Eina ritstjórnin sem ekki styður ESB

Fréttastofur Jóns Ásgeirs og föður hans Jóhannesar í kjötfarsinu styðja allar aðild okkar að Evrópusambandinu. Það gerði líka ritstjórn Morgunblaðsins undir stjórn Ólafs Þ. Stephensen sem og fréttastofur ríkisins við Efstaleiti.

Í dag kveður við nýjan tón hjá Mogga því aðalritstjóri blaðsins er ekki aðdáandi Evrópusambandsins frekar en tveir þriðju hlutar þjóðarinnar. Höfum það í huga þegar við tökum afstöðu með eða á móti Morgunblaðinu. 


mbl.is „Þá eruð þið bara vandamál fyrir framkvæmdastjórnina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda hafa eigendur allra aðra fjölmiðla beinan hag að því að þjóðin fari inn í ESB.

Ótrúlegt alveg hvað fólk hefur horft framhjá því hvað fjölmiðlar eru með hlutdrægar skoðanir.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 13:12

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þeir telja sig hafa beinan hag af því. Stærðarhlutfalslögmálið gerir það af verkum að hér er of margir fjölmiðlar á mælikvarða EU.

Í EU er það þjóðir með fullframleiðslu stóriðju sem gera það best og sem best sjálfbærar. Allar eru lágvörukeðjur.  Lífskjör á Norðurlöndum hafa allstaðar farið niður.

Júlíus Björnsson, 1.10.2009 kl. 14:22

3 identicon

Ég sagði aldrei að fjölmiðillinn hefði hag af því.

Eigendur þeirra og önnur fyrirtæki og fjárfestingar þeirra.

Fjölmiðlarnir gegna ákveðnu hlutverki sem verkfæri til að stjórna landinu.  Það má alveg kosta sitt.

Annars er það rétt hjá þér Júlíus og því hefur Ísland af þeirri ástæðu engan hag af því að sækja um aðild fyrr en íslenskur iðnaður er eða verður samkeppnishæfur við evrópska stóriðju.

Hér höfum við allar forsendur til þess, greiðan aðgang að orku, tækni kunnáttu og nóg landsvæði en ekkert er orðið af slíku ennþá.  Nema þú teljir álver í eigu erlendra fyrirtækja með en við íslendingar höfum sáralítinn hag af því.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 14:31

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég átti við Eigendur. Í EU Samningunum eða lögum eru hráefni, orka, 1 stigsvinnsla hráefna til stóriðjufullframleiðslu ekki í samkeppni  þetta eru gömul laga markmið frá um 1957 sem eru að fullkomnast. Samkeppni er í fullframleiðslu og tækni stóriðjuvera Risastórborga [minnst milljón með héröðum um 3 milljónir alls]. Einnig er samkeppni á öllum sviðum í öðrum innan borganna.

Grunnurinn telur líka til samgöngukerfis milli þessara kjarnmiðstórborga. Brýr og göng og teinar og ferjur.

Grunnurinn er sameiginlegur öllum EU-innri samkeppni hagastjórnasvæðum [þjóð, eða þjóða ríki] og Miðstýrður og greiddur úr sameiginlegum sjóðum af Umboðsnefnd [Commisssion: þókunn]  í samráði við leiðtogaráðið Það er forsætisráðherranna. Verðskrá hámarksverða  og tilboð í flutninga allt sem stuðlar að sem lægstum verðum með tilliti til samkeppninnar sem minnst var á.

Ég sé ekki hvar Íslendingar eiga efnahagslega samleið. Þetta er kjarninn í EU stýriverkinu. Ekki ræðuflutningar í tjáningar og útrásar sölum Brussel.  

Júlíus Björnsson, 1.10.2009 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1031843

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband