Ófriði hjá Strætó verður að linna.

Hjá Strætó ríkir mjög alvarlegt ástand um þessar mundir meðal starfsmanna og hafa menn á orði að þótt oft hafi logað ófriðarbál,  keyri um þverbak nú.
Einn maður sem telur sig tala munni  samstarfsmanna sinna hefur farið hamförum í einkastríði sínu við framkvæmdastjórn fyrirtækisins í viðtölum í dagblöðum og bréfaskrifum til stjórnmálamanna, fyrir utan að hann og hans nánustu samstarfsmenn gera fólki lífið óbærilegt í hvíldartímum,  á kaffistofum og víðar.

Þessi maður var kosinn trúnaðarmaður á liðnum haustmánuðum og losaði sig við ábyrgðina með afsögn við fyrsta mótlæti; má segja daginn eftir að stéttarfélagið hélt nýjum trúnaðarmönum hóf til að fagna kjöri þeirra.

Hann hefur nú verið endurreistur og endurræstur af Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar til frekari herferðar á hendur fyrirtækinu sem hann vinnur hjá.

Þessi maður ásamt með stéttarfélaginu ætti þessa dagana að vera einbeittur í að undirbúa nýjan kjarasamning, en núverandi kjarasamningur rennur út í haust.

Það lýsir kannski ástandinu best að fjórir af fimm sem hafa hringt í mig í gær og í dag segja:"þessi maður verður að hætta".


Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar með fulltingi formanns BSRB hefur með þessari aðgerð sagt Strætó bs. stríð á hendur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir um 200 starfsmenn fyrirtækisins.


Mikið hvílir á herðum þeirra sem ábyrgðina bera.


Fjölmargir starfsmenn hafa komið að máli við undirritaðan og lýst áhyggjum sínum af þróun mála og eiga þeir það eitt sameiginlegt; að vilja frið um vinnustaðinn sinn.
Ófriðurinn hefur eitrað líf þeirra  og fjölskyldna þeirra nóg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband