund í gær.

Kosinn var nýr formaður, Ármann Kr. Ólafsson úr Kópavogi. Fyrrverandi stjórn var svo örlát að leyfa öllum hinum sveitarfélögunum að fá formann til tveggja ára hverju. Sveitarfélögin eru sjö og fá þessi sex sem greiða aðeins 30 - 35% af rekstrarkostnaðinum að stýra starfi Strætó næstu árin.

Skondin tilhugsun að Álftaneshreppur sem aðeins greiðir um 1% af kostnaði skuli eiga eftir að stýra stjórn fyrirtækisins. Ekki veit ég hvað þetta kallast í herbúðum fyrrverandi R-lista en stjórnkænska er rangnefni.

Ég fæ ekki séð hvað Reykvíkingar geta gert til að fá tilætluð áhrif innan stjórnarinnar eða hvort nokkuð verður að gert. Sex minni sveitarfélög geta nú farið að ráðskast með fjármuni okkar Reykvíkinga í krafti stjórnarformennsku og fjölda stjórnarmanna en við eigum aðeins einn af sjö.

Mér sýnist því einsýnt að Vilhjálmur verði að draga hlut Reykvíkinga út úr byggðasamlaginu og stofna aftur SVR og bjóða svo sexmenningunum samvinnu um samræmt leiðakerfi á höfuðborgarsvæðinu.

Það sem við starfsmenn óttumst mest er að nýi formaðurinn láti verða af þeirri ætlun sinni að einkavæða Strætó, sem yrði að okkar mati dauðadómur yfir almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Ég  færi rök fyrir því síðar.


Dómari spjaldaðu Baug.

Enn þvælast verjendur Baugs fyrir og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tefja framgang réttvísinnar.

Vel að merkja, er langt í land með að skattayfirvöld leggi fram sínar athugasemdir?

Eru verjendur fastráðnir hjá Baugi?


mbl.is Kröfu um að saksóknari beri vitni í Baugsmáli hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mútur

Oft velti ég því fyrir mér hve mörgum (ég held að það sé ekki spurning um hvort) Baugsmafían mútaði áður en röðin kom að þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddssyni.

Ekki hvarflar að mér eitt augnablik að Hreinn Loftsson hafi farið æfingarlaus í mútuferðina til London um árið.


Síminn aftarlega á merinni.

Hann Daníel Már varð 10 ára í lok janúar á þessu ári og meðal margra góðra gjafa fékk hann síma frá Símanum.

Nú hefur svo borið við um nokkurt skeið að hleðsla rafhlöðunnar hefur ekki enst eins lengi og vænta má. Fór því afi Heimir  með honum í dag í Ármúlann til að fá þessu kippt í liðinn rétt sem snöggvast. Síminn í ábyrgð og Síminn í bullandi samkeppni.

Afi Heimir hafði áður sagt Daníel Má að best væri að skipta við Símann því hann væri að vanda sig í samkeppninni og væri bara svo gott fyrirtæki.

Nú skal þess getið að GSM síminn er mikið þarfaþing og þegar búið er að venja sig á notkun slíks kjörgrips er hann orðinn "ómissandi".

Undrun okkar "afganna" var því mikil er stúlkan tilkynnti  að það tæki viku til tíu daga að ganga úr skugga um hvort síminn eða rafhlaðan væri í ólagi og tekin yrði afstaða um framvindu mála.

Nú voru góð ráð dýr. Átti að skilja símann eftir svo sérfræðingar Símans gætu rannsakað málið í kjölinn á þessari viku eða tíu dögum, eða að fara við svo búið heim með símann og taka með karlmennsku þessu mikla mótlæti. Súlkann sagði allar líkur væru á að fjögur SMS frá Pepsi.is myndu eyðast við aðgerðina og það gat Daníel Már ekki hugsað sér.

Síminn fór aftur heim.

Síðan lá leið okkar í Apple umboðið með gamla makkann plús.

Afinn má sækja hann eftir viku og eru þó átján eða nítján ár frá því ábyrgðin rann út.

Það þjónar engum tilgangi í sjálfu sér að blogga um þessa döpru reynslu, því varla les herra Sími þetta, en ef svo skyldi vera er ég næsta viss um að hann kærir sig kollóttan um slæma reynslu Daníels Más. Hann er bara 10 ára.

Reyndar á Daníel Már eftir að nota einn eða fleiri síma í svo sem 80 ár......................


Biturbjörg Sólrún Gísladóttir

Mikið er átakanlegt að hlusta á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þegar hún tregar Halldór Ásgrímsson fráfarandi forsætisráðherra sem tilkynnti afsögn sína í kvöld.

ISG fullyrðir að þjóðin búi við mikið óöryggi að vita ekki meira um tilurð afsagnar HÁ og fyrirætlanir Geirs H. Haarde.

 


Tek ofan fyrir Jónínu

Mikil baráttukona Jónína. Einkennilegt ef bágir Baugsfeðgar hafa ekki gert sér grein fyrir því ennþá. Henni á eftir að ganga  vel að berjast við vonandi ekki ofureflið.

Auðvitað eru feðgarnir hálli en nokkur áll eins og skattayfirvöld og dómstólar hafa komist að raun um, en sannleikurinn kemur alltaf upp á yfirborðið þrátt fyrir gruggið og gárurnar.


mbl.is Máli Jónínu vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferð án fyrirheits

Fór í dag vestur á Snæfellsnes í frábæru veðri með góðum vinnufélögum.
Stykkishólmur alltaf fallegur og ekki er útsýnið þaðan síðra. Ókum gamla veginn að Bjarnarhöfn og keyptum okkur hákarl og harðfisk. Þaðan lá leiðin í Grundarfjörð sem verður æ snyrtilegri og skemmtilegri heim að sækja. Áðum í Búlandshöfða og nutum útsýnis og önduðum að okkur misjafnlega hollu lofti. Nóg var af súrefninu handa þeim sem það þáðu ómengað. Um Fróðárheiði heim en komum við á Búðum og skruppum kirkjuna og báðum fyrir hógværum sigri KR á Skagamönnum eða bara einu marki umfram andstæðingana. Það gekk eftir og munum við minnast þessarar stundar í gömlu og litlu kirkjunni að Búðum.
Svona smá skreppitúr endurnýjar mann algerlega og fyllir mann bjartsýni og þreki......

Sannleiksást Samfylkingar?

Stefán Jón Hafstein var á Útvarpi Sögu í morgun hjá frú Arnþrúði Karlsdóttur. Fóru þau vítt og breitt um hið pólitíska svið og var einkennandi að ef hlustendur sem hringdu  fundu að  stjórnsýslunni brást Stefán við á þann hátt að ríkisstjórninni væri um að kenna. Aðbúnaður geðfatlaðra væri alfarið á könnu ríkisstjórnar, útilokað væri að lækka útsvar á öryrkjum og öðrum tekjulitlum og þar fram eftir götunum.

Nú langar mig að spyrja Stefán Jón hvort ekki sé mögulegt að endurgreiða öryrkjum útsvarsgreiðlur sínar svona þrisvar til fjórum sinnum á ári?

Eins og fólk veit rennur útsvarið sem er innheimt með staðgreiðslunni alfarið til viðkomandi sveitarfélags.

Ef Stefán Jón svarar þessari spurningu kem ég með fleiri sem brenna á vörum fólks og það spyr en svörin eru oftar en ekki út í hött.

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 1031779

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband