Jóhanna og Steingrímur J. skulda okkur skýringu - þau eru á vaktinni

Hvernig stendur á því að Jóhannes Jónsson fær  tólf mánaða laun og 90 milljón króna eingreiðslu frá ríkisbankanum Arion?  

Hvers vegna er ríkið að gefa honum fjallháar fjárhæðir?

Jóhannes og fjölskylda hans hafa ekkert með verslanir Haga að gera lengur og hafa bara valdið þjóðinni tjóni.

Steingrímur J. og Jóhanna eru á vaktinni og skulda okkur skýringu.

Jóhannes hefur beint og óbeint leitt fleiri fjölskyldur í örbyrgð og er svo verðlaunaður af ríkisstjórn Íslands með himinháum peningagjöfum.


mbl.is Sérstök tilfinning að kveðja Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Heimir !

  Nú er ég þér lega sammála .  -

  En muni ég rétt þá skyldist mér á Finni Árnasyni fv. fyrirskríbent Arion að þessi maður væri með öllu ómissandi til að hægt væri að reka þessa sjoppu , já þessi Finnur er mikill brandarakarl á sorglegan máta .

  Eigum við að innbyrða bjór og losa okkur síðan við þá (þ.e. bjórana) á leiði þeirra feðga , fari þeir á undan okkur ?

  Til er ég .

Hörður B Hjartarson, 31.8.2010 kl. 01:16

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Til er ég, ef hann er laus við alkóhól!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.8.2010 kl. 08:20

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Hvaða hvaða - ert þú orðinn kvótalaus eða hvað ?

Hörður B Hjartarson, 1.9.2010 kl. 01:55

4 Smámynd: Trausti Þór Karlsson

Er ekki Arion banki í eigu erlendra fjárfesta?

Jóhannes hlýtur að hafa rétt á einhverskonar starfslokasamning sem oftar en ekki er 12 mánuðir. Ég veit svosem ekkert hver launasumman er en karlgreyið hlýtur að njóta sömu réttinda og aðrir sem eru að láta af störfum og eiga rétt á slíkum samning.

Er það svo ekki rétt hjá mér að þessar 90 milljónir fær hann greiddar fyrir það að stofna ekki fyrirtæki í samkeppni við Haga-fyrirtækin og hann afsalar sér 10% forkaupsrétti á Högum?

Trausti Þór Karlsson, 1.9.2010 kl. 13:31

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Á meðan ekki er vitað hverjir hinir erlendu fjárfestar eru telst ríkið fara með forsjá bankans. Jóhannes var titlaður stjórnarformaður í tíu mánuði og fékk tvær milljónir á mánuði í laun fyrir það. Það getur engan veginn skýrt það með réttu að hann eigi að fá tólf mánaða biðlaun. Þá fær hann 90 milljóna króna eingreiðslu fyrir að hætta.

Jóhannes gat aldrei gert tilkall til forkaupsréttar á Högum vegna þess að þeir feðgar skilja 50 þúsund milljóna krína skuld sem verður afskrifuð af Arion-banka.

Hvernig í veröldinni er hægt að réttlæta þessar gerði vakthafandi ráðherra?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.9.2010 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 1031779

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband