Þau skilja ekki fyrr en skellur í tönnum

Það er sorglegt að fólk þurfi að grípa til örþrifaráða til að ná athygli stjórnvalda.

Ríkisstjórn búsáhaldabyltingarinnar nýtur ekki trausts og á að fara umsvifalaust frá völdum.

Byltingin étur börnin sín. 


mbl.is Eggjum rigndi yfir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Það er sorglegt að til þessa skuli þurfa að koma, en ég skil fólkið mætavel. Þessi ríkisstjórn virðist vera jafnhandónýt og sú sem á undan henni sat. Eini munurinn á þeim er að sú fyrri var brunalið en þessi er að rembast við að vera slökkvilið.

Gísli Sigurðsson, 1.10.2010 kl. 14:35

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er þekkt staðreynd að oftar en ekki étur byltingin börn sín, jafnvel þó börnin hafi oft á tíðum haft hervald að baki sér.

Gunnar Heiðarsson, 1.10.2010 kl. 14:37

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Því miður eru engar líkur til, að núverandi Alþingi skilji vitjunar-tíma sinn. Sjálfur forsætisráðherra hefur ítrekað sýnt Stjórnarskránni örgustu fyrirlitningu. Fjármálaráðherrann hefur staðið fyrir samningum við erlend ríki um Icesve-kröfur nýlenduveldanna, án þess að nokkrar forsendur væru fyrir kröfunum og samningagerðin skýrt brot á Stjórnarskránni.

Þá hafa heilu þingflokkarnir verið staðnir að undirmálum, í þeim tilgangi að víkja eigin flokksmönnum undar réttarfars-reglum sem bundnar eru í Stjórnarskránni. Frönsku byltingarmennirnir 1789 hefðu vitað hvað þarf að gera við Alþingismenn , ef þeir víkja ekki úr sæti og boðað verður til kosninga.

Menn ættu að kynna sér hversu sláandi líkar aðstæður eru á Íslandi 2010 og voru í Frakklandi 1789.

http://is.wikipedia.org/wiki/Franska_byltingin

http://www.zimbio.com/member/altice

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.10.2010 kl. 14:55

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ástandið er enn hömulegra en þarf að vera vegna aðgerðaleysis stjórnarherra. Þau virðast ekki skilja að fólk er beinlínis á götunni og fjöldinn allur er matarlaus. Svo básúna þau dag inn og dag inn hvað Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið blindur!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.10.2010 kl. 15:36

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Heimir. Ég held að það sé hætt að bíta á almenning kenningin um hið liðna..Nú eru það stjórnarherrar dagsins í dag sem fá það óþvegið. Þau eru bara ekki að skilja það!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 1.10.2010 kl. 16:42

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ef þau skynja ekki óánægjuna, eiga þau ekki rétt á stólunum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.10.2010 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1031781

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband