Fyrir daga bílsins

Margar erlendar stórar borgir byggðust upp fyrir daga bílsins. Á Íslandi byggðum við upp með tilliti til samgöngumáta landsmanna og tryggðum að allir hafi aðgengi að bílastæðum og breiðum og góðum götum.

Nú er öldin önnur, borgarstjórn Dags B Eggertssonar gerir allt sem í hennar valdi stendur til að eyðileggja umferðarmannvirki og að leyfa bygginu húsa og jafnvel fjölbýlishúsa án aðgengis að bílastæðum.


mbl.is Reisa fjölbýlishús á Barónsstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Grensásvegur í suður - eða í átt að Borgarspitala er eina greiða leið sjúkrabíla úr borginni á slysadeild.

 Hvernig eiga sjúkrabílar að komast að  stórslysi á eða við LAUGAVEG ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 20.3.2015 kl. 14:27

2 Smámynd: Már Elíson

Heimskan hefur nú staðið lengur eða langt aftur fyrir daga Dags B.Eggertssonar.

Hvaða aular byggja t.d. IKEA og allt þarna í Kauptúni án þessa að hafa skjól fyrir bíla og fólk á þessari Djöflaeyju þar sem rignir í 12 mánuði og snjóar í 6 mánuði á ári? - Þarna var (og er) hægt að grafa niður í hið óendanlega, 3,4,eða 5 hæðir niður eða hvað sem er. - Út um allan bæ sjást þessu verkfræðilegu mistök langt aftur í tímann. - Þar sem t.d. við Suðurlandsbraut var hrúgað niður mikilvægum verslunum, þar sem að vísu margar eru fluttar í veðurbetra umhverfi - þar sem NINGS, Fálkinn, Blómastofa Friðfinns, B & L o.fl. o.fl. voru og sumar eru, allt á móti grimmri norðanátt. - Fjöldinn allur af skrifstofuhúsnæði, verslunum og íbúðablokkum hefur verið byggður í tímanna rás þar sem vörn gegn íslensku veðri hefur algerlega verið hunsuð. - Og nóg er plássið niður. Og hefur alltaf verið.

Á Spáni er t.d. EKKERT fjölbýli eða verslunarhús byggt öðruvísi en að undir sé afdrep vegna veðurs. Ef ekki niður þá er skýli sem skýlir fyrir veðri. - Ég er að sjálfsögðu að tala um vind, þegar vindur er, rigning, því að þegar rignir þá rignir með stóru erri og síðast en ekki síst, fyrir sólinni, sem hefur jafn mikinn eyðileggingarmátt til langs tíma eins og rigningin, snjóbylurinn og ofankoman á Íslandi.

Húsbyggjendur, og þó aðallega þeir sem teikna eða útfæra byggingar á Íslandi, líklega þá arkitektar, eru upp til hópa heimskir eða illa upplýstir um veðurfar og áttir í sínu eigin landi. - Getur það verið ? - Ég held að það sé ekki rétt að ráðast á hvern þann borgarstjóra sem er í þetta og hitt skiptið, þeir hafa ekkert vit á þessu.

Már Elíson, 23.3.2015 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1031741

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband