Bráðabirgðauppgjör við niðurrifsöflin hjá Strætó bs.

Ef ég á að segja eins og er þá nenni ég ekki að lesa yfir allar þessa 797 færslur.

Mér er nóg að muna þemað í þeim.

Bloggunum mínum má skipta, að ég held í þrjá megin hluta:

Af vinnustaðnum Strætó bs.

Um dægurmál.

Um einkamál.

Um vinnustaðinn hef ég tjáð mig mikið einkum vegna þess að fyrir rúmlega tveimur árum var ég kosinn trúnaðarmaður af vinnufélögum mínum eftir að hafa verið varaður við að gefa kost á mér, því ef ég næði kjöri yrði mannorði mínu slátrað eins og einn vinnufélagi minn tók til orða.

Ekki veit ég hvort það tókst endanlega hjá þeim, en marga atlöguna gerðu þeir og töldu ekkert eftir sér til að ná settum markmiðum.Ég varð þess fljótlega áskynja að niðurrifs- og afturhaldsöflunum hjá Strætó er ekkert heilagt. Þessir kappar lögðu mig í einelti, afskaplega gróft og voru bakkaðir upp af millistjórnendum, jafnvel þeim sem fara með starfsmannamál, sem ekkert gerðu með eineltiskæru mína þótt þeim beri það lögum samkvæmt. Ljót saga sem ekki verður skráð að sinni.

Ég lét ekki nógu vel að stjórn niðurrifsaflanna og vann til að mynda gegn áformum þeirra um að vinna skemmdarverk á starfsemi fyrirtækisins og það þótti ekki góð latína hjá þessu liði sem er bakkað upp af ótrúlega mörgum og að minnsta kosti einum varðstjóra ef ekki fleiri. Svo eru eigendur sífellt hissa á hvað vagnstjórarnir eru kargir.

Strætó bs. verður ekki góður vinnustaður fyrr en framkvæmdastjóri (hver sem hann er) nær tökum á þessum rumpulýð.

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar verður líka að finna og sjá hvað til þess friðar heyrir og hætta að taka mark á misyndismönnum sem leggja Strætó bs. og vissa starfsmenn í einelti og er fyrir löngu byrjaðir á að höggva að rótum Starfsmannafélagsins eins og dæmin sanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 1031769

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband