Erfitt takmark, en ég skal ná því!

Mitt takmark á nýju ári er að verða betri maður. Það hefði verið mun betra fyrir mig og léttara að heita því að grennast og léttast um einhver ósköp af kílógrömmum, því af nógu er að taka. Það hefði líka verið auðveldara fyrir mig að strengja þess heit að hvorki skuli ég reykja né drekka á komandi ári því hvorttveggja hef ég lagt af fyrir löngu síðan og því auðvelt að standa við það.

Ég bið lesendur þessara orða að festa sér í minni að ég set mér það sem markmið að verða betri maður

Það er ekki lítið verkefni og að því er virðist lítt árennilegt fyrir mann á mínum aldri, en ég er ákveðinn og ætla að standa við fyrrirheitið.

Auðvitað sjá allir sem mig þekkja að erfitt er að bæta það sem svo nálægt fullkomnun er, en ég er staðfastur og ekki vanur að ráðast á garðinn sem hann er lægstur.

Fæ ég hvatningu frá lesendum? 


mbl.is Ráðleggur hvernig efna megi nýársheitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég sé ekkert 12 þrepa plan. Þar sem þú ert karlmaður er það málið. Gerðu athugasemd hér fyrir neðan þar sem þú segir okkur hvernig þú munt bæta þig, í smáatriðum. Nema þú viljir bara bæta kvenlegu hliðina, þá er þetta fín aðferð.

Gleðilegt ár! 

Villi Asgeirsson, 31.12.2007 kl. 10:47

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nú vandast málið Villi.

Ég hélt að konur útvörpuðu áformum sínum í smáatriðum, en við KARLmenn geymdum slíkt innra með okkur og létum fáa eða enga vita um áform okkar í hnotskurn.

Gleðilegt ár og árangursríkt í hverju einu sem þú tekur þér fyrir hendur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.12.2007 kl. 11:10

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Lengi getur gott batnað, er ekki sagt svo?

Gangi þér vel og eigðu gleðilegt nýtt ár!

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.12.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband