Er erfitt að segja satt hr. fyrrverandi vagnstjóri?

Á bloggsíðu fyrrverandi trúnaðarmanna hjá Strætó (þau halda sig enn vera það og jafnvel þótt ekki séu allir starfandi enn) getur að líta afar einkennilegt fyrirbrigði. Þar birtir fyrrverandi vagnstjóri stefnu á hendur framkvæmdastjóra Strætó sem hann segir lagða fram í Héraðsdómi Reykjavíkur, en það fær ekki staðist skoðun.

Annað eintak af stefnunni var lagt fram sem líkist þeirri sem fyrrverandi vagnstjórinn segist hafa lagt fram.

Spurt er; er fyrrverandi vagnstjóra sem um ræðir fyrirmunað að segja satt? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísal

Á heimasíðu þeirra er þessi orð að finna;

fyrsti trúnaðArmaður hefur veriðr áminntur vegna "ölvunnar í starfi". aðrir kandídatar í áminningarferlinu voru sýknaðir... en urðu þó að taka við "leiðbeiningum" frá framkvæmdastjóra Strætó.

Það er nú bara svo að ef starfsfólkið veit ekki hvernig á að hegða sér þá verður að leiðbeina því.  Þetta er gert í hvaða fyrirtæki sem er, það er að segja ef starfsfólkið er ekki bara látið fara  fyrir óæskilega hegðun, þá er því leiðbeint og er til marks um góða stjórnunarhætti í fyrirtæki. 

Ísal, 2.7.2008 kl. 07:06

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"AÐRIR KANDÍDATAR Í ÁMINNINGARFERLINU VORU SÝKNAÐIR..." Þetta ágæta fólk baðst afsökunar á yfirsjón sinni og málinu þar með lokið.

Allir helstu misnotendur vímugjafa vita að öll meðferð vímuefna er stranglega bönnuð á Hlemmi. Bannið var sett á ekki síst fyrir ítrekuð tilmæli starfsmanna Strætó og einna helst vagnstjóra.

Allt venjulegt fólk virðir algert áfengisbann og líka strætisfólkið. Það virðist bara umræddur trúnaðarmaður sem reyndar var ekki trúnaðarmaður þegar hann var áminntur sem ekki skilur fyrr en skellur í tönnum. Reyndar á hann skoðanabræður í stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar utan einn sem var á vettvangi og baðst afsökunar á dvöl sinni undir áhrifum á Hlemmi og er meiri maður af.

Lalli Johns virðir bannið í hvívetna og er hann þó ekki löghlýðnasti maður landsins eftir því sem fregnir herma.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.7.2008 kl. 11:58

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Voðalega finnst þér gaman að hrauna yfir fyrrum félaga þína, það er með ólíkindum að þú skulir taka upp hanskann fyrir þessum framkvæmdastjóra, er kannski verið að koma sér í mjúkinn ? Af því sem ég hef heyrt er þessi fýr óhæfur sem framkvæmdarstjóri, mannleg samskipti eru eitthvað sem hann er alveg laus við að kunna.

Sævar Einarsson, 2.7.2008 kl. 21:05

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sævarinn kýs að fara með leynd.

Það er nú svo að það er aðeins einn karl á hverri skútu og á þessari er hann nefndur framkvæmdastjóri.

Það hefur verið landlægt hjá Strætó að starfsmenn telja sig eiga að stjórna fyrirtækinu og segja karlinum fyrir verkum. Hvergi nokkurstaðar hef ég kynnst svona "móral" og vil ekki kynnast honum aftur.

Þetta fólk skirrist ekki við að ljúga daginn langan upp á vinnufélaga sína ef þeir eru ekki meðfærilegir. Ég fór ekki varhluta af því.

Einu sinni áður hefur framkv.stj. reynt að ná stjórn á skútunni en hann/hún varð að hrökklast frá.

Þessi rumpulýður er búinn að skemma vinnustaðinn fyrir öðrum sem þarna eru og hafa hrakið störf til einkarekstrarins svo tugum skiptir og enganveginn er séð fyrir endann á þeim flutningum.

Ég stend með mannskapnum en ekki fáeinum sem telja sig eiga að stjórna fyrirtækinu, en eiga bara að vinna sín störf sem vagnstjórar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.7.2008 kl. 21:18

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Auðvitað kýs ég það, þú sérð nú hvernig fór fyrir Birnu Magnúsdóttur. Þegar trúnaðarmenn eru reknir án útskýringa þá er eitthvað mikið að skútunni, má eiginlega segja að hún sé hriplek.

Sævar Einarsson, 2.7.2008 kl. 21:40

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það hefur enginn trúnaðarmaður verið rekinn, svo einfalt er það.

Birna Magnúsdóttir var ekki rekin, hún sagði sjálf upp störfum og ætlaði að fara í skóla eftir því sem hún hefur sagt, skúra kirkjugólf og keyra strætó þegar hún gæti og þörf væri á hennar liðsinni, á aukavinnutaxta að sjálfsögðu. Þegar fyrirtæki geta látið vinna störfin á dagvinnutaxta gera þau það og kaupa ekki rándýrt fólk utan úr bæ sem hefur látið af störfum að eigin ósk. Margir vagnstjórar hafa verið óánægðir með lausafólk sem tekur frá þeim yfirvinnuna og eru dæmi um fólk sem vinnu hlutavinnu, en fulla v innu á yfirvinnutaxta.

Finns þér það í lagi Sævarinn?

Það er ekki stórmannlegt að hæla sér á bloggi yfir allri blessuninni sem hún fékk á Gospelhátíð í Hafnarfirði og fara samdægurs vísvitandi með ósannindi á fréttavef Vísis eftir að Morgunblaðið hafði hafnað "fréttinni".

Ég vona að þú sért jafn varinn fyrir þess háttar ósannsögli sem sjónum Sævarinn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.7.2008 kl. 17:32

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

P.s. Allur er Sævarinn góður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.7.2008 kl. 17:33

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er búinn að  lesa allt um þetta mál og skil hvorki upp né niður í  því.

Sigurður Þórðarson, 4.7.2008 kl. 21:28

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það reynist mörgum erfitt að átta sig á vitleysunni Sigurður.

T. d. birtir fyrrverandi vagnstjóri og trúnaðarmaður á síðu sinni stefnu á hendur framkvæmdastjóra Strætó í heild sinni. Síðan kemur í ljós þegar málið er krufið að allt önnur stefna var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. (Meira um það seinna).

Þegar logið er út og suður að starfsmönnum og formönum StRv og BSRB er ekki von á góðu.

Ég hef aflað mér gagna um málið og geri ráð fyrir að gera því nokkur skil svo að minnsta kosti starfsmenn Strætós geti áttað sig á lygaþvælunni og bullinu sem rennur upp úr þessu fólki.

Ekki meira að sinni, ætla að sofa á þessu.

P.s. mér veitti ekki að Kóreska eðal gingsenginu frá Eðalvörum!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.7.2008 kl. 21:42

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já það er margt skrýtiið í kýrhausnum. Þú getur fengið ginsengið á vildarkjörum.

Góða nótt 

Sigurður Þórðarson, 4.7.2008 kl. 22:47

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka Sigurður.

Góða nótt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.7.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1031764

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband