Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.9.2007 | 19:43
Auðvitað er Svandísi ekki illa við sjúklinga...
Til skýringar á fyrri orðum mínum birti ég eftirfarandi:
Á árum áður nánar tiltekið 1990-1991 tók ég mér frí frá launuðum störfum í um 12 mánuði og sinnti vistunar - og húsnæðismálum geðsjúkra.
Þá var ástandið þannig að engin sambýli voru og þeir sem verst voru settir sváfu í sorpgeymslum, ónýtum bátum í Örfisisey, bílhræjum, "í grenjum" í Öskjuhlíðinni og fleiri stöðum sem ekki hýsa fólk að jafnaði.
Ég unni mér ekki hvíldar fyrr en Jóhanna Sigurðardóttir þá félagsmálaráðherra tók málið föstum tökum og ég kominn á gjörgæslu á Landakoti.
Ég hafði hitt hvern ráðherrann á fætur öðrum og aðra ráðamenn og kvaddi þá alltaf með orðunum "ég kem aftur og aftur þar til málin eru komin í lag".
Ég hélt dagbók þessa mánuði sem nú er geymd á Makka plús og ég kemst ekki í:-(
Síðan kom Þverárselið og hin úrræðin og fagna ég enn einum áfanganum sem náðist í dag í Borgarstjórn Reykjavíkur þrátt fyrir mótatkvæði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2007 | 16:34
Mikið verð ég feginn að losna við dópistana af svæðinu:-) Stagbætt Skuggahverfishjartað gleðst ;-)
Ég hef að undanförnu verið að viða að mér staðreyndum úr lífi mínu í Skuggahverfinu frá lokum stríðs og minningum um Völund, Freyju, Blikksmiðju Reykjavíkur, Járnsmiðjuna, Hleragerðina, Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar, hálfkarað Þjóðleikhús, Arnarhólinn, Kristin Guðnason, Vald Poulsen, Vaðnes, Fiskbúðina Sæbjörgu, Verzlun Halla Þórarins, Clausensbúð hvar ég fann fiskbein í kjötfarsi, Bakarí Bridde, Vaðnes, Billjardinn, Hattabúð Reykjavíkur, Sindra og öll hin fyrirtækin.
Ekki má gleyma öllum persónuleikunum sem koma við sögu og ekki verða nefndir hér.
Hlakka til að fylgjast með um leið og sagan verður skráð.
Hugmyndir að nýjum miðborgarkjarna í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2007 | 11:17
Samsonsfeðgar engum líkir.
Ég hef að undanförnu verið að viða að mér staðreyndum úr lífi mínu í Skuggahverfinu frá lokum stríðs og minningum um Völund, Freyju, Blikksmiðju Reykjavíkur, Járnsmiðjuna, Hleragerðina, Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar, hálfkarað Þjóðleikhús, Arnarhólinn, Kristin Guðnason, Vald Poulsen, Vaðnes, Fiskbúðina Sæbjörgu, Verzlun Halla Þórarins, Clausensbúð hvar ég fann fiskbein í kjötfarsi, Bakarí Bridde, Vaðnes, Billjardinn, Hattabúð Reykjavíkur, Sindra og öll hin fyrirtækin.
Ekki má gleyma öllum persónuleikunum sem koma við sögu og ekki verða nefndir hér.
Hlakka til að fylgjast með um leið og sagan verður skráð.
Gera ráð fyrir 25 þúsund fm undir verslun og þjónustu á Barónsreit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2007 | 10:35
Góð grein Óla Tynes í Mogga.
Þar bendir hann m.a. á tvískinnung íslenskra stjórnvalda í málefnum Íraks þegar þau senda ljósmæður á vettvang en kalla friðargæsluliða heim ásamt upplýsingafulltrúa. Reyna með þessu móti að þvo hendur sínar af stríðinu en á sama tíma verja þau hundruðum milljóna króna til að freista þess að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.
Greinin skýrir sig auðvitað best sjálf.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 13:39
Fer samgönguráðherra offari?
Að ætlað sér að negla Einar Hermannsson er álíka og að hengja bakara fyrir hóp smiða.
Segir samgönguráðherra gera sig að blóraböggli í málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 14:09
Össur ör.
Helst til er hann þó örgeðja og lætur orð flakka á stundum, sem betur væru ósögð.
Auðvitað tekur jafn greindur maður og Össur er, orð mín alvarlega og gætir að sér framvegis.
Valgerður segir Össur gaspra um afturköllun virkjanaleyfis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2007 | 17:02
Handbendi Baugs tjáir sig.......
Mér hefði þótt ástæða til að Valgerður Sverrisdóttir sterkefnuð alþingiskona útskýrði fyrir þjóðinni hversvegna hún hreyfði hvorki legg né lið til að láta framfylgja samkeppnislögum í viðskiptaráðherratíð sinni.
Það er víða hvískrað og pískrað að hún hafi þegið fé úr hendi Hreins Loftssonar fyrir hönd Baugs til að láta kyrrt liggja.
Slíkt verður auðvitað hvorki sannað né afsannað en orðrómurinn lifir.
Visir.is í dag:
"Hreinn Loftsson, fyrrverandi stjórnarfomaður Baugs Group, segist sammála Valgerði Sverrisdóttur fyrrum viðskiptaráðherra um þörfina á sérstakri rannsókn á tilurð Baugsmálsins. Hreinn sagði í samtali við Vísi í dag, að sérstaklega þyrfti að skoða allt í kringum það sem kallað er Bolludagsmálið. "Þar keyrði um þverbak," segir Hreinn, "og það er furðulegt að enginn skuli hafa krafist rannsóknar á því reginhneyksli, sem var hreinlega rugl."
Hann segist vonast til þess að fleiri fari nú að koma fram úr felum og fjalla um þessi mál. "Það er ekki nokkur hemja hvað meðvirknin hefur verið mikil í þessu máli, sérstaklega meðal sjálfstæðismanna. Hreinn segist líka geta staðfest það sem Valgerður segir um hvernig talað var um Baugsmenn, sérstaklega á meðan Fjölmiðlamálinu stóð. "Ég vona bara að fleiri fari að opna sig um hluti sem voru sagðir og hluti sem voru gerðir," segir Hreinn. "
8.7.2007 | 17:40
Allir vita af kvótasvindli og brottkasti......
Þeim hefur bverið veittur óeypis aðgangur að auðlindinni um áratuga skeið, en eru aldrei ánægðir og röfla og rífast látlaust.
Þeir landa framhjá vigt, henda minni fiskinum fyrir borð og hneykslast svo á starfsmönnum Hafró þegar þeir líta raunsætt á málið og leggja til takmörkun veiða.
Óheiðarlega útgerðarmenn á að svipta frekari veiðiheimildum.
Þeir umgangast sameign þjóðarinnar á þann hátt, að þeim er ekki lengur treystandi.
Fáum veiðiheimildir í hendur mönnum sem geta sýnt fisistofnunum þann sóma sem ber.
Mótmæla aðdróttunum um kvótasvindl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Árum saman hef ég heyrt á Útvarpi Sögu að eigendur og starfsmenn Baugs séu með öllu sýknir saka en sökudólgar þessara mála hvort heldur það eru persónuleg auðgunarbrot, auðgunarbrot annarra fyrirtækja í þeirra eigu eða stuldur á peningum frá almenningi í formi undanskota frá skatti og visðisaukaskatti.
Þessir herrar eiga enga sök og eru allar tilraunir saksóknara til að koma á þá sök einber klámhögg og mannfyrirlitning.
Útvarp Saga. einkum föstudagsútgáfan veit að einu sökudólgar í málinu eru Davíð Oddsson og Björn Bjarnason.
Má það teljast til einna mestu embættisafglapa í samanlagðri Íslandssögunni þessar yfirsjónir yfirmanna saksóknar á landinu.
Þá er útvarpsstjórinn heldur ekki í vafa um ástæður þessa, en það er að Jónína Benediktsdóttir hafi verið sár út í Jóhannes Jónsson og hafi hún misnotað góðvild Styrmis Gunnarssonar.
Svona geta flóknustu mál verið einföld ef kunnáttumenn fara ofaní saumana á þeim.
Hegningarlagabrotum fækkaði í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2007 | 15:49
Enn er mikil harka í verðstríði Bónuss og Kjötborg group.
Fulltrúi skyndiverðkönnunarsamanburðardeildar Kjötborg group Ásvallagötu var á ferð í Bónus Seltjarnarnesi í gær 26. júní 2007 og gerði verðsamanburð á tveimur vörutegundum að þessu sinni.
Annarsvegar var borið saman verð á algengri tegund sólkjarnabrauðs og reyndist Kjötborg group hafa betur í þeirri samkeppni með tveggja króna lægra verð á einingu.
Hinsvegar gekk skyndikönnunin út á að bera saman verð á afskornum blómvöndum og reyndist Kjötborg group enn vera lægri og núna munaði fimm krónum á vendinum.
Almenning munar um minna sagði "reið húsmóður úr vesturbænum" við blaðafulltrúa Kjötborgar group matvælasviðs.
Aðspurður sagði Gunnar Jónasson starfandi stjórnarformaður Kjötborg group að á matvælasviðinu væri létt verk og löðurmannlegt að halda í við Bónus, því eigendur bærust lítið á og þyrfti því ekki jafnháa álagningu og Bónus notar hér á landi.
Þar að auki þyrftu höfuðborgarbúar sem flykkjast í Kjöborg Ásvallagötu ekki að greiða niður vöruverð hjá landsbyggðarfólki eins og reyndin er hjá Bónusi sagði Gunnar Jónasson að lokum.
Tekið skal fram að ekki náðist í Kristján Jónasson framkvæmdastjóra verðlagsþróunarsviðs Kjötborg group.
Umdeildur dugnaðarforkur breiðir úr sér í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar