Jón Ólafsson í djúpum ....

Það er ekki að undra að Jón Ólafsson leggi áherslu á að fá einn færasta lögmann landsins Sigurð G. Guðjónssoneins og sjá má af sakarefnum:
 

"Rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á skattskilum Jóns Ólafssonar á árunum 1996-2001 og á bókhaldi og skattskilum Jóns Ólafssonar & Co sf., hefur leitt í ljós þá niðurstöðu að vanframtaldar tekjur, eignir, söluhagnaður og hlunnindi, á því tímabili sem rannsóknin náði til, nemi samanlagt um 3,2 milljörðum kr.

Niðurstöður rannsóknarinnar, sem hófst 21. febrúar á seinasta ári, eru birtar í tveimur skýrslum embættisins og hafa lögmenn Jóns Ólafssonar afhent skattrannsóknarstjóra andmæli hans. Þar er niðurstöðum rannsóknarinnar harðlega mótmælt sem röngum og málsmeðferð embættisins er gagnrýnd.

 

Getur verið brot á hegningarlögum

Í skýrslu skattrannsóknarstjóra kemur fram að embættið telur að vanframtaldar tekjur Jóns Ólafssonar á tímabilinu sem rannsóknin náði til séu tæpar 208 milljónir kr., vanframtalin bifreiðahlunnindi séu 7,4 milljónir kr., vanframtalin önnur hlunnindi séu 7,3 milljónir kr., vanframtalinn söluhagnaður sé að lágmarki 1,284 milljarðar kr. og vanframtaldar eignir séu um 500 milljónir.

 

Samhliða rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattskilum Jóns Ólafssonar, gerði embættið sjálfstæða rannsókn á bókhaldi og skattskilum félagsins Jóns Ólafssonar & Co. sf. fyrir rekstrarárin 1998 og 1999. Kemst embættið að þeirri niðurstöðu að söluverðmæti eignarhluta skattaðilans í Fjölmiðlun hf. til Inuit Enterprises Ltd., með aðsetur á Bresku Jómfrúreyjum, hafi numið að lágmarki rúmum 1,3 milljörðum króna og að vanframtalinn söluhagnaður hafi numið rúmlega 1,2 milljörðum kr.

Er því m.a. haldið fram að telja verði að Jón Ólafsson og Símon Á. Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi, hafi af ásetningi rangfært bókhald og skattframtal skattaðilans í tengslum við sölu á eignarhlut Jóns Ólafssonar & Co. í Fjölmiðlun hf. Er þessi meðferð á viðskiptunum í bókhaldi talin geta brotið gegn ákvæðum laga um bókhald, laga um ársreikninga og almennra hegningarlaga. Þá sýnist að sú háttsemi Jóns og Símonar að standa skil á röngum skattframtölum fyrir skattaðilann kunni að varða þá refsingu skv. 5. mgr., sbr. 107. gr. laga nr. 75/1981, um tekju- og eignarskatt og 262. gr. hegningarlaga."


mbl.is Vanframtaldar fjárhæðir Jóns Ólafssonar taldar nema 3,2 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1031847

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband