Fróðleiksmolar frá Baugspenna

Baugspenninn Ólafur Arnarson sem hefur varið meinta fjárglæframenn með oddi, penna og egg að undanförnu hefur komist að niðurstöðu. Sérstakur saksóknari fær kaldar kveðjur frá syni fyrrum forseta Hæstaréttar og umdeilds hæstaréttarlögmanns.

Hann hefur hingað til lagt fæð á alla þá sem efast um heilindi Baugsfeðga, Pálma Haraldssonar, Hannesar Smárasonar og Hreiðars Más Sigurðssonar svo fáeinir séu nefndir.

Hér er nýjasta ritsmíðin úr smiðju Ólafs: 

"06. maí 2010 - 20:51Ólafur Arnarson

Fjölmiðlasirkus Ólafs Þórs Haukssonar

Sérstakur saksóknari hefur í dag handtekið tvo fyrrverandi stjórnendur Kaupþings. Fram hefur komið, að óskað hefur verið eftir tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra. Ekki hefur á þessari stundu fengist gefið upp hvort óskað verði gæsluvarðhalds yfir Magnúsi Guðmundssyni fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og núverandi forstjóra Banque Havilland.

Hreiðar Már Sigurðsson er bróðursonur eiginkonu minnar, eins og oft hefur komið fram og víða. Ég þekki því Hreiðar Má og fjölskyldu hans vel þó að ekki sé daglegur samgangur á milli. Þó að ég reikni með, að flestir, sem lesa mína pistla, viti af tengslum mínum við Hreiðar finnst mér rétt að vekja sérstaka athygli á þeim hér.

Meira en eitt og hálft ár er nú liðið frá því að bankahrunið varð. Meira en eitt og hálft ár er liðið frá því að Hreiðar Már lét af störfum hjá Kaupþingi. Sérstakur saksóknari hefur rannsakað mál tengd bankahruninu í meira en heilt ár. Rannsókn hans virðist að mestu hafa beinst að Kaupþingi allt frá upphafi. Því vekur furðu, að nú komi skyndilega upp sú staða, að rannsóknarhagsmunir kalli á, að Hreiðar Már og fleiri stjórnendur Kaupþings séu hnepptir í gæsluvarðhald.

Hvernig hefur rannsókn sérstaks saksóknara verið háttað fram til þessa? Telur hann miklar líkur á að Hreiðar Már fari inn í Kaupþing og spilli rannsóknargögnum? Er mögulegt, að embætti sérstaks saksóknara sé ekki komið með öll nauðsynleg rannsóknargögn nú rúmu einu og hálfu ári eftir að Hreiðar Már hvarf úr starfi? Hverjum er það þá að kenna?

Síðasta sumar voru framkvæmdar húsrannsóknir á heimilum stjórnenda Kaupþings. Margir mánuðir eru síðan gerð var húsrannsókn hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Séu það gögn, sem hald var lagt á í þessum húsrannsóknum, sem eru kveikjan að gæsluvarðhaldsbeiðni sérstaks saksóknara nú, vekur það spurningar um hvort það embætti veldur yfirleitt verkefni sínu.

Sérstakur saksóknari sagði í ljósvakamiðlum í kvöld, að upplýsingar úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafi verið meðal þess, sem kallaði á handtöku Kaupþingsmanna. Nú er liðinn næstum mánuður frá útkomu skýrslunnar og spurning hvers vegna var þá beðið svo lengi með handtökur.

Sérstakur saksóknari gaf í kvöld í skyn, að Hreiðar Már hefði ekki verið samvinnuþýður við yfirheyrslur og jafnframt boðaði hann frekari handtökur og lýsti áhyggjum sínum yfir því að menn myndu reyna að forðast handtökur. Saksóknarinn lét þess hins vegar ógetið, að Hreiðar Már hefur oftar en einu sinni orðið við beiðni um að koma til að vera við yfirheyrslur hér á landi þrátt fyrir að hann sé búsettur erlendis. Ekki bendir það til þess að hann sé ósamvinnuþýður við embætti sérstaks saksóknara.

Gert út á almenningsálit

Sérstakur saksóknari flutti mál sitt í fjölmiðlum í kvöld. Hann taldi upp mikinn fjölda af afbrotum og fullyrti, að Hreiðar Már stæði frammi fyrir átta ára fangelsi fyrir margvísleg afbrot. Ekki var laust við, að maður fengi á tilfinninguna, að handtökurnar í dag væru meira fyrir fjölmiðlana en réttvísina. Svo mikið er víst, að sérstakur saksóknari fælist ekki sviðsljós fjölmiðla. Það er ávallt ógeðfellt þegar fulltrúar réttarkerfisins kjósa að flytja mál sitt í fjölmiðlum fyrir dómstóli götunnar fremur en að færa sönnur á mál sitt fyrir dómstólum réttarkerfisins...."

Ritgerðin er lengri, vísa ég á pressan.is 


mbl.is Fluttur í fangaklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Þessi maður á verulega bágt.

Hamarinn, 6.5.2010 kl. 21:27

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er erfitt að verja auman málstað.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.5.2010 kl. 21:39

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er algerlega ótrúleg ritsmíð.  Nú er bara að bíða eftir pistli frá Bubba Mortens.

Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2010 kl. 21:53

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já vá!..Ruglaður sjálfstæðismaður;) Passar vel við færslu þína Gefið á garðann!

Mér hefur öfugt við það sem Ólafur segir, fundist maðurinn frekar hlérægur.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.5.2010 kl. 21:55

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þeir eru góðir saman, Ólafur og Bubbi!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.5.2010 kl. 22:00

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hehe..Hlédrægur..Var ekki einhver að leiðrétta!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.5.2010 kl. 22:02

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er hissa á Ólafi að óhreinka sig frekar á þessum kauðum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.5.2010 kl. 22:20

8 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það hefur margur svokallaður "fræðimaðurinn" óhreinkað sig við að verja vondan málstað.

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 00:52

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Dæmi; Sigurður G. Guðjónsson, Þorvaldur Gylfason og margir aðrir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.5.2010 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1031843

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband