Upp kemst um lygar og ferillinn búinn

Það fór þá ekki svo að ferill Jóhönnu upp á borði Sigurðardóttur endaði með ósköpum. Það gat auðvitað ekki verið að Lára V. Júlíusdóttir hefði fundið það hjá sjálfri sér að hækka laun Más Guðmundssonar seðlabankastjóra og segja jafnframt að hún væri að fylgja línu frá forsætisráðuneytinu.

Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir sór og sárt við lagði að hvorki hún né nokkur annar í hennar ráðuneytinu hefði gefið nokkuð sem ádrátt um launahækkun Más, allt úr lausu lofti gripið.

Nú eru lygarnar komnar fram í dagsljósið og Lára V. sagði allan tímann satt. Már sagði satt og allir hinir sem héldu sig við orðin úr forsætisráðuneytinu.

Eftir stendur Jóhanna berskjölduð með lafandi lygarnar utan á sér. 

Þannig lýkur hún ferlinum sem pólitíkus, hafði fyrir fáeinum misserum hótað að feta í fótspor ömmu sinnar og nöfnu og verða hundrað ára.

Gamla Alþýðuflokksfólkið hefur þá allt orðið lygum og spillingu að bráð. Nafnalistinn er langur. 

Getur kjötkatlakommin Steingrímur J. látið óátalið? eða Ögmundur? Mikið er geð þeirra ef svo er. 


mbl.is Már og Jóhanna ræddu launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég er búin að gefast upp á Jóhönnu og það á við um flesta vitiborna Íslendinga!

Sigurður Haraldsson, 6.6.2010 kl. 01:01

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Báðir tilbúnir að trúa þessari frétt mbl.is án þess að gera eðlilegan fyrirvara um hver stýrir þessum fjölmiðli.

Ekki að stressa ykkur yfir því að Jóhanna er þegar búin að svara þessu. T.d. á Alþingi og svo á www.pressan.is í kvöld. Þar segir hún:

Ég sagði honum það afdráttarlaust í samtali okkar áður en hann sendi póstinn að það væri ekki í mínum verkahring að koma að launamálum.

Tölvupósturinn hafi síðan borist og afrit send á Ragnhildi Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra og Láru V. Júlíusdóttur, formanns bankaráðs Seðlabankans.  Jóhanna segir við Pressuna að hún hafi ekki svarað póstinum og ekki haft nein frekari afskipti af málinu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.6.2010 kl. 02:31

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég fullyrti strax í upphafi að Lára segði satt -

Að Jóhanna væri stórlygari í málinu vissi ég ekki - en kemur ekki á óvart.

Þeim fjölgar sífellt afsagnarástæðum hennar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.6.2010 kl. 03:23

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Reynt að einfalda málið segir Lára, svo það líti betur út..Ætli það sé svona að hafa allt uppi á borðum? Setja það í fyrirfram ákveðnar pakkningar.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.6.2010 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband