Gálgahúmor galgopans.

Það er með hálfum huga að ég blogga að þessu sinni. Ég hef mest notað þennan tjáningarmáta til að tala í hálfkæringi og hálfkveðnum vísum.

Oft hafa vangaveltur mínar verið handan við greind.

Margir lesendur hafa tekið mig alvarlega, sem mér þykir miður.  Ég hef þó kært mig kollóttan því ég hef frekar litið á bloggskrifin sem ritæfingar en einhverja spekiskráningu.

Klukkan er að ganga þrjú og mér hefur ekki gengið að sofna og hef fest hugann við renningar um framtíðina; hvar ég muni dansa um næstu mánaðamót til dæmis. (Verð að passa galgopann í mér.)

Hugurinn reikar upp á B-6 í Fossvogi einkum varðandi hvenær ég fái að gangast undir aðgerðina. Það er eins og það taki svolítið á að bíða eftir stórri skurðaðgerð þó ég eigi að teljast vanur.

Mér skilst á bæklingnum sem ég fékk sendan í pósti frá B-6 að um lífshættulegt líkamsástand sé að ræða og er öll bið því óþægileg.

Ég geri ráð fyrir að nú þegar ég hef treyst blogginu fyrir hugrenningum mínum sofni ég eins og lamb allsendis óvitandi að það er á leið í sláturhúsið. (Verð að hætta þessum gálgahúmor). 

Ég skríð í flet og ræði ástand og horfur við Drottin eins og svo oft áður og á áreiðanlega eftir að ámálga  hjálp gegn þakklæti og loforði um betri hegðun.

Góða nótt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kaldhæðni er mér fjarri Hallgerður. Einlægnin er mér aftur á móti í blóð borin og þakklæti fyrir hið minnsta sem að mér er rétt, t.d.  það að fá að blogga.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2008 kl. 09:28

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

P.s.

Ekki veit ég hvað hún Guðlaug  Ó. segir um kaldræna fjarlægð frá daglegu amstri.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2008 kl. 09:31

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kaldhæðin einlægni er mér tömust Hallgerður og því kann ég svona vel við þig?

Ég fékk hringingu frá B6 í morgun og var boðaður í aðgerð í næstu viku. Ég sagði; "takk, ég hlakka til."  Hún sagði: "hlakkar til að fara í stóraðgerð?" Ég: " já, því þetta er óumflýjanlegt og loksins er það ákveðið".

Aðgerð 15., lega á B6 til 25. janúar og Rauða kross hótel einhverjar vikur. Allt ef Guð lofar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2008 kl. 13:33

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka Hallgerður.

Ég tek fartölvuna með, en veit ekki hvernig er háttað með nettengingar, hvorki á Borgarspítala né Rauða krossi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2008 kl. 14:36

5 Smámynd: Sigurjón

Gangi þér vel í aðgerðinni og vonandi jafnarðu þig fljótt og örugglega.

Sigurjón, 7.1.2008 kl. 17:53

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka góðar óskir Sigurjón.....:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1031771

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband