Stolið frá Agli:

"Jón Gerald Sullenberger skrifar þetta bréf til Jóhannesar Jónssonar kaupmanns vegna bréfs sem Jóhannes skrifaði í Fréttablaðið fyrir nokkrum dögum.

— — —

Sæll Jóhannes Jónsson.

Ég sé mig tilneyddan að svara lesendabréfi þínu sem þú ritaðir í dagblað ykkar feðga, Fréttablaðið í nóvember sl. þar sem þú kvartar yfir umfjöllun Morgunblaðsins á málefnum Haga og móðurfélagi þess 1998 ehf.

Það er enginn að ráðast á fyrirtækið Hagar Jóhannes Jónsson.   Það er enginn að ráðast á það góða starfsfólk sem vinnur hjá Högum.

það er verið að gagnrýna  að stuttu fyrir hrunið skulið þið- enn og aftur – fá tugi milljarða lán til að kaupa eina verðmætustu eign Baugs til ykkar sjálfs án þess að leggja fram krónu úr eigin vasa.

Það er verið að gagnrýna þúsunda milljóna afskriftir til ykkar sama tíma og íslenskt samfélag berst í bökkum og þúsundir fjölskyldna sjá fram á að missa húsnæði sitt þar sem skuldir móðurfélags Haga, 1998 ehf. ásamt skuldum Haga eru um 50 milljarðar og það er stærðfræðilega útilokað að Hagar standi undir slíkum skuldum.

Það er verið að gagnrýna að þið tókuð meira að segja það fjármagn sem Baugur fékk fyrir Haga í eigin vasa, þar sem þið létuð Baug kaupa af ykkur hlutabréfin í Baug enda félagið löngu orðið gjaldþrota á þessum tíma og hlutabréfin því verðlaus.

Ég er ekkert hissa á því Jóhannes Jónsson að þér svíði þessi mikla umfjöllun um skuldastöðu ykkar feðga.

Það hlýtur að vera ansi sárt að standa frammi fyrir alþjóð með allt ykkar svokallaða viðskiptaveldi – hrunið til grunna,  með gríðarlegu tjóni fyrir íslenskt samfélag.

Þjóðin er nefnilega búinn að átta sig á því  Jóhannes Jónsson, að öll ykkar viðskiptasnilld fólst bara í stórfelldum lántökum og svo enn meiri lántökum, gegndarlausu sukki og bruðli.

Meira að segja brúðkaup aldarinnar árið 2007 hjá syninum virðist hafa verið “skuldsett yfirtaka” ef marka má fréttir DV undanfarið !

Bónusfeðgar stóðu einu sinni fyrir “ekkert bruðl”.

En þjóðin hefur vaknað og uppgötvað að Baugsmenn standa fyrir eitt mesta bruðl íslandssögunnar sbr.   þúsunda milljóna lúxusbátinn 101 , þúsunda milljóna skíðaskála í Frakklandi, þúsunda milljóna einkaþotur, þúsunda milljóna villur í New York, London og svo auðvitað stóra milljóna dollara húsið á Flórida ásamt ýmsum öðrum leiktækjum um allan heim svo sem þyrlum, Porche, Bugatti, Hummer og öðrum lúxusbílum og svo leynifélögum á Tortóla, Lúxemborg, Cayman eyjum og víðar.

Og Monakó partýið fræga 2007 sem kostaði nokkur hundruð milljónir með Tinu Turner sem var ráðinn til að syngja “Simply the best” er auðvitað toppurinn á ruglinu,  enda hrundi allt ísland ári seinna ásamt öllu ykkar svokallaða “viðskiptaveldi” sem var ekkert annað en stærsta skuldsetning íslandssögunnar.

Bara FL Group tapaði 350 ÞÚSUND MILLJÓNUM króna 2008 sbr. fréttir og gjaldþrot Baugs er uppá 320 ÞÚSUND MILLJÓNIR króna.

Samtals gera þetta 670 ÞÚSUND MILLJÓNIR og þá vantar öll hin Baugsfyrirtækin eins og Teymi,Nyhedsavisen,  365 miðlar, Landic Property, Dagsbrún, BYR, Glitnir sem öll eru kominn á hausinn.

Til samanburðar eru islensku fjárlögin í kringum 450 þúsund milljónir sem eiga standa undir því að reka íslenskt samfélag fyrir 320,000 íslendinga.

Græðgin var svo mikil og skuldsetningin svo brjálæðisleg að meira að segja gulleggið ykkar,  Bónus,  var lagt undir og maður skilur vel að það skuli svíða töluvert að mögulega munu þið feðgar missa það einnig frá ykkur og þá er nú stutt í fall 365 miðla sem Hagar halda uppi með auglýsingatekjunum.

Þú talar um róginn og fráleitt að tengja þessi risa gjaldþrot við son þinn Jón Ásgeir Jóhannesson.

Innst inni veistu þó betur Jóhannes Jónsson.

Þú ert búinn að standa í áralöngum málaferlum í Baugsmálinu þar sem viðskiptahættir sonar þíns Jóns Ásgeirs  voru opinberuð.

Farðu bara á www.baugsmalid.is og horfðu t.d. á myndböndin sem yfir 200.000 islendingar hafa skoðað.

Þar opinberast blekkingarnar, skjalafalsið, bókhaldsbrellurnar, leynifélögin og lepparnir sem hafa einkennt viðskiptahætti sonar þíns Jóns Ásgeir allan hans feril.

Þegar hinn ótrúlegi  rekstrarkostnaður FL Group var 6.1 milljarður árið 2007 var sonur þinn Jón Ásgeir stjórnarformaður FL Group en sagði við fjölmiðla að hann vissi ekkert af þessum kostnaði !

Hans nánasti samstarfsfélagi, Pálmi Haraldsson,  spilar lykilhlutverk í Stím málinu og Sterling svikamyllunni og verður fróðlegt að sjá þegar lögreglan lýkur rannsókn sinni hvaða aðrir aðilar tengjast þessum stórfelldu glæpum.

Lepparnir hans Jóns Ásgeirs gerðu BYR gjaldþrota þar sem ungabörnum voru veitt lán frá Baugsbankanum Glitni.

Glitnir fór á hausinn og stærstu skuldarar bankans ásamt stærstu skuldum peningasjóðs 9 þar sem almenningur geymdi sparifé sitt var “viðskiptasnillingurinn” Jón Ásgeir.

Um daginn kom fram að Bjarni Ármannsson neyddist til að skila 650 milljóna gróða tilbaka þegar hann seldi hlutabréfin sín í Glitni en það kom fram fyrir dómi að Bjarni samdi um þennan makalausa siðlausa gerning við aðeins einn aðila:  Jón Ásgeir Jóhannesson sem stýrði öllu innan Glitnis eins og þú veist. Bjarni Ármannsson samdi EKKI við bankaráðið eða bankastjórnina – hann samdi einungis við son þinn Jón Ásgeir Jóhannesson.

Og finnst þér nú ekkert skrýtið Jóhannes minn að sonur þinn Jón Ásgeir Jóhannesson sem notar hótanir og lögfræðideild sína miskunnarlaust gegn hverjum sem gagnrýnir hann eða fjallar um efni sem honum finnst óþægilegt, að þá hefur hann ALDREI séð ástæðu til að leiðrétta þær upplýsingar sem má finna á www.baugsmalid.is   ?

Ekkert frekar en Jón Ásgeir Jóhannesson sá ekki ástæðu til að svara opnu bréfi frá mér í morgunblaðinu um sl.áramót þar sem ég bað hann að útskýra t.d. eiðsvarna framburði fyrrum stjórnarmanna almenningshlutafélagsins Baugs sem sögðu frá stórfelldum blekkingum Jóns Ásgeirs Jóhannesson,  ásamt endurskoðanda leynifélagsins Fjárfars ehf. sem sagði fyrir dómi hvernig bókhald félagsins var byggt á fölsuðum gögnum og hann hafi verið rækilega blekktur af Jóni Ásgeiri Jóhannesson?  Sá aðili fékk réttarstöðu grunaðs manns á tímabili og ákvað að hætta sem endurskoðandi.

Hann starfar núna í eftirlitsdeild ríkisskattstjóra og eltir Jón Ásgeir Jóhannesson og aðra útrásarvíkinga og reynir að fá eitthvað af þeim þúsundum milljónum sem þessir virðulegu föðurlandsvinir hafa komið undan til erlendra skúffu fyrirtækja.

En af hverju heyrist ekkert í syninum lengur Jóhannes minn ?

Ætli skýringin sé ekki sú, að jafnvel færustu lögmenn geta ekki stöðvað sannleikann,  því sannleikurinn sigrar alltaf að lokum.

Hvenær skyldi gamli kaupmaðurinn sem var alla tíð á móti þessu bruðli, sukki og svínarí einfaldlega viðurkenna fyrir sjálfum sér að viðskiptahættir sonarins eiga ekkert skylt við eðlilega, sanngjarna eða réttmæta viðskiptahætti ?

Hvenær skyldi maðurinn sem þjóðin dáist að fyrir að hafa byggt upp Bónus og notið virðingar og velvildar hjá þjóðinni , vakna og horfast í augu við sannleikann ?

Eða er þetta bara allt saman Davíð Oddsyni og Morgunblaðinu  að kenna Jóhannes Jónsson ?

Trúir þú því virkilega sjálfur ?

Virðingarfyllst,

Jon Gerald Sullenberger"



    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Athugasemdir

    1 Smámynd: Egill Þorfinnsson

    Heimir !

    Hvernig eigum við að fá Íslendinga til að skilja þetta ?

    Egill Þorfinnsson, 26.12.2009 kl. 21:14

    2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

    Ég held að skilningurinn sé að aukast.

    Sigurbjörg Eiríksdóttir, 26.12.2009 kl. 21:22

    3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

    Þetta kemur hægt en örugglega.

    Baugsmiðlarnir komu að ætluðu gagni.

    Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.12.2009 kl. 22:59

    4 Smámynd: Júlíus Björnsson

    Skilja vitringarnir 63 á Alþingi þetta frekar en nokkuð annað sem skiptir okkur hin eðlilega óheiðarlegu efnahagslegu máli.

    Júlíus Björnsson, 26.12.2009 kl. 23:22

    5 Smámynd: Egill Þorfinnsson

    Heimir haltu þinni góðu gagnrýni áfram.

    Þessir hlutir eru frekar einfaldir.  Bónusfeðgar eru búnir að taka okkur í "rassgatið" ( afsakaðu orðbragðið).

    Landinn heldur áfram að afsaka þá með því að þeir bjóði lægsta vöruverðið.  Það er kjaftæði.  Þeir bjóða okkur það vöruverðið sem að ÞEIR ákveða fyrir okkur.

    Íslendingar vaknið þið.

    Egill Þorfinnsson, 27.12.2009 kl. 00:56

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Um bloggið

    Úr hugskoti Heimis

    Höfundur

    Heimir Lárusson Fjeldsted
    Heimir Lárusson Fjeldsted

    Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

    Maí 2024
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Nýjustu myndir

    • IMG 9978

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (4.5.): 1
    • Sl. sólarhring: 3
    • Sl. viku: 47
    • Frá upphafi: 1031772

    Annað

    • Innlit í dag: 1
    • Innlit sl. viku: 45
    • Gestir í dag: 1
    • IP-tölur í dag: 1

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband