Færsluflokkur: Borgarstjórn

Reynsla af starfi vagnstjóra hjá Strætó, kapítuli 2.

Það þykir ekki góð latína að tjá sig opinberlega um fyrirtækið sem maður þiggur laun frá, en nauðsyn brýtur lög. Eftir nær fjögurra ára kynni mín af Strætó bs. hef ég komist að ýmsu sem ég hélt að væri ekki til í nútíma fyrirtæki og því miður ekki allt geðfellt.
Mörgum hefur þótt miða hægt í að kveða niður ýmsa gamla drauga innan fyrirtækisins. Ár eftir ár og áratug eftir áratug hefur viðgengist að trúnaðarmenn starfsmanna sæta aðkasti félaga sinna vegna starfa sinna. Svo langt hefur gengið að margir hafa gefist upp og horfið til annarra starfa því lífið á vinnustað var orðið þeim óbærilegt. Frá þessu hafa margir starfsmenn sagt mér og þekki ég menn sem neyðst hafa til að fara frá fyrirtækinu. Ástandið er á allra vitorði þar á meðal yfirmanna Strætó bs. en ekkert er að gert. Starfsmaður kærði fyrir mörgum mánuðum einelti sem þá hafði staðið mánuðum saman með ógeðfelldum sögusögnum o.fl. en þrátt fyrir ítrekun kærunnar höfðust menn ekki að. Yfirmenn sem ekki sinna slíkum málum gera sig um leið seka um að taka undir með þeim sem að eineltinu standa og versnar þá hagur þess er fyrir eineltinu verður margfalt.
Það versta er að klíkur eða klíka innan fyrirtækisins sem stýrt er af millistjórnanda fær að vaxa og dafna óáreitt.
Öllum breytingum tekur klíkan illa og snýst alltaf til varnar og hvetur til ólöglegra aðgerða. Hún hefur skipulagt skemmdarverk á ákveðnum þjónustuleiðum og margt fleira í þeim dúr. Þegar svo ábyrgir starfsmenn reyna að hamla á móti hvort heldur er í ræðu eða riti eru þeir dæmdir félagslega óhæfir og skipulögð ófræging er hafin gagnvart viðkomandi.
Reyndar á svona hreinskilni ekki heima í opinberri umræðu, en þegar önnur tækifæri gefast ekki verður svo að vera.
Ætli yfirmenn Strætó bs. að gera vinnustaðinn mannsæmandi verða þeir að taka til hendi og það strax.

Guðmundur Þóroddsson féll líka á prófinu.

Það er margt sjálfsagt til í ummælum Össurar Skarphéðinssonar, ég held að það að koma Vilhjálmi Þórmundi frá völdum hafi verið leiðarljós Hönnu Birnu, Gísla Marteins og Þorbjargar Helgu. Skömm þeirra er mikil að sjá ekki heildarhagsmunina fyrir sem þau fórnuðu.
Svo er hitt að Guðmundur Þóroddsson gerði sér ekki gein fyrir að Alfreð Þorsteinsson var ekki lengur til að ráðskast með og þar af leiðandi undirbjó hann málið ekki nægjanlega vel í hendur Vilhjálms Þórmundar og annara borgarfulltrúa.
Hann var orðinn svo vanur að hafa Alfreð Þorsteinsson í vasanum að hann uggði ekki að sér.


mbl.is Össur: Valdarán sexmenninganna skaðaði OR gríðarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóna Rut Guðmundsdóttir fær það vandasama verkefni að móta þjónustu Reykvíkinga við geðfatlaða.

Jóna Rut Guðmundsdóttir hefur verið ráðin til að hafa yfirumsjón með málefnum fatlaðra í Reykjavík. Borgarstjórn hefur ákveðið að fara Akureyrarleiðina í þjónustu við geðfatlaða sem einfaldar mjög öll boðskipti innan kerfisins og býður upp á betri þjónustu.
Jóna Rut hefur í rúm tvö ár veitt Búsetu- og stuðningsþjónustunni að Gunnarsbraut 51 forstöðu og hefur lyft Grettistaki á þeim skamma tíma við að koma sjúklingum áleiðis til betra lífs.

Af skaðsemi nagladekkja og fækkun fata.

Það telst sannað mál að nagladekk spæna upp malbik og svifryk sem af því myndast er talið mjög heilsuspillandi, einkum fólki með slæmsku í lungum. Þá er talið að skaðsemin sé hvergi nærri talin. Væri ekki nær fyrir borgaryfirvöld með lækni í fararbroddi að banna nagladekk frekar en að skipta sér af stelpum sem hafa gaman af að fækka fötum í nærvist karla sem borga þeim fyrir viðvikið? Stúlkurnar gætu í versta falli kvefast.
mbl.is Borgarráð leggst gegn starfsemi nektarstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er á jörðinni, en hvar ert þú Ármann Kr. Ólafsson?

Þegar formaður stjórnar Strætó bs. segir að það taki því ekki að innheimta 300-350 milljónir króna sem fyrirtækið hefur í tekjur beint frá almenningi, spyr ég hvort við búum á sömu plánetunni.

Hrós fá allir þeir sem EKKI hafa bloggað gegn borgarstjóra og ekki fallið í gryfju illmælgi og slúðurs.

Sú orrahríð sem staðið hefur yfir undanfarna daga og stendur enn og beint er gegn Vilhjálmi Þórmundi Vilhjálmssyni borgarstjóra er í senn hörmuleg og vandræðaleg í senn.
Borgarstjóri hefur unnið manna mest til að efla og auka samstarf við borgarbúa og hefur lagt sig allan fram að vinna okkur borgurunum heilt.
Hann hefur "samstarfsmenn" í orkugeiranum sem leggja sig fram um að stjórna málum framhjá kjörnum fulltrúum borgaranna og eiga eftir að súpa seyðið af því.
Hrós fá allir þeir sem EKKI hafa bloggað gegn borgarstjóra og ekki fallið í gryfju illmælgi og slúðurs.
Ef fram heldur sem horfir munum við nokkur stofna VILLAVINAFÉLAGIÐ um næst komandi helgi;-)

Getraun.......

"Strætó bs. er framsækið og metnaðarfullt fyrirtæki sem býður starfsfólki sínu góða vinnuaðstöðu. Hjá Strætó starfar um 200 manna samhentur hópur sem hefur það markmið að veita góða þjónustu á mannlegum nótum þar sem þörfum hvers og eins er mætt af sanngirni. Strætó bs. leggur metnað sinn í að viðhalda jákvæðri starfsmannastefnu í anda Reykjavíkurborgar og leggur ríka áherslu á að allir yfirmenn séu þess meðvitaðir".

Er þetta satt?


Mikið fagnaðarefni.

Það er okkur í 101 mikið fagnaðarefni að svo myndarlega skuli verið tekið á vanda miðbæjarins og aðliggjandi hverfa.
Ég sem er alinn upp á þessum slóðum þori orðið ekki fyrir mitt litla líf að fara einn í miðbæinn að kvöldi til um helgar.
Sama er að segja um snemma á laugardags- og sunnudagsmorgnum, en vinnu minnar vegna þarf ég oft að fara um þessar slóðir, en legg frekar lykkju á leið mína en að hætta lífi og eða limum á þessum slóðum.
Kannski kemur sá tími aftur að venjulegt ódrukkið fólk vogar sér að ganga um borgina sína á síðkvöldi.
mbl.is Hiti í gestum miðborgarþings í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefán og Vilhjálmur bregðast við vandanum.

Allt of lengi viðgekkst stjórnleysið í Miðborginni um helgar, en nú er sem betur fer spyrnt við fótum. Maður hefur horft upp á þetta árum saman og bölvað í hljóði.
Umgengnin er svo fyrir neðan allar hellur að undrun sætir að ekki hafi verið brugðist við fyrir mörgum árum síðan.
Glösum, flöskum og matarumbúðum fleygt hvar sem er og sóðaskapurinn við pylsuvagna og annan skyndibita yfirgengilegur.
Fyrrverandi lögreglustjóri lpokaði báðum augum fyrir ástandinu og fyrrverandi borgaryfirvöld líka. Nema hvað þau hældu sér stundum yfir "kráamenningunn" sem þau höfðu komið á.

mbl.is Fjórtán handteknir fyrir hegðunarbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan koma svo nákvæmar upplýsingar?

Hvaðan í ósköpunum koma þessar upplýsingar um fjölgun farþega?
Hefur verið talið?
mbl.is Strætófarþegum í ágúst fjölgaði um 5% milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 1033129

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband