Einu farþegaflutningstækin þar sem ekki þarf meirapróf

Unga fólkið sem ekur tuk tuk um götur borgarinnar hefur fengið undanþágu að aka með farþega sem ekki er til í lögum eftir því sem best verður séð. 

Ég sá unga stúlku í gær aka með farþega um borgina og skrifaði ótt og títt skilaboð á símann sinn eða ritgerð eða hvað veit ég. Farþegarnir hrópuðu á hana þegar hún var nærri búin að aka á fótgangandi á gangbraut við Kirkjustrætið.

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að farið sé að lögum varðandi réttindi ökumanna tuktukanna.

Þú keyrir ekki rútu eða leigubíl nema eftir ítarleg námskeið margskonar próf.

Hvaða reglur gilda um þessa fólksflutninga? 


mbl.is Á Tuk Tuk um götur borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einfalt mál: Þetta hlýtur að vera leyfisskylt eins og hver annar leigubílaakstur.

Sé ökumaður ekki með réttindi til leiguaksturs ber lögreglu að stöðva hann, rétt eins og um próflausan ökumann sé að ræða.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.6.2015 kl. 01:57

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég vil fá þetta útskýrt, því fréttum var sagt að Samgöngustofa hafi veitt leyfi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.6.2015 kl. 04:00

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hafa þessir aðilar semsagt sótt um og fengið úthlutað leyfi til að reka leigubílastöð?

Eða var sagt frá því í fréttum að Samgöngustofa hefði samþykkt ökutækin til skráningar?

Augljóslega ekki sami hlutur, þú skilur það vonandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.6.2015 kl. 09:57

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Líklega er um þrennt að ræða Guðmundur; rekstur leigubílastöðvar, skráning hvers ökutækis fyrir sig, og ökukeyfi hlutaðeigandi, þ.e. leyfi til að aka með fólk gegn gjaldi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.6.2015 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1031843

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband