Hrós fá allir þeir sem EKKI hafa bloggað gegn borgarstjóra og ekki fallið í gryfju illmælgi og slúðurs.

Sú orrahríð sem staðið hefur yfir undanfarna daga og stendur enn og beint er gegn Vilhjálmi Þórmundi Vilhjálmssyni borgarstjóra er í senn hörmuleg og vandræðaleg í senn.
Borgarstjóri hefur unnið manna mest til að efla og auka samstarf við borgarbúa og hefur lagt sig allan fram að vinna okkur borgurunum heilt.
Hann hefur "samstarfsmenn" í orkugeiranum sem leggja sig fram um að stjórna málum framhjá kjörnum fulltrúum borgaranna og eiga eftir að súpa seyðið af því.
Hrós fá allir þeir sem EKKI hafa bloggað gegn borgarstjóra og ekki fallið í gryfju illmælgi og slúðurs.
Ef fram heldur sem horfir munum við nokkur stofna VILLAVINAFÉLAGIÐ um næst komandi helgi;-)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Þú ert íslendingum til skammar Heimir."

Er það vegna þess að ég er ekki sammála Hrafnkatli hinum orðprúða?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.10.2007 kl. 13:09

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekki viss um að allir taki undir þessi orð hjá þér: "Borgarstjóri hefur unnið manna mest til að efla og auka samstarf við borgarbúa og hefur lagt sig allan fram að vinna okkur borgurunum heilt."

Er það einmitt ekki málið að hann tók ákvarðanir án þess að hafa samstarf við nokkurn ekki einu sinni sinn eigin borgarfulltrúa?

Held að þó hann sé góður maður sjálfsagt þá sé þarna komið í ljós að hann getur ekki leitt meirihluta í borginni. Hann lætur eins og hann hafi sérstaklega verið valinn af borgarbúum til að fara einn með völdin hér í borg og geti tekið svona ákvarðanir án nokkrar umræðu eða aðkomu annarra. Slíkt sættir fólk sig ekki við.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.10.2007 kl. 13:12

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sitt sýnist hverjum Magnús Helgi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.10.2007 kl. 13:15

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég tek undir með þér að engin ástæða er til að vera uppnefna fólk eða velja því einhver hraksmánleg orð, en Vilhjálmur er borgarstjóri og ef hann hefur ekki sofið á verðinum á fundum Orkuveitunnar þá er hann að fara á bakvið borgarbúa. Og um það þarf auðvitað skilyrðislaust að ræða því báðir hlutir eru jafn slæmir þegar kemur að mönnum sem eiga að gæta almannahagsmuna.

María Kristjánsdóttir, 11.10.2007 kl. 13:17

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo er oft, að þegar menn sem ekki huga flátt og vara sig ekki á því, að meðferðamenninrnir eru undirseldir Höfusyndunum sjö, að þeir trúa ekki uppá aðra svikum.  Hvernig gat Viljhálmur varið sig þegar vegið var að honum í véum?

Björn Ingi er

Bjarni Kjartansson, 11.10.2007 kl. 13:23

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sammála þér María að málefnaleg umræða er nauðsynleg um gjörðir borgarstjóra. Hún þarf helst að fara fram án stóru orðanna og flýtiafgreiðslunnar.

Vilhjálmur er drengur góður.

Staða borgarstjóra er mjög erfið Bjarni en hann kemur standandi niður eftir aðförina og málefnalegur sem aldrei fyrr.

Björn Ingi er...... hvað Bjarni?

Hrafnkell. Mér finnst rétt að standa með þeim sem hallað er á hverju sinni, því moldroki sem þyrlað er upp er ætlað að byrgja mönnum sýn og furðu oft tekst það.

Það má vel vera að farsælla sé fyrir heiðvirðan borgarstjóra að halla sér að Vg, því ekki er óheilindunum þar fyrir að fara.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.10.2007 kl. 13:31

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þetta eru dapurleg endalok fyrir Vilhjálm og meirihlutann allan nú þegar heyrst hefur að hann sé fallinn. Manni setur hljóðann.

Svona getur þetta verið í pólitíkinni, það er eins og hendi sé veifað.
Nei það er engin ástæða fyrir neinn að setja sig í neitt dómarasæti.
Við erum fólk og allir geta misstígið sig, stundum sleppur maður með skrekkinn, en á öðrum stundum eru afleiðingar og sumar alvarlegar.

Kolbrún Baldursdóttir, 11.10.2007 kl. 15:49

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Borgarstjórnarflokkurinn brást foringja sínum og uppskar eins og til var sáð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.10.2007 kl. 16:50

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hrafnkell Orðvar hefur talað.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.10.2007 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband