Hver verður framkvæmdastjóri Strætó bs.?

Mig minnir það hafi verið 21. febrúar s.l. sem var lokadagur skila á umsóknum um starf framkvæmdastjóra Strætó bs.
Skömmu síðar var greint frá því í fréttum að 50 hafi sótt um starfið og síðan ekki söguna meir.
Hafa menn fallið frá ákvörðun sinni að ráða framkvæmdastjóra?
Annars er starfandi framkvæmdastjóri Hörður Gíslason fullfær um að sinna starfinu, það eina sem virðist vanta er stefna til að starfa eftir, en á henni hefur staðið allar götur síðan ný stjórn tók við á síðasta ári.
Ég held að stjórnin geri sér ekki grein nfyrir hversu slæm áhrif þessi sofandaháttur hefur á starfsemi fyrirtækisins, annars væru hún löngu búin að taka til hendinni,
Dýrmætasta "eign" þjónustufyrirtækis, er starfsfólkið og slæm framkoma við það gegnsýrir alla starfsemina og lamar hana.
Hætta er á að starfsmenn verði hysknir og missi áhuga á að þjóna viðskiptavinum sínum.
Formaður stjórnar Ármann Kr. Ólafsson hefur ekki kynnt sig fyrir starfsmönnum og svarar ekki erindum þeirra. Hann bauð sig fram í Kópavogi til þjónustu fyrir fólkið í bæjarmálum og býður sig aftur í vor fram til þjónustu fyrir fólkið en nú til stjórnar landsmálum. Telur hann eins og Wilhelm Möller að fólk sé fífl?
Hefur hann sýnt traustvekjandi framkomu?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ, ekki getur þú tekið myndir fyrir mig þann 14. næstkomandi ??

Hulda (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 00:34

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Alveg sjálfsagt, en af hverju, hvar og ??????????

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.4.2007 kl. 14:54

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleðilega páska kæri Heimir.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.4.2007 kl. 21:38

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sömuleiðis Jórunn mín.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.4.2007 kl. 22:57

5 identicon

Það er hreint með ólíkindum hversu illa þú talar um fyrirtækið sem þú vinnur hjá, og hversu litla virðingu þú berð fyrir þeirri starfsemi sem þar er innt af hendi.  Skrif þín um strætó eru eins og skemmt epli - ég er alveg steinhissa á að þú skulir finna þig í að vinna hjá þessu ágæta fyrirtæki sem strætó er.  Mér finnst þessi skrif þín færa heim sanninn um að opinberir aðilar eins og sveitarfélög eigi að fela fyrirtækjum í einkageiranum framkvæmd þjónustunnar, en einbeita sér sjálfir að því að annast umsjón með og skipuleggja starfsemina.  Svei þér.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 00:17

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þorsteinn veit greinilega um hvað hann er að tala og kann ég honum þakkir fyrir athugasemdir sínar.

Strætó er nú fyrirtæki sem er rekið fyrir mína skattpeninga og kannski þína Þorsteinn og mér kemur við hvernig er farið með þá peninga og mér kemur líka við hvernig komið er fram við starfsfólkið.

En hafðu aftur þakkir fyrir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.4.2007 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband