Burt með flokkapólitíkina

BHM virðist hugsa meira um að koma höggi á ríkisstjórnina en að bæta kjör félagsmanna sinna.

Kolröng tímasetning verkfallsins hefur kostað félagsmenn mikið og mikil er skömm Páls Halldórssonar.


mbl.is Vilja ekki samning sem aðrir gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Enn er látið mikinn yfir öllum þessum verkföllum, og reynt að draga upp sem svartasta mynd af ástandinu. Til dæmis er látið í veðri vaka, að, ef sumar stéttir fari í verkfall þá muni allt landið fara á hliðina. En hvernig væri nú bara, að þeir sem vilja fara í verkfall, - að þeir fari þá í verkfall í nokkrar vikur eða bara eins lengi og þeir kjósa. Þá kemur bara greinilega í ljós hverjir eru þarfir starfsmenn, - svo og hverjir eru óþarfir og afætur á ríkissjóði.

 

Eftir það verður auðveldara að segja upp óhæfu og óþörfu starfsliði, … sem sagt að “grisja stofninn” og spara skattapeninga almennings, … eða þannig, … og verkföllin yrðu þar með mikið happ fyrir þjóðina.

 

Tryggvi Helgason, 25.5.2015 kl. 18:39

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"Burt með flokkapólitíkina" ? Þær gerast nú ekki öllu flokkspólitískari bloggfærslurnar!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.5.2015 kl. 18:59

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Axel, ég er ekki verkalýðsfélag.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.5.2015 kl. 19:37

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er algjörlega sammála þessari færslu en aftur á móti er ég fylgjandi því að allir fái "sanngjörn" laun fyrir vinnu sína.  En hvað er sanngjarnt er eitthvað á reiki og fer eftir því hver er spurður.  En það er ekki til neins að þræta fyrir það að flokkspólitík er í kjarabaráttunni núna og það hefur skynið vel í gegn.

Jóhann Elíasson, 25.5.2015 kl. 20:05

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jóhann, verður er verkamaður launa sinna. Mér sýnist að megin hindrunin fyrir samningum sé sú að BHM og þeirra líkar vilja sömu hlutfallshækkun og þeir lægst launuðu sem er bein ávísun á meiri ójöfnuð í þjóðfélaginu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.5.2015 kl. 20:51

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tryggvi Helgason, ég hafði hlakkað til verkfalls tæknimanna ruv sem boðað hafði verið, en þegar þeir skynjuðu að almenn ánægja með að fá ekki hlutdræga fréttapistla og þætti litaða af pólitískri heift og hatri, sáu tæknimenn að sér og sömdu án verkfalla. Vitandi að enginn saknaði þeirra.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.5.2015 kl. 21:31

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er einfalt ráð við þessu, það á að leifa fólki að vinna án þess að vera í verkalyðsfelagi. Hér á mínum slóðum er það kallað Freedom to Work.

Hvað ættli að hálaunamenn ríkisins mundu fara í verkfall lengi ef einhver sem er á töluvert lægri launum með sömu mentun gengi inn í starf verkfalls mannsins?

Ef að laun verkfallsmansins eru ekki næg til að lifa sómasamlegu lífi þá fer enginn í starfið hans, þar af leiðandi gerist það sjálfkrafa að laun hækka og það þarf ekkert að taka fé úr launaumslaginu til þess að halda uppi spiltum verkalýðsforingjum og möppudýrum þeirra. Sem sagt eg þarf ekki eins há laun til að lifa sómasamlegu lífi.

Hvað fer mikið af launum fólks til að halda uppi verkalýðsfélagsbákninu uppi, 3% eða 6% eða meira?

Verkalyðsfelögin hafa og eru að eyðilegagja fyritæki og setja sveitir og bæi í gjaldþrot. Þetta sjáum við hér í USA mörgum sinnum á ári.

Burt með verkalýðsfélög!!!

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.5.2015 kl. 23:22

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jóhann, ekki er ég viss um að hugmynd þín um að leggja verkalýðsfélögin niður eigi hljómgrunn á Íslandi, en margt er brogað við kjarabaráttu þeirra, þegar aðför að ríkisstjórninni er svo áberandi sem raunin er.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.5.2015 kl. 05:28

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Meðan verkfallsrettur og þá sérstaklega opinberra starfsmanna er leifður, þá leka þjóðar og sveitar skúturnar og það kemur að þvi að þær sökkva.

Það á ekki að neyða fólk til þess að borga af launum sinum til spilltra verkalýðsforingja og möppudyrahjörð þeirra. Fólk á að hafa frelsi til að vinna án þess.

Ég hef unnið undir verkalýðsfélögum og ég hef líka unnið án þeirra, það er dýrt að vera í verkalýðsfélagi og hlunindin eru yfirleitt eru yfirleitt ekki að uppskera kostnaðinn, nema siður sé, verkalýðsfélög eiga það til að vinna á móti meðlimum félagsins. Það hefur gerst í minum starfsferli oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

Fólk verður að ákveða hvort það vilji vera eins og rollur og fylgja forystu sauðnum út i hvaða óefni sem er.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 26.5.2015 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband