Síminn aftarlega á merinni.

Hann Daníel Már varð 10 ára í lok janúar á þessu ári og meðal margra góðra gjafa fékk hann síma frá Símanum.

Nú hefur svo borið við um nokkurt skeið að hleðsla rafhlöðunnar hefur ekki enst eins lengi og vænta má. Fór því afi Heimir  með honum í dag í Ármúlann til að fá þessu kippt í liðinn rétt sem snöggvast. Síminn í ábyrgð og Síminn í bullandi samkeppni.

Afi Heimir hafði áður sagt Daníel Má að best væri að skipta við Símann því hann væri að vanda sig í samkeppninni og væri bara svo gott fyrirtæki.

Nú skal þess getið að GSM síminn er mikið þarfaþing og þegar búið er að venja sig á notkun slíks kjörgrips er hann orðinn "ómissandi".

Undrun okkar "afganna" var því mikil er stúlkan tilkynnti  að það tæki viku til tíu daga að ganga úr skugga um hvort síminn eða rafhlaðan væri í ólagi og tekin yrði afstaða um framvindu mála.

Nú voru góð ráð dýr. Átti að skilja símann eftir svo sérfræðingar Símans gætu rannsakað málið í kjölinn á þessari viku eða tíu dögum, eða að fara við svo búið heim með símann og taka með karlmennsku þessu mikla mótlæti. Súlkann sagði allar líkur væru á að fjögur SMS frá Pepsi.is myndu eyðast við aðgerðina og það gat Daníel Már ekki hugsað sér.

Síminn fór aftur heim.

Síðan lá leið okkar í Apple umboðið með gamla makkann plús.

Afinn má sækja hann eftir viku og eru þó átján eða nítján ár frá því ábyrgðin rann út.

Það þjónar engum tilgangi í sjálfu sér að blogga um þessa döpru reynslu, því varla les herra Sími þetta, en ef svo skyldi vera er ég næsta viss um að hann kærir sig kollóttan um slæma reynslu Daníels Más. Hann er bara 10 ára.

Reyndar á Daníel Már eftir að nota einn eða fleiri síma í svo sem 80 ár......................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1031844

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband