Gerpla á villigötum.

Gerpla á horni Hofsvallagötu og Sólvallagötu má muna fífil sinn fegurri. Nýlega urðu eigendaskipti og nýju eigendurnir eru ekki í takti við íbúa hverfisins. Aðalinngangi Gerplunnar hefur verið lokað og fólki bent með ritvilltri orðsendingu á annan inngang.

Viðmót afgreiðslufólks hefur breyst, ekki til betra vegar og fyrrverandi viðskiptavinum fjölgar ört.

Afgreiðslufólk talar ekki tungur tvær, bara útlenda. 

Fólk talar um "breytt og búið".

Strangheiðarleg kona sem ég hitti á förnum vegi í gær, gott ef hún er ekki trúuð líka, sagði mér að íbúar hyggðust safna undirskriftum og með þeim skora á fyrrverandi verslunarstjóra að koma aftur og breyta í fyrra horf, með góðu eða illu.

Taka niður hrikalega ljóta utandyraauglýsingar sem ekki eiga erindi í yfirvegaða góðborgarabyggð, hætta við áform um spilavítislíki og síðast en ekki síst; endurnýja hlýja þjónustu byggða á heiðarleika, virðingu, spaugi og alvöru í bland.

Ef brunnmígur les þessar línur veit hann hvað til síns friðar heyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1031741

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband