Mig setur hljóðan

Það er ekki á hverjum degi sem boðið er upp á játningu alkóhólista í borgarstjórn Reykjavíkur. Svona ræðu semur enginn sem ekki hefur reynt á eigin skinni skaðsemi ofdrykkjunnar.

Hvort það er við hæfi að líkja heilli þjóð við sjálfan sig er svo annað mál, en það gerir borgarstjórinn í Reykjavík 2010.

Sem betur fer er aðeins lítill hluti þjóðarinnar alkar, hinir kunna að fara með áfengi. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur þó bent rækilega á vandamál alkóhólistans og fjölskyldu hans.

Hvenær rennur af honum? 


mbl.is Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki hef ég sérstaka löngun til að taka upp hanskann fyrir Jón Gnarr, en menn geta nú verið fróðir um alkóhólisma, án þess að vera alkar sjálfir. Veit reyndar ekkert hvort Jón er alki eða ekki, en ég veit að hann vann sem fyrirlesari og ráðgjafi hjá SÁÁ á Vogi fyrir mörgum árum síðan.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 10:38

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er hans einkamál hvort hann er alki eða ekki. Hann lýsir bara reynsluheimi fjölskyldu alkans svo vel að hann hlýtur að vera öðruhvoru megin borðsins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.12.2010 kl. 10:55

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já hann er það. Vinkona mín hefur verið með honum á fundum. Fínt bara..Og svo er ég sammála þér Heimir. Hans einkamál koma borginni og íbúum lítið við og næst segir hann okkur hvernig meltingin er.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.12.2010 kl. 11:00

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hefur ekkert heyrst af hægðum hans enn;)?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.12.2010 kl. 11:22

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"Mig setur hljóðan"

Þannig ertu eiginlega bestur...

Haraldur Rafn Ingvason, 15.12.2010 kl. 12:58

6 identicon

Bíddu má nú segja frá hverjir eru á fundum hjá AA hélt það væri brot á trúnaði að segja hverjir væru á fundum ??? vinkona þín Sigurbjörg ætti að athuga það áður en hún segir frá.

EF það hafa verið AA fundir, nú veit ég það ekki.  

Sigurveig Signý Róbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 13:49

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Haraldur, er ekki þreytandi að vera svona málefnalegur?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.12.2010 kl. 14:34

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Af AA-fundum á ekki að bera fréttir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.12.2010 kl. 14:45

9 Smámynd: Ragnar Einarsson

Skildist að 86% þjóðarinnar hefðu verið meðvirk bankaútrásarvíkingum,,,en bara 7 % kannast við það.

Ragnar Einarsson, 15.12.2010 kl. 21:00

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er það ekki einmitt kjarni málsins.... í meðvirkninni?

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 22:28

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Meðvirkni í hnotskurn:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.12.2010 kl. 22:43

12 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sigurveig.

Rosaleg viðkvæmni er þetta. Vinkona mín sagði í "hrifningarkasti" í vor fyrir kosningar að JG væri frábær og hún hafi hlustað á hann á Alanon fundi..sennilega til að reyna að sannfæra mig. Líklega hefur hún hlaupið á sig aldrei þessu vant. Ég bið forláts hafi ég sagt eitthvað sem hefði átt að liggja í þagnargildi. Ég veit ekki betur en hann tali sjálfur um þetta og það sé ekkert leyndarmál. Og þessi samtök eiga allann minn stuðning. En ég hélt að lokaðasti hópur landsins væru Frímúrarar en þar eru nöfn manna ekki leyndarmál, einungis umræðuefnin.

Gleði til ykkar allra.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.12.2010 kl. 08:05

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

ER það ekki sama með AA fundi. Menn fara ekki á þessa fundi með hulið andlit. Það er það sem fram fer á fundunum sem er trúnaðarmál.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.12.2010 kl. 13:53

14 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við segjum heldur ekki frá hverjir koma á fundina. Nafnleyndin er tryggð með nafninu AA= Alcoholic Anonymous.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.12.2010 kl. 14:14

15 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hversvegna þá ekki að miða við sykursýki? Nú eða brjóstakrabbamein?

Svo mætti líka notast við þunglyndi - lungnakrabba o.fl.

 Það er mannfyrirlitning að vera með svona samanburð og þeir sem styðja slíkt eru ekkert skárri en narr.

Það verður til dæmis fróðlegt að vita eftir að skammdeginu líkur hve margir alkar hafa fallið í valinn fyrir hendi Bakkusar eða eigin hendi - það væri líka fróðlegt að vita hvert annað tjón verður á þessum tíma sem er erfiður mörgum alkanum og fjölskyldum þeirra.

Þær upplýsingar munu ekki liggja á lausu - enda brenna þær bara á bökum alka og nánustu ættingjum.

En í ykkar huga er þetta aðeins skemmtilegur samanburður. Í hugum annara dauðans alvara.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.12.2010 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1031724

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband