Ekki segja satt

Alþingismenn þola sannleikann misvel. Þeim ofbýður framkoma Gunnars Braga Sveinssonar í greinargerð með tillögu um að halda okkur í raunveruleikanum og draga umsókn um ESB-aðild til baka, sem fengin var með ofbeldi á Alþingi.

Staksteinar Morgunblaðsins orða þetta vel:

 

"Spurningar spunakonu

Katrín Júlíusdóttir á stórleiki þessa dagana. Hún fer nú til dæmis fram á að utanríkisráðherra rökstyðji þá afstöðu sína að ekki hafi í raun verið meirihlutavilji á Alþingi fyrir umsókn um aðild að ESB 16. júlí 2009, heldur hafi umsóknin verið hluti af pólitísku samkomulagi stjórnarflokkanna. Og hún spyr hver meirihlutaviljinn hafi verið.

 

Þetta er með miklum ólíkindum en hluti af hinum ógeðfellda spuna sem haldið hefur verið uppi frá því snemma árs 2009. Fyrir liggur að VG keypti sig inn í ríkisstjórn með því að fórna þeirri grundvallarstefnu sinni og loforði að vilja ekki aðild að ESB.

 

Þetta er margyfirlýst og kom meira að segja fram í atkvæðaskýringum þennan stóra svikadag.

 

Svandís Svavarsdóttir fór þá ítarlega yfir það hve sannfærð hún væri um að Ísland ætti ekki að ganga í ESB en greiddi svo atkvæði með umsókn.

 

Álfheiður Ingadóttir sagðist vera „eindreginn andstæðingur þess að Ísland gangi í ESB“ en sagði já.

 

Katrín Jakobsdóttir núverandi formaður flokksins, sagðist telja hagsmunum Íslands betur borgið utan ESB en innan og sagði svo já.

 

Þetta eru aðeins þrjú dæmi um þingmenn sem fóru gegn sannfæringu sinni til málsins og ef þeir hefðu ekki gert það hefði Ísland ekki sótt um aðild."

 


mbl.is „Við eigum að vera hér fyrir fólkið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt að láta félagsmenn vita

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni veltir umtalsverðum fjármunum. Fyrirvaralaus uppsögn Sigurðar Einarssonar framkvæmdastjóra félagsins kallar á vangaveltur um misferli í starfi, eða annað ósæmilegt athæfi.

Það er sjálfsögð skylda forráðamanna félagsins að greina honum og félagsmönnum frá ástæðum uppsagnarinnar og það áður en dómstóll götunnar kveður upp sinn dóm. 


mbl.is Sigurði Einarssyni sagt upp störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2014

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1031783

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband