Færsluflokkur: Borgarstjórn
30.8.2007 | 18:03
Borgarráð þorir að horfast í augu við vandamálin og taka á þeim.
Ástandið í miðbænum hefur verið ólíkindum í mörg undanfarin ár og þeir sem þar dveljast um helgar eru ekki síður hneykslaðir á sinnuleysinu en við hin sem sjáum ástandið úr fjarlægð.
Ég keyrði leigubíl um níu mánaða skeið fyrir nokkrum árum og ástandið hefur ekki batnað síðan segja mér starfandi leigubílstjórar.
Hreinni borg.
Efnt til samráðs við leigubílstjóra um akstur í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2007 | 15:23
Þvagílát á ferðinni. Farandkoppar.
Er ekki nauðsynlegt að ráða fólk til starfa í miðborgina um helgar sem gengi um með fötur til að taka við þvagi háttvirtra borgarbúa og gesta.
Það ku vera hægt að fá sérútbúnar rennur fyrir kvenfólk að pissa standandi.
Ekki virðast þeir hafa fengið leiðsögn heima hjá sér hvernig skuli staðið að þvagláti tengdu skemmtunum utanhúss.
Eða kannski bara aldir upp við þessa umgengni, Hver veit?
Eigendur skyndibitastaða í borginni allri ættu svo að verða skyldaðir til að þrífa utanhúss eftir lokun hverju sinni.
Það sagði mér úlendur ferðamaður um daginn að hann hefði aldrei séð jafn beygð stjórnvöld og hér á landi, að láta þessa umgengni viðgangast.
Hreinni borg.
Bæta þarf fimm salernum við í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Borgarstjórn | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 14:49
Sóðaskapur á Ásvallagötu.
Til að mynda er kúkur búinn að vera fyrir framan einn kjallaraglugga í fleiri daga. Ég tók eftir því áðan að hann hefur látið á sjá, orðinn fölari og minni eftir rigninguna góðu. Það verður fróðlegt að fylgjast hvort hann endist haustrigningarnar.
Fyrir framan næsta kjallaraglugga eru nær óteljandi vindlingastubbar við opinn gluggann. Auðvitað er mikið þægilegra fyrir húsráðanda að fleygja sorpinu út um gluggann í stað þess að setja í sorpílát innan dyra og þurfa svo að arka alla leið út í tunnu einu sinni eða oftar í viku hverri.
Annars hafa vesturbæingar séð sóma sinn í að fleygja ekki rusli næst heimilum sínum eða það hélt ég að minnsta kosti.
Hreinni borg.
25.8.2007 | 01:53
Borgarstjóri blóðugur upp að öxlum.
Fyrirsögnin er tekin að láni frá Sverri Hermannssyni frá því um árið.
Borgarstjóri stendur í stórræðum í hinum ýmsu krókum og kimum borgarinnar og er að vinna óhemju þarft og gott verk.
Hvarvetna eru merki sukks og óstjórnar eins og fjárhagur borgarinnar bar með sér þegar núverandi meirihluti tók við.
Tiltektin eftir fyrri meirihluta er mikið meira verk en fólk almennt gerir sér grein fyrir og árangurinn á eftir að koma í ljós.
Þjóðin býsnast yfir Grímseyjarferjukostnaði upp á 300 - 400 milljónir króna og vill hengja einhvern.
Borgin fór út í rafrænt greiðslukerfi fyrir strætó og sundstaðina. Kostnaðurinn er kominn yfir 500 milljónir króna og er ekki séð fyrir endann á þeim skandal. Borgarstjóri tekst á við það verkefni eins og mörg önnur og er ekki að berja sér á brjóst yfir árangrinum sem á eftir að koma í ljós.
Svo haldið þið ekki vatni yfir nokkrum kældum bjórum!!!!!!
Borgarstjóri: Mín vegna má setja kælinn upp aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2007 | 13:18
Mun Strætó bs. ná fyrri reisn?
Margir gera þér grein fyrir því að R-listinn gekk nær því af Strætó bs. dauðu.
Fyrirtækið skuldar langt umfram eignir og ætti að gera það upp.
Þess hefði örugglega verið krafist ef það væri í einkaeigu.
Breytingarnar eða öllu heldur byltingin sem gerð var í júlí 2005 hlýtur að vera öllum sem að stjórnmálum koma víti til varnaðar.
Orð þáverandi formanns stjórnar Strætó bs. Björk Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa, svaraði því til þegar eldri borgarar kvörtuðu yfir auknum gönguvegalengdum í strætó að nýjar kerfið væri ekki sett upp fyrir sérhópa og eldri borgarar væru ekki nema 4-5% af viðskiptavinum fyrirtækisins.(!)
Eftir kollsteypuna í júlí 2005 hafa starfsmenn lagt nótt við dag að reyna að leiðrétta stefnuvillu fyrrverandi stjórnar og er langt í land að það náist.
Einn er sá starfsmaður sem öðrum fremur ber ábyrgð á ástandinu og enn er honum hossað.
Sá hefur lagt mörgum fleiri en Björk Vilhelmsdóttur orð í munn og gerir enn.
10.8.2007 | 20:34
Hinsegin dagar í Engey.
Þá trufla þau engan og geta glaðst saman yfir einstökum hæfileikum sínum.
Strætó þyrfti ekki að beyta leiðum sínum um bæinn og almenningur gæti ekið Lækjargötuna óáreitt.
Lækjargötu lokað vegna Hinsegin daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2007 | 17:13
Framtíðarforingi í íslenskum stjórnmálum. Höfðar til kjósenda langt út fyrir raðir Framsóknar.
Björn Ingi er verðugur formaður borgarráðs. Ég hef fylgst með honum í borgarstjórn og hér á Mbl. blogginu og sé að þar fer víðsýnn og að ég held heiðarlegur maður.
Borgarfulltrúar sem kjörnir hafa verið af okkur að sjálfsögðu mega ekki gleyma því hverju þeir hétu okkur þegar þeir föluðust eftir atkvæði okkar.
Við kjósendur erum sem betur fer meðvituð um ýmis þau mál sem borgarfulltrúar glíma við í umboði okkar og þykir okkur mikils misskilnings gæta þegar þeir virða okkur og skoðanir okkar að vettugi.
Það hefur verið fróðlegt fyrir okkur skattgreiðendur að fylgjast með opinberri umræðu um málefni Strætós bs.
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi hefur upplýst opinberlega að rekstur tölvubúnaðar sem er í vögnunum og er til þess ætlaður að gefa skiptimiða og lesa af skólakortum sem senn heyra fortíðinni til kosti okkur skattgreiðendur yfir 100.000.000 - eitt hundrað milljónir króna á ári hverju. Eða laun svona 25 vagnstjóra með launatengdum gjöldum. Eða 274.000 krónur á dag allan ársins hring!
Skiptimiðarnir eru þó heldur síðri en þeir sem áður voru efnir út því þá er hægt að tímastilla og fara þar með eftir leiðbeiningum sem eru í leiðabók hvað varðar tímamörk til að skjótast á milli vagna.
Gunnari þykir að vonum mikið í lagt.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi er á öðru máli og upplýsir í nýlegri blogggrein að Gunnar fari með rangt mál eftir því sem Reynir Jónsson framkvæmdastjóri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu upplýsir hana um.
Sjá tilvitnun í grein Þorbjargar Helgu:
".....hefur Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó sagt að það sé rangt að innheimta gjalda sé svona dýr eins og bæjarstjóri Kópavogs vill meina".
Nú langar leikmann sem mig og útsvarsgreiðanda í Reykjavík að spyrja hvor hafi rétt fyrir sér. Þykist ég vita að hvorugur segi ósatt.
Annað sem ég hnaut um í greininni hjá borgarfulltrúanum er gagnrýni á fjármálastjórn Strætós þegar hún segir:
"Það hefur verið mikið rætt um ýmsa þætti varðandi Strætó undanfarið, leiðakerfið, fjármál og verkefni borgarstjórnarmeirihlutans frítt í Strætó fyrir nemendur. Stjórn Strætó hefur unnið þétt saman að ýmsum mjög erfiðum verkefnum til að ná endum saman vegna vanáætlaðra fjárhagsáætlana og ýmissra umbótaverkefna. Stjórnarmenn hafa náð vel saman og verið sammála í flestum málum".
Það eru einkum þau orð borgarfulltrúans: ".......vegna vanáætlaðra fjárhagsáætlana og ýmissra umbótaverkefna........", sem ég hnýt um.
Er hún að segja fjármálastjóra fyrirtækisins skyndilega orðinn vanhæfann um gerð fjárhagsáætlana, mann sem fékk topp einkunn fyrir fjárhagsáætlanir sínar í stjórnsýsluúttekt sem gerð var á síðasta ári?
Margar fleiri spurningar hafa vaknað upp á síðkastið um starfsemi fyrirtækisins okkar borgarbúa að 69 prósentum og tilgangslaust er að svara því til að reka þurfi menn sem spyrja óþægilegra spurninga.
Vandi Strætó bs. er ekki undirritaður.
Hvað kostuðu til að mynda fleiri hundruð staurar sem keyptir voru til fyrirtækisins og koma ekki til með að verða notaðir og hver tók þá fífldjörfu ákvörðun?
Ég á ekki von á að mér verði svarað því forráðamenn segja okkur starfsmenn ákaflega misheppnaða svo ekki sé meira eftir þeim haft að sinni.
Ásgeir Eiríksson fyrrverandi framkvæmdastjóri var á réttri leið með fyrirtækið, þar til honum varð á í messunni með ráðningu starfsmanns, sem síðan reyndist honum banabitinn.
Björn Ingi endurkjörinn formaður borgarráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2007 | 14:37
Ármann ekki af baki dottinn.
Hvort önnur sveitarfélög komi í kjölfarið verður fróðlegt að fylgjast með.
Annað stórt skref gæti stjórn Strætó bs. stigið, en það er að taka upp jákvæða starfsmannastefnu því jákvæðir starfsmenn eru gott andlit fyrirtækis.
Frítt í strætó fyrir Kópavogsbúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2007 | 14:16
Ábending til borgarstjóra að lokinni hægviðrisgöngu um hádegisbil.
Hægviðrið í borginni er með eindæmum gott í dag og gefur góð tækifæri til útivistar.
Borgarstjórinn í Reykjavík hefur í mörg horn að líta og gerir með athygli.
Eitt er það horn í Reykjavík sem hann þarf að líta betur í er hornið á Garðastræti og Túngötu, Grjótaþorpsmegin.
Þar er stórt listaverk sem Lettneska þjóðin gaf okkur Íslendingum sem þakklætisvott fyrir að vera fyrst til að viðurkenna sjálfstæði þeirra.
Á skildi við listaverkið stendur eitthvað á þessa leið, við erum lítil þjóð, en verðum eins stór og við hugsum.
Orð sem líka gilda fyrir örþjóðina Íslendinga.
Það er ekki þetta sem borgarstjórinn þarf að skoða heldur umgengnin á horninu, því enginn virðist hafa tekið upp hanskann fyrir þetta listaverk.
Hægviðri víðast hvar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2007 | 19:06
Samgönguráðherra af landsbyggðinni - bjóðum honum í strætó.
Því miður kemur nýr samgönguráðherra líka af landsbyggðinni og hefur því ef til vill ekki skilning á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Mikil þörf er þó á því að sá skilningur sé fyrir hendi því skortur á fjármagni er aðal hindrun þess að þær geti verið með sem besta móti.
Strætó greiðir t.d. virðisaukaskatt að allri olíu og öðrum aðdráttum sem rekstrinum fylgir og hagnast því ríkið verulega á almenningssamgöngum sem sveitarfélögin greiða niður
Það eru því bara þeir skynsömu, lakast settu í þjóðfélaginu og ríkið sem græðir.
Tryggingaélögin ættu líka að sjá sér hag í bættum almenningssamgöngum og þar af leiðandi væri ekki úr vegi að þau tækju sig saman og greiddu kostnaðinn af einni eða tveimur leiðum Strætós gegn því að farþegafjöldi aukist innan tilskilins tíma.
Þá þarf nauðsynlega að efla fræðslu um almenningssamgöngur meðal almennings.
T.d. með því að fara í alla skóla og kenna börnum að lesa leiðarbækurnar og auka áhuga þeirra á vistvænum samgöngum svo dæimi sé nefnt.
Heimsækja stærri fyrirtæki og kynna leiðakerfi og bjóða fólki ókeypis ívagnana t. d. í þrjá mánuði til reynslu.
Þá má hugsa sér hverfaátak þar sem má bjóða fjölskyldum að nota vagnana t.d. í hálft ár eða lengur og halda dagbók um notkun og ekki notkun o.s.frv.
Margt fleira er hægt að gera til að ná í farþega, en verður ekki skýrt hér.
Eitt verð ég þó að geta um en það er að hafa leiðarkerfið myndrænt í hverjum vagni.
Má setja það í glugga á móti miðdyrum vagnanna þar sem eru stæði og má þá hin hliðin sem snýr að umferðinni vera með auglýsingu.
Auðseld auglýsing og gróði af framkvæmdinni.
Á tveimur fundum sem Strætó hélt á Grand í gær var nýi framkvæmdastjórinn okkar kynntur, öllu heldur kynnti hann sig sjálfur.
Hann kemur mjög vel fyrir, ákveðinn, áræðinn, fylginn sér og virðist hafa næman skilning á rekstri og tölulegum staðreyndum.
Hann er sennilega búinn að reikna út hversu miklu fé er sóað í aksturinn eftir Hverfisgötunni og framhjá ráðhúsinu og Háskólanum.
Hann upplýsti okkur um að Strætó hafi átt tvo hundruð milljónir króna við upphaf byggðasamlagsins, en skuldaði nú fimm hundruð og fimmtíu milljónir. Með öðrum orðum hefði tapað 750 miiljónum króna á fimm árum umfram það sem ráð var fyrir gert.
Leiðakerfisbreytingar hafa verið dýrar og okkur skattgreiðendum höfuðverkur.
Endurfjármögnun er því nauðsynleg því það hlýtur að vera óbærilegt að reka fyrirtækið á dýrum lánum.
Reynir Jónsson heitir hann og hann sagði okkur líka að slæmt orð færi af okkur vagnstjórum fyrirtækisins. Hann skýrði það ekki frekar; hvar hann hefði heyrt þetta, hversu slæmir við værum eða á hvern hátt, hvort við værum slæmir við viðskiptavini fyrirtækisins, forráðamenn, forstöðumann, stjórn fyrirtækisins eða eitthvað allt annað.
Eftir sitjum við hnípin því við erum öll af vilja gerð að standa okkur í starfi og reynast viðskiptavinum vel.
Þá kom fram hjá Reyni að hann vill hvorki röfl frá starfsmönnum né bjánalegar spurningar.
Þar sem ég get ekki lofað neinu í þessu sambandi ætla ég að ...............
Ármann Kr. Ólafsson stjórnarformaður kom á fundinn og vegna tillitssemi við hann ætla ég ekki að greina meira rá þeirrri heimsókn.
Vonast til að ný stjórn leiði erfið deilumál til lykta" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Borgarstjórn | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1033129
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar