Gullbarkar í Salnum í kvöld.

Helgi Rafn Ingvarsson heitir ungur maður sem gerði sér lítið fyrir og samdi óperu sem verður frumsýnd í kvöld í salnum. Hann býr í Kópavogi og á honum hefur sannast að "það er gott að búa í Kópavogi". Kópavogsbær styrkti hann þannig að hann gat helgað sig tónsmíðunum í sumar og bæjaryfirvöldin settu punktinn yfir iið með því að bjóða gestum og gangandi á frumsýningu kl. 20:00 í kvöld og á aðra sýningu á sama tíma annað kvöld.
Ungir,efnilegir og góðir söngvarar úr Söngskólanum í Reykjavík skipa öll hlutverkin sem eru tuttugu og sjö talsins.
Með aðalhlutverkið Tinnu fer ung söngkona frá Svíþjóð Karin Björg Torbjörnsdóttir sem er hálf íslensk eins og föðurnafn hennar ber með sér. Karin Björg hóf ung að syngja í kór, aðeins átta ára gömul en hún stendur á tvítugu.
Hún hefur um tveggja ára skeið stundað söngnám hjá Kerstin Lundin-Grevelius altsöngkonu í Lundi og hefur rödd hennar náð miklum þroska á ekki lengri tíma. Aðalkennari hennar í Söngskólanum í Reykjavík er Ólöf Kolbrún Harðardóttir.
Óperan fjallar um unga stúlku Tinnu, sem á við geðræn vandamál að stríða. Með hjálp Hrafns ungs elskhuga hennar tekst henni að ná tökum á sjúkdómi sínu. Hlutverk Berglindar syngur Ingunn Gyða Hrafnkelsdóttir, með hlutverk Hrafns fer Haraldur Sveinn Eyjólfsson, hlutverk hálfbróður Tinnu fer Aron Axel Cortez og með hlutverk Þorsteins fer Jósef Lund Jósefsson.
Í stuttu máli:
Tónlist: Helgi Rafn Ingvarsson
Handrit: Árni Krisjánsson og Helgi Rafn Ingvarsson
Ljósahönnuður: Arnar Ingvarsson
Búningar: samsetning og samstarf hópsins alls
Píanóleikarar: Alexander Brian Ashworth og Hrönn Þráinsdóttir
Leikstjórn: Sibylle Köll
Hljómsveitarstjórn: Garðar Cortes.

mbl.is Íslenskir auðmenn tala í 170 þúsund króna gullsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eh ok?

B (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband