Vegna fjölda áskorana birti ég áminningu Strætó bs. til fyrrverandi 1. trúnaðarmanns.

"Skrifleg áminning.

Vísað er til bréfs framkvæmdastjóra frá 27. nóvember 2007, vegna fyrirhugaðrar áminningar, sem og til síðari samskipta við þig vegna máls þess, sem var örsok þess að framanefnt bréf var ritað, þ.e. atvika þriðjudaginn 27. nóvember sl.

Einnig er vísað til bréfs, dags. 5. desember sl., sem lögmaður þinn ritaði fyrirtækinu fyrir þína hönd, sem og svarbréf, dags. í dag.Fyrir liggur, að þú áttir að vera á vakt síðdegis þriðjudaginn 27. nóvember sl., enda áttir þú vakt frá kl. 14.05. – 18.21.

Fyrir liggur einnig, að fundarstörfum hjá St.R. lauk kl. 15.00 þennan dag, en það hafa formaður og varaformaður St.R. staðfest.

Þú mættir ekki aftur til vinnu eftir að fundarstörfum lauk.

Þú varst óumdeilanlega í vinnu á umræddum tíma, enda á launum, enda þótt líta megi svo á, að þú hafir haft lögmætt forföll á tímabilinu frá kl. 13.00 – 15.00.

Fyrir liggur, sbr. m.a. bréf lögmanns þíns, og það sem kom fram á fundi með þér 30. nóvember sl., að óumdeilt er, að þú neyttir áfengis á fyrrgreindum tíma, sem og reyndar að þú dvaldir á starfsstöð fyrirtækisins að Hlemmi drjúgan tíma, og hafðir þar áfengi um hönd.

Framkoma sem slík, er hér um ræðir, er með öllu ólíðandi og algerlega ósamrýmanleg starfi þínu og stöðu.Einnig skal nefnt, að þú hefur aldrei, hvorki fyrr eða síðar, lýst því, að þú sjáir að framkoma þín, í umrætt sinn, hafi verið með öllu óviðeigandi og ekki í samræmi við starf þitt og stöðu, og þú hefur aldrei, lýst eftirsjá eða iðrun vegna þessa. Þvert á móti hefur þú þrætt og reyndar verið í mikill mótsögn við sjálfan þig, enda hefur þú viðurkennt að hafa drukkið töluvert magn af áfengi og þú hafir haft áfengi um hönd í starfstöð fyrirtækisins að Hlemmi, þar sem öll meðferð áfengis er bönnuð, og fólk undir áhrifum er bannaður aðgangur, en þar dvaldir þú drjúga stund.

Einnig hefur þú haft upp hálfgerðar hótanir um mögulegar afleiðingar áminningar, og þá þykir mega nefna, að þú hefur borið atvinnuveitanda þinn, Strætó bs., þungum sökum, sem og reyndar yfirmenn fyrirtækisins, á opinberum vettvangi, vegna meðferðar máls þessa.

Umfjöllun um fyrirtækið og yfirmenn þess, á þínum vegum, er til þess fallin að sverta ímynd Strætó bs. mjög, en einnig hefur þú vegið alvarlega að starfsheiðri og æru yfirmanna hjá fyrirtækinu. Og virðist ekkert lát verða þar á. Þú virðist, m.ö.o., alls ekki koma auga á, hversu óviðeigandi, og á skjön við starf þitt og stöðu, framkoma þín var umræddan dag, og reyndar er, og verður því að ætla, að hætt sé við að svipuð atvik eigi jafnvel eftir að gerast aftur.

Eða m.o.ö; þú hefur ekkert gert eða sagt, sem mætti mögulega verða til þess, að fyrirtækið gæti séð leið til þess að neyta vægara úrræðis en skriflegri áminningu. Ekki þykir fært annað en að beitt verði formlegri áminningu.Þú ert hér með áminntur vegna þess, að þú neyttir áfengis og varst ölvaður á vinnutíma, á starfstöð fyrirtækisins að Hlemmi, og þú hafðir þar áfengi um hönd. Þar með hefur þú brotið gr. 9.8.1. í kjarasamningi Strætó bs. og St.R., en brot í starfi að því er varðar það á því ákvæði varðar skriflegri áminningu.Bent er á að skrifleg áminning hefur ítrekunaráhrif varðandi önnur brot í starfi.

Reykjavík, 14. desember 2007.

Reynir Jónsson, frkv.stj.(Móttekið 20.12.’07)."

Bréfið er birt á heimasíðu viðkomandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 1031821

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband