Bráðum kemur betri tíð með fleiri krónur í vasa?

Á fundi fulltrúaráðs Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (StRv.) í gær, var gerð grein fyrir vinnu hópa sem störfuðu í vor, nánar tiltekið í maí.
Fram kom m.a. á fundinum að hjá Reykjavíkurborg tekur starfsmatið til 440 mismunandi starfa sem StRv hefur með að gera en aðeins 40 hjá Eflingu. Þetta segir okkur að starfsfólk félagsins okkar þar að mjög vel með á nótunum eigi það að geta sett sig inn í öll þessi mismunandi störf.
Eitt er það sem stundum ber góma í kaffistofuspjalli hjá okkur strætófólki er frammistaða stéttarfélagsins okkar.
Sumir eru á því að við eigum að segja skilið við það og hoppa upp í hjá einhverjum öðrum. Ég vil eindregið vara við þeim vangaveltum, því hver segir að okkur sé betur borgið með annan bakhjarl en StRv og BSRB? Ef eitthvað er sem betur má fara, verða fulltrúar að vera á tánum og vekja athygli á vanköntunum og þrýsta á um úrbætur.
Ég hef bara kynnst vönduðum vinnubrögðum hjá starfsfólkinu.
Aftur á móti þarf næsti kjarasamningur að vera miklu skýrari og afdráttarlausari í ýmsum málum en núgildandi samningur er.
T.d. þarf afmörkun vinnutíma að vera greinarbetri sem og "meðaltalsvinnuvikan" öllu skilgreindari.
Að mínu mati eru allt of mörg óvissuatriði í samningnum.
Henni Kolbrúnu Halldórsdóttur alþm. sem var í tólfunni, brá í brún um daginn þegar ég sagði henni að vinnutíma mínum hefði lokið þremur mínútum fyrr og átti ég þá nokkuð í land að endastöð.
Hún sagði nauðsynlegt að við bentum stjórnmálamönnum á slíka agnúa svo þeir gætu veitt okkur liðsinni við úrbætur.
Öll vitum við að það getur tekið upp í 10 mínútur að ná sambandi við varðstjóra til að tilkynna kannski 3 mínútna viðbót við vinnutímann og þá gefum við fyrirtækinu þann tíma.
Glöggur maður hefur reiknað út að við séum að gefa fyrirtækinu um eina vinnuviku á ári með þessum hætti.
Strætó bs. er opinbert fyrirtæki sem á ekki að þurfa að vera á framfæri fátækra starfsmanna sinna.
Ég geri mér vonir um að fulltrúi okkar Reykvíkinga í stjórn Strætó bs. Svandís Svavarsdóttir reynist okkur betur en fráfarandi fulltrúi Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir gerði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1031846

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband