Mikið fagnaðarefni.

Það er okkur í 101 mikið fagnaðarefni að svo myndarlega skuli verið tekið á vanda miðbæjarins og aðliggjandi hverfa.
Ég sem er alinn upp á þessum slóðum þori orðið ekki fyrir mitt litla líf að fara einn í miðbæinn að kvöldi til um helgar.
Sama er að segja um snemma á laugardags- og sunnudagsmorgnum, en vinnu minnar vegna þarf ég oft að fara um þessar slóðir, en legg frekar lykkju á leið mína en að hætta lífi og eða limum á þessum slóðum.
Kannski kemur sá tími aftur að venjulegt ódrukkið fólk vogar sér að ganga um borgina sína á síðkvöldi.
mbl.is Hiti í gestum miðborgarþings í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jóhann Guðmundsson

Ertu ekki svolítið að mála skrattann á vegginn?  Hef ekki tölu á því hversu oft ég hef verið í miðbænum um helgar, og hef ég enn ekki orðið fyrir því ólani að vera tuskaður til eða barinn í klessu. Og ef ómynnishegrinn er ekki að hrjá mig núna þá man ég ekki til þess að nokkur sem ég þekki hafi lent í því.  Heldur hef ég bara lesið um þetta í blöðunum og séð í fréttum. Ísland er að verða eins og Ameríka með þetta kjaftæði við sjáum aðeins myndir af ólátaseggjum í fréttunum og því heldur fólk að það sé það eina sem bærinn hefur uppá að bjóða.

Björn Jóhann Guðmundsson, 17.9.2007 kl. 22:00

2 identicon

Ef maður þolir ekki lætin þá á maður bara að koma sér í burtu. Fjölskyldan mín hefur búið í miðbænum í áratugi og höfum við oft séð ástandið verra. Fyrir svona 10-15 árum var algengt að skemmdarverk væru unnin á húsinu og garðinum, eitthverju stolið úr garðinum, æla í garðinum, mannaskítur, dautt fólk, blóðpollar, drukkið fólk að ryðjast inn til manns osfrv. Höfum ekki lent í neinu svoleiðis undanfarið, fyrir utan eitt atvik þar sem nágranninn ruglaðist á húsum og svaf á ganginum hjá okkur, en svoleiðis gerist fyrir bestu menn. Ég hef aftur á móti orðið var við meiri háfaða og "almennan sóðaskap". Þá er maður að tala um einstaka dós, bréf utan af skyndibitum og einstaka brotin flaska og svo rosalega vond áfengis og reykingarlykt sem gýs upp um helgar, sem ég fann ekki áður.

Ég man líka þegar skemmtistöðunum var öllum lokað á sama tíma var ofbeldi mikið vandamál. Um hverja helgi heyrði maður af fólki sem var búið að berja og það lá milli heims og helju á sjúkrahúsi. Ég þekki eina stelpu sem varð fyrir heilaskaða á þessum tíma og eina stelpu sem olli annari heilaskaða á þessum tíma, þetta var rétt áður en reglum um opnun skemmtistaða var breytt. Það var nefninlega í tísku að ganga í hermannaklossum á þessum tíma og sparka í höfuðið á fólki.

Á þessum tíma var algent að ég yrði fyrir áreiti eða öðrum óþægindum völdum "vandræðalíðs" sem ég verð voðalega lítið var við í dag.

í dag sé ég sé ungt fólk skemmta sér úti á götum borgarinnar, lang lang flesta hegða sér vel. Svo sé ég lögguna með læti sem skapa að mínu mati oft minn spennig í fólki. Allt til að þagga niður í röflurum eins og þér. 

Eitt stærsta vandamálið sem ég sé í miðbænum í dag er sóðaskapur sem er í gangi alla vikuna, það er verið að krota eitthvað djöfulsins krass á alla veggi og rusl fýkur um allan bæinn af því að það eru 3 ruslatunnur í öllum miðbænum, eða eitthvað álíka.

Ég veit líka að erlendis hefur það ekki leyst vandamálið að fara með skemmtistaði út í úthverfi, það hefur bara dreyft vandanum og lætin sem voru í mibænum eru komin í úthverfin. Fólk sem hélt að það hefði keypt íbúð í rólegu hverfi er ekki lengur í rólegu hverfi heldur í sama hverfi og næturkúbbur. Fasteignaverð hefur lækkað í þessum úthverfum og eignir næst stöðunum eru næstum óseljanlegar. Það myndi aldrei gerast í miðbænum að því að fólk veit hverju það gengur að þegar það kaupir eign þar. Við vissum það.

Bjöggi (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 23:10

3 identicon

Ég bý í miðbænum á stúdentagörðum við Lindargötu svo til að komast heim þarf ég að rölta eftir götum miðbæjarins m.a. Hverfisgötu og hef aldrei nokkru sinni lent í neinu áreiti eða veseni.  Ekki legg ég lykkju á leið mína til að komast heim.  Undarleg þessi umræða um "ástandið" í miðbænum þegar eins og Bjöggi segir það hefur verið svo miklu miklu verra.  

Vonandi að þessari stanslausu óttaherferð fari að linna.   

Elín (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 08:21

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ástandið hefur verið miklu verra segið þið og hafið sjálfsagt rétt fyrir ykkur. En að ganga í gegnum miðbæinn hvort heldur er Austurstræti, Hafnarstræti eða Tryggvagötunú eða nærliggjandi götur snemma á laugardags- og sunnudagsmorgnum er bara ekki vandalaust. Útúrdrukkið og/eða uppdópað fólk gefur sig á tal við mann með tilheyrandi fjarstæðurugli og ef þú vandar ekki orðaval þitt þegar þú ert neyddur bókstaflega til að stansa er voðinn vís.

Það er þetta sem ég er að tala um af reynslu.

Líka hef ég séð uppspíttaðan dyravörð í Hafnarstræti hvað eftir annað ganga í skrokk á gestum staðarins þegar þeim hefur verið meinuð aðganga eða hafa gefið sig á tal við hann.

Ég er bara ánægður að þið þolið þetta, en ég er ekki ánægður með að ykkur skuli þykja ástandið eðlilegt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.9.2007 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1031835

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband