Samfylkingin er hliðholl þögninni

Már Guðmundsson veit betur en fram kom í þætti Björns Inga Hrafnssonar í dag, en þar talaði Már um að seðlabankastjórinn hafi verið einn.

Samfylkingin sem annaðist ráðningu Más er líklega uggandi yfir skýrslu bankans um lánveitinguna og gerir sitt til að þáttur þeirra verði sem minnstur.

Annars er gott að Már taki saman skýrslu og birti því þá getur opinber umræða hafist af viti og verður fróðlegt að sjá viðhorf Jóhönnu Sigurðardóttur, Össurar Skarphéðinssonar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Björgvins Guðna Sigurðssonar til pressunnar sem sett var á Seðlabankann m.a. í gegnum forkólfa Kaupþings.

Borgarnesræðan verður rifjuð upp og tregða Seðlabankans til lánveitinga í glæpastarfsemina.


mbl.is Hyggst gera skýrslu um Kaupþingslán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Af hverju ætti Samfylkingin að vera uggandi út af lánveitingu Seðalbankans. Það var ekki Már sem gerði það heldur Davíð Oddsson! Minni á að Ingibjörg Sólrún lá á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum þegar þatta var svo það er óþarfi að tengja lán til Kaupþings við Borgarnesræðuna!  Nokkuð ljóst skv Rannsóknarskýrslunni og fleiri upplýsingum að lánveitingin var ekki samþykkt í Ríkisstjórn heldur var þetta ákvörðun Davíðs Oddsonaar í samráði við Geir Haarde! Enda hafði Björgvin G og svo Jóhanna hvað þá Ingibjörg ekkert með gjaldeyrisvarasjóð að gera!  Þú getur kynnt þér þessar upplýsingar um hvernig þetta fór fram hér http://kjarninn.is/2014/10/hvernig-var-akvedid-ad-veita-kaupthingi-neydarlan/

Þar segir m.a.

Þar kemur til að mynda fram að klukkan 8:30 að morgni þessa örlagaríka daga hafi verið haldinn ríkisstjórnarfundur. Samkvæmt fundargerð lagði Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, fram og kynnti frumvarp sem síðar varð þekkt undir heitinu neyðarlögin.

Í því frumvarpi sem var kynnt á þeim fundi var ekki ákvæði sem heimilaði Seðlabanka Íslands að eiga og reka fjármálafyrirtæki. Slíkt ákvæði var talið nauðsynlegt til að Seðlabankinn gæti tekið FIH sem veð fyrir láninu.

Viðskiptaráðuneytið beðið um að bæta við ákvæði

Klukkan 13:34 sama dag bárust skilaboð frá forsætisráðuneytinu, þar sem Geir H. Haarde sat, til Jónínu S. Lárusdóttur, þáverandi ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins, um að setja ætti inn ákvæði í neyðarlagafrumvarpið „um að Seðlabankanum væri heimilt að eiga og reka fjármálafyrirtæki. Tölvubréf frá ritara forsætisráðherra staðfestir þetta“.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.2.2015 kl. 23:40

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Magnús Helgi, það er alkunna að útrásarvíkingarnir nutu mikils velvilja hjá Samfylkingunni og einstökum ráðherrum hennar. Hver man ekki t.d. eftir gífurlegum áhuga Össurar á útrás orkuþekkingar til suður Ameríku svo bara lítið dæmi sé nefnt.

Hvaðan komu svo upplýsingar Kaupþings til Seðlabankans um mikinn og góðan vilja ríkisstjórnarinnar um lánveitinguna?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2015 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 1031751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband