Flokksformaður utan stjórnar

Ekki fæ ég séð að ferskir vindar leiki um Samfylkinguna á næstu mánuðum. Nýkjörinn formaður hefur lítið að segja við stjórn þjóðarinnar með Jóhönnu í stóli forsætisráðherra.

Jóhann hefur afskaplega einkennilegan stjórnunarstíl svo ekki sé meira sagt, sem einkennist af valdboði og hótunum ef samráðherra hlýða ekki skilyrðislaust.

Árni Páll hefur lýst því yfir að hann hyggist nota allt aðrar aðferðir þ.e.a.s. hann ætlar að byggja á samtalinu. 

Ansi er ég  hræddur um að næstu þrjá mánuði verði það eintal. 


mbl.is Árni kosinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rétt hjá þér Heimir.  Að óbreyttu verður Árni Páll ekki virkur útávið sem formaður SF fyrr en eftir næstu kosningar - og þá hefur stór hluti af liðinu greitt Bjartri framtíð atkvæði sitt.

Sennilega verður að kosningum loknum fyrsta og stærsta verk nýja formannsins að sameina undanvillingana móðurflokknum.

Kolbrún Hilmars, 2.2.2013 kl. 18:43

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hann getur sett Jóhönnu stólinn fyrir dyrnar og krafist forsætisráðherraembættisins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2013 kl. 18:53

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem nýkjörinn formaður stjórnarflokks væri utan stjórnar. Er það gleymt þegar Þorsteinn Pálsson væflaðist utan ríkisstjórnar mánuðum saman eftir að hann tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum, guðaði á glugga og vildi inn?

Samstaðan, einingin og virðingin fyrir nýkjörnum formanni var þvílík að enginn vildi standa upp fyrir Þorsteini. Allir létu eins og þeir sæju ekki klaufalega tilburði og vandræðagang Þorsteins og hlógu honum á bak. Úr þessu varð heljarmikill grátbroslegur farsi sem Sverrir Hermannsson kallaði "Stól fyrir Steina". Sverrir var einn þeirra sem neitaði að standa upp fyrir Þorsteini.

Stjórnunarstíll Þorsteins var svo kapítuli út af fyrir sig. Ólafur Þ. Þórðarson kallaði stuttan en alltof langan forsætisráðherraferill Þorsteins "dýrasta stjórnunarnámskeið Íslandssögunnar".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.2.2013 kl. 20:10

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Axel, stjórnunarnámskeið Jóhönnu hefur verið þjóðinni mjög dýrt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2013 kl. 22:35

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rétt Axel, það kann ekki góðri lukku að stýra að formaður flokks sé ekki jafnframt fremsti leiðtogi.

Ekki man ég samt eftir að Þorsteinn XD formaður hafi staðið frammi fyrir fylgishruni flokksins.

Kolbrún Hilmars, 3.2.2013 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband