Ferð án fyrirheits

Fór í dag vestur á Snæfellsnes í frábæru veðri með góðum vinnufélögum.
Stykkishólmur alltaf fallegur og ekki er útsýnið þaðan síðra. Ókum gamla veginn að Bjarnarhöfn og keyptum okkur hákarl og harðfisk. Þaðan lá leiðin í Grundarfjörð sem verður æ snyrtilegri og skemmtilegri heim að sækja. Áðum í Búlandshöfða og nutum útsýnis og önduðum að okkur misjafnlega hollu lofti. Nóg var af súrefninu handa þeim sem það þáðu ómengað. Um Fróðárheiði heim en komum við á Búðum og skruppum kirkjuna og báðum fyrir hógværum sigri KR á Skagamönnum eða bara einu marki umfram andstæðingana. Það gekk eftir og munum við minnast þessarar stundar í gömlu og litlu kirkjunni að Búðum.
Svona smá skreppitúr endurnýjar mann algerlega og fyllir mann bjartsýni og þreki......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1031845

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband