Jóhannes oft kenndur við Hagkaup stóryrtur í garð nafngreindra manna.

Mér þykir Jóhannes í Hagkaupum æði stóryrtur á Vísi. Ég hefi feitletrað orð hans hér á eftir sem ég hnaut um og blöskrar einsýni hans. Hann græðir feitt á alþýðu manna,  svo feitt að hann hefur gersamlega misst jarðsamband og er firrtur sambandi við veruleikann ef marka má þessi orð hans:

"Framkoma þessara manna við fólkið í landinu er á þann veg að það getur orðið til þess að fólk grípi til vopna gagnvart þeim."

Mikill vafi hefur alltaf leikið á heiðarleika Jóhannesar við uppgjör fyrirtækja hans til skatts.

Skattgreiðslur eru okkur sauðsvörtum ær og kýr, hvort heldur við greiðum eða njótum.

Riddarar hringborðs auðsins eiga að hafa hægt um sig í gagnrýni á eftirlitsaðila og líta í eigin rann, spyrja sig hvort þeir hafi nú gert upp við samfélagið og hverri krónu hafi verið skilað sem almenningur greiddi þeim í formi virðisaukaskatts svo lítið dæmi sé tekið.

 

"Stefnan tilbúin í haust 

mynd

Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, segist ætla að stefna íslenska ríkinu vegna Baugsmálsins og telur að stefnan geti litið dagsins ljós í september eða október. Hann segir að lögfræðingar sínir vinni nú að málinu, en það sé nokkuð flókið að fara yfir það. 

Jóhannes segir það athyglisvert að Árni Johnsen skuli ætla sér að leggja fram frumvarp þess efnis að lög sem komi í veg fyrir að menn sem hafi hlotið skilorðsbundinn dóm sé bannað að sitja í stjórnum fyrirtækjanna. Árni lýsir þessum fyrirætlunum sínum í Morgunblaðsgrein í dag. „Það er ekki eðlilegt að menn megi ekki vera í stjórnum fyrirtækja þó þeir fái einhvern skilorðsbundinn dóm í mjög litlu máli," segir Jóhannes. Hann segir jafnframt að þessi sömu lög gildi ekki í þeim löndum sem Baugur starfi í, Danmörku og Bretlandi. 

Þá segir Jóhannes í samtali við Vísi að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hljóti að vera knúnir til að segja af sér embættum sínum. Það sé forkastanlegt hvernig þeir hafi hagað sér. „Svo eru þessir menn að tala um að það þurfi að koma upp vopnuðu liði. Framkoma þessara manna við fólkið í landinu er á þann veg að það getur orðið til þess að fólk grípi til vopna gagnvart þeim. Þannig að það er kannski ekki skrítið að þeir vilji efla vopnaburð," segir Jóhannes. "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jóhannes hefur að mínu mati, fulla ástæðu til að vera stóryrtur. Ég man ekki betur en Jóhannes hafi verið sýknaður af öllu ákærum í þessa veru Heimir.

En hann hlýtur samt að vera sekur því ákveðnir "RÉTTHUGSANDI" menn hafa látið af því liggja, ekki satt?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2008 kl. 09:16

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er skattamálið til lykta leitt Axel?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.7.2008 kl. 11:28

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Löngu lokið hvað Jóhannes varðar eftir því sem ég best veit. Lauk ekki restinni á málinu með dómi um daginn? En þá á að búa til nýtt mál þó sakasekkurinn sem saksóknari dregur á eftir sér orðin götóttur og tómur og innihaldið, sem lagt var upp með í troðnum sekk er dreift um víðan völl.

Ákafinn í saksókn á Íslandi mætti vera örlítið jafnari milli mála að mínu mati. Á meðan sumir eru hundeltir af ákæruvaldinu fyrir það eitt að skaprauna ónefndum manni þá sleppa aðrir (sem hafa viðurkennt að hafa stolið milljörðum af þjóðinni), eftir lúsarleit ákæruvaldsins að formgalla til að komast hjá því að ákæra þennan aðal Íslenskra þjófa, fyrir það eitt að þeir eru rétt flokkaðir, innvígðir og innmúraðir og að sjálfsögðu vinir móðgaða mannsins.

Hefur sumarið annars ekki lagst vel í þig Heimir?

Kveðja, Axel.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2008 kl. 11:57

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sumarið leggst vel í mig Axel og mér getur varla liðið betur.

Það eina sem mér er í nöp við eru lýðskrumarar eins og Jóhannes Jónsson sem liggur enn undir grun sem eigandi fjölda fyrirtækja fyrir stórfelld skattsvik.

Þú ert ágætur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.7.2008 kl. 17:34

5 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Það er einkennilegt Axel, hvernig öfund getur brotist í þá sem betur hefur tekist til í lífinu með eljusemi, áræðni, þrautseigju, dugnaði og þori.

Nú get ég skilið höfund sem er talsmaður Femínistafélagsins að rita svona í öfundartón eins og hinar kerlingarnar.

Kær kveðja,

Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 8.7.2008 kl. 13:00

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það hefur ekkert með öfund að gera þegar við í Femínistafélaginu vestan lækjar gagnrýni vinnubrögð óheiðarlegra viðskiptajöfra.

Við erum stærri í hugsun en það Sigurbjörn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.7.2008 kl. 17:14

7 identicon

Merkilegt hvað hægri mönnum er í nöp við Jóhannes í Bónus, hvað er það bara af því Davíð var svo í nöp við Bónusmenn? Furðulegt hvernig kjósendur sjálfstæðisflokksins elta uppi allar dillur manna innan flokksins. Þetta er eins og með mannaráðningar t.d. hjá Árna Matt, þá koma kjósendur flokksins hver á fætur öðrum og verja gjörningana. Það vita allir að þetta er spilling og ekkert annað, en samt sjá menn sig knúna til að verja gjörninginn án þess að spá í eigin heiðarleika. Við almenningur eigum ekki að sætta okkur við að pólitískt kjörnir fulltrúar okkar hagi sér óheiðarlega. Það að brjóta stjórnsýslulög með óheiðarlegum mannaráðningum er spilling og við, sama hvar í flokki sem við erum eigum aldrei að verja slíkt. Sama á við um það þegar pólitíkusar láta undirmenn sína ganga fram með offorsi gegn fólki sem Þeim líkar ekki við. Við eigum að sýna þessum mönnum sem við veljum sem fulltrúa okkar almennings að við sættum okkur ekki við óheiðarleika, og ef við værum öll dugleg en ekki alltaf í einhverju liði þá myndu þessir menn kannski haga sér öðruvísi. Svo vill ég segja að menn eru menn að meiri ef þeir leyfa frjáls skoðanaskipti á síðum sínum. Þetta segi ég vegna þess að mér hefur ósjaldan verið hennt út af síðum hægri manna fyrir þennan málflutning. Ég er að gagnrýna alla þá sem verja óheiðarlega stjórnmálamenn, hvort sem það er mannaráðningar Össurar Skarphéðinssonar eða Björns Bjarnasonar. Við eigum fyrst að verja heiðarleikan og stjórnsýslulögin og svo að vera í liði.

Valsól (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 00:47

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Valsól ég tala sem fyrrverandi formaður Félags matvöruverslana en ekki af pólitískum metnaði!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.7.2008 kl. 07:53

9 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

"..........fyrrverandi formaður Félags matvöruverzlana en ekki af pólitískum metnaði!  [Tilvitnun úr athugasemd nr. 8, hér að ofan] 

Nú skil ég þig betur Heimir.  Þegar ég var unglingur og vann sem sölumaður hjá heildverslun sem flutti inn, dreifði og seldi bæði matvörur og aðra hluti sem bæði sér-matvöruverslanir eins og fiskbúðir, kjötverslanir, svo og nýlenduvöruverslanir sem seldu bland af allskonar matvörum, sem hafði samnenfi og var kallað: "Kaupmaðurinn á horninu".  Einnig seldi ég vörur í allskonar aðrar verslanir svo sem fataverslanir, hannyrðaverslanir o.fl., o.fl. 

Þá tók ég eftir ýmsu:  Þegar Hagkaup hóf rekstur í gamla fjósinu við Miklatorg og var þá með allskonar vörur mikið ódýrari, og þótti ekki "fín" verslun.  Húsmæðurnar gengu þá nánast með hauspoka þegar þær gengu þar inn og út og þóttust ekki versla þar.  Kaupmenn í almennum verslunum sáu ofsjónum yfir þessu strax í byrjun.  Síðan stækkaði Hagkaup og fleiri stórmarkaðir fóru af stað, flestir hættir í dag.  Þá fóru "Kaupmönnunum á Horninu" að fækka, þeir sem veittu mjög góða þjóustu til nágranna í hverfinu, sem ekki áttu bíla og höfðu ekki tök á að komast til stórverslana.  Hatrið á Pálma í Hagkaup varð nánast takmarkalaust.  Hann jók kaupmátt almennings meir og lagaði kjör almennings, almennt, meir en Verkalýðsfélögin höfðu nokkurtíma getað gert til þess tíma, þó verkalýðsfélögin eigi heiður skilið fyrir ýmis góð verk eins og vökulögin o.f.l, o.fl., sem aldrei verður frá þeim tekið.  Ég er bara að benda á sögulegar staðreyndir.

[Til að gera langa sögu stutta, sleppi ég nokkrum árum......]  Síðan byrjaði Jóhannes og litli guttinn sem enginn þekkti, þessi Jón Ásgeir, með Bónus, eina smáverslun í iðnaðarhverfi við Skútuvoginn.  Það þekkja allir þá sögu.  Bónus og Hagkaup áttu í stríði saman, en sameinuðust síðar undir nafninu BAUGUR.  - Ennþá bötnuðu kjör almennings og kaupmáttur, án þess að Verkalýðsfélögin né Neytendasamtökin kæmu neinstaðar nálægt.  Hefðbundin matvöruverslun; "Kaupmaðurinn á Horninu" lagðist nánast algjörlega af, þeir gátu ekki barist við lágu útsöluverðin.

Hatur fyrrverandi verslanaeigenda sem gáfust upp fyrir Hagkaup/Bónus sem var orðið stórveldi, sem með útsjónasemi, dugnaði, áræði, atorku og hugrekki eigendanna tókst jafnvel að græða peninga á öllu saman, sem hvorki vitleysingjunum í Neytendasamtökunum eða ýmsum Verslanasamtökum, hvað þá íslenskum stjórnvöldum með Davíð Oddson í fararbroddi og hans kónum, gátu skilið.  "Það hlaut að vera einhver maðkur í mysunni" sögðu menn sem ekki skyldu málið.  "Við skulum bara finna maðkinn, þótt við dettum niður dauðir við það!"

Og nú eru uppi KROSSRIDDARAR á borð við þig Heimir fyrrverandi formaður Félags matvöruverslana sem farin eru á hausinn eða lokuðu bara, sumir eigendur og rekendur annarra verslana sem líkt er komið fyrir, Davíð Oddson fyrrverandi forsætisráðherra, Ríkislögreglustjóraembættið, Neytendasamtökin, Ríkissaksóknaraembættið og ýmsa ónafngreindra sjálfboðaliða sem skipta tugum ef ekki hundruðum sem í ólýsanlegu hatri og öfund reyna að sanna að það sem Baugsmenn eru að gera; geti ekki verið hægt að gera.  KROSSRIDDARARNIR eru hér til að sanna það!!

Annars hef ég ekkert vit á þessu.  Mér datt þetta bara svona í hug þegar ég las pistlana þína og síðustu athugasemd nr. 8.

Með elskulegri kveðju,

Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 10.7.2008 kl. 19:33

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þar talaði stórmenni!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.7.2008 kl. 20:09

11 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sannleikanum er sérhver sárreiðastur.

Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 13.7.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1031814

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband