Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.6.2007 | 17:06
Nú er farið að vinna að því sem skiptir máli.
Það er vonum seinna að ákveðið er að fara fram á við ríkið að það taki tillit til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Það óréttlæti sem ríkir í afnámi virðisaukaskatts á langferðabifreiðum tökum sem dæmi á leiðinni Akranes - Reykjavík- Akranes og strætósamgöngum á sömu leið.
Virðisaukaskattur af rútunni fæst endurgreiddur. Verð á rútu 20.000.000 að frádregnum vsk. kr. 16.064.000.
Mismunurinn er mikill eða 3.936.000.
Misréttið er hróplegt.
Viðræður við ríkið um almenningssamgöngur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2007 | 16:19
Strætó - byggðasamlag um almenningssamgöngur - á villigötum.
Það hefur verið fróðlegt fyrir okkur skattgreiðendur að fylgjast með opinberri umræðu um málefni Strætós bs.
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi hefur upplýst opinberlega að rekstur tölvubúnaðar sem er í vögnunum og er til þess ætlaður að gefa skiptimiða og lesa af skólakortum sem senn heyra fortíðinni til kosti okkur skattgreiðendur yfir 100.000.000 - eitt hundrað milljónir króna á ári hverju. Eða laun svona 25 vagnstjóra með launatengdum gjöldum. Eða 274.000 krónur á dag allan ársins hring!
Skiptimiðarnir eru þó heldur síðri en þeir sem áður voru efnir út því þá er hægt að tímastilla og fara þar með eftir leiðbeiningum sem eru í leiðabók hvað varðar tímamörk til að skjótast á milli vagna.
Gunnari þykir að vonum mikið í lagt.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi er á öðru máli og upplýsir í nýlegri blogggrein að Gunnar fari með rangt mál eftir því sem Reynir Jónsson framkvæmdastjóri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu upplýsir hana um.
Sjá tilvitnun í grein Þorbjargar Helgu:
".....hefur Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó sagt að það sé rangt að innheimta gjalda sé svona dýr eins og bæjarstjóri Kópavogs vill meina".
Nú langar leikmann sem mig og útsvarsgreiðanda í Reykjavík að spyrja hvor hafi rétt fyrir sér. Þykist ég vita að hvorugur segi ósatt.
Annað sem ég hnaut um í greininni hjá borgarfulltrúanum er gagnrýni á fjármálastjórn Strætós þegar hún segir:
"Það hefur verið mikið rætt um ýmsa þætti varðandi Strætó undanfarið, leiðakerfið, fjármál og verkefni borgarstjórnarmeirihlutans frítt í Strætó fyrir nemendur. Stjórn Strætó hefur unnið þétt saman að ýmsum mjög erfiðum verkefnum til að ná endum saman vegna vanáætlaðra fjárhagsáætlana og ýmissra umbótaverkefna. Stjórnarmenn hafa náð vel saman og verið sammála í flestum málum".
Það eru einkum þau orð borgarfulltrúans: ".......vegna vanáætlaðra fjárhagsáætlana og ýmissra umbótaverkefna........", sem ég hnýt um.
Er hún að segja fjármálastjóra fyrirtækisins skyndilega orðinn vanhæfann um gerð fjárhagsáætlana, mann sem fékk topp einkunn fyrir fjárhagsáætlanir sínar í stjórnsýsluúttekt sem gerð var á síðasta ári?
Margar fleiri spurningar hafa vaknað upp á síðkastið um starfsemi fyrirtækisins okkar borgarbúa að 69 prósentum og tilgangslaust er að svara því til að reka þurfi menn sem spyrja óþægilegra spurninga.
Vandi Strætó bs. er ekki undirritaður.
Hvað kostuðu til að mynda fleiri hundruð staurar sem keyptir voru til fyrirtækisins og koma ekki til með að verða notaðir og hver tók þá fífldjörfu ákvörðun?
Ég á ekki von á að mér verði svarað því forráðamenn segja okkur starfsmenn ákaflega misheppnaða svo ekki sé meira eftir þeim haft að sinni.
Ásgeir Eiríksson fyrrverandi framkvæmdastjóri var á réttri leið með fyrirtækið, þar til honum varð á í messunni með ráðningu starfsmanns, sem síðan reyndist honum banabitinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007 | 15:56
Óskabarn R-listans sáluga.
Það hefur verið samfellt styrjaldarástand innan veggja fyrirtækisins í tvö ár um þessar mundir.
Margoft hefur leiðakerfinu verið breytt þótt engan veginn hafi tekist að færa það aftur til uppruna síns 2005, en þá skilaði það mikið meiri friði, ánægju viðskiptavina og tekjum en það gerir í dag eftir allar þær rándýrur kollsteypur sem teknar hafa verið.
Fjármálasukkið hefur verið með eindæmum enn er fyrirhugað að sukka meira á þeim vettvangi.
Vaktakerfi vagnstjóra eru orðin sex á yfir sama tímabil sem valdið hefur mikilli óánægju meðal okkar.
Kjarasamningar eru hunsaðir og margbrotnir. Athugasemdum er komið á framfæri, en þeim er ekki svarað.
Starfsmannamál eru í eins miklu klúðri og hægt er að koma þeim og ekki örlar á úrbótum.
Engin virk starfmannastefna er til staðar.
Margsinnis hefur verið reynt að ná athygli stjórnarformanns fyrirtækisins, en hann virðir öll erindi okkar að vettugi.
HANNA NEITAR AÐ TALA VIÐ OKKUR EÐA SVARA ERINDUM OKKAR.
Ekki skrítið að Gunnar bæjarstjóri Birgisson sé orðinn þreyttur á honum.
Enda er talsmáti sumra forráðamanna og stjórnarmanna ekki eftir hafandi þegar þeir ræða um starfsmenn sína.
Það er af illri nauðsyn að ég vek máls á ástandinu á þessum vettvangi, því ég er orðinn úrkula vonar um að bætur verði gerðar.
Strætó bs. er eignalaust fyrirtæki með skuldir upp á hundruð milljóna króna og gerir nú allt sem það getur til að eyðileggja eina auðinn sem það ræður yfir; starfsmennina.
Ég tek fram að ég er trúnaðarmaður vagnstjóra og starfa sem vagnstjóri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2007 | 13:23
Rætin skrif í sorpritinu Mannlífi.
Það er einsýnt að sala blaðsins er efst í huga ritstjórans og eigenda Mannlífs og skítt með alla tilfinningasemi og mannúð, tillitssemi og kurteisi.
Reynist fótur fyrir öllum þeim ávirðingum sem bornar eru á Gunnar þó ekki nema flugufótur sé, sé ég ekki að Gunnari sé vært í sæti bæjarstjóra.
Hann er orðaður við dæmda glæpamenn, hórur og allskyns misyndisfólk annað.
Þvílíka sorpblaðamennsku hef ég ekki augum litið síðan DV var upp á sitt besta.
Hugnast þetta virkilega eigendum Mannlífs að leggjast með slíkum þunga á mann sem hefur lyft hverju Grettistakinu af öðru í málefnum Kópavogs?
Mikið mega þeir ritarar greinarinnar og eigendur Mannlífs nálgast fullkomnun ef þeir hafa efni á svona trakteringum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2007 | 19:03
Haraldur ekki til sölu.
Þeir leggjast af öllum sínum þunga á þá menn sem fara að lögum og standast gylliboðin frá auðvaldinu.
Ég hygg að vert sé að taka eftir þeim stjórnmálamönnum og embættismönnum sem þeir láta í friði.
Það er athyglivert að sjá hvað samkeppnisyfirvöld hvort heldur það eru ráðuneytismenn eða starfsmenn etirlits fara lítið í taugarnar á Baugum, en allir vita um fjárframlögin til Neytendasamtakanna og skilja mætavel hversu auðsveip þau eru Baugurunum.
Ríkislögreglustjóri braut ekki jafnræðisreglu í Baugsmálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2007 | 09:18
Niðurgreidd sáttargreiðsla.
Mér skilst að Bændasamtökin séu rekin fyrir opinbert fé og því erum það við skattgreiðendur sem borgum brúsann, sem endranær þegar bændur gerast stórtækir.
Þurfum við ekki að endurskoða greiðslustreymið til þessarar fjárfreku stéttar?
Fallast á sáttagreiðslu vegna afboðunar klámráðstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2007 | 17:54
Samgönguráðherra, komdu í strætó.
Því miður kemur nýr samgönguráðherra líka af landsbyggðinni og hefur því ef til vill ekki skilning á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Mikil þörf er þó á því að sá skilningur sé fyrir hendi því skortur á fjármagni er aðal hindrun þess að þær geti verið með sem besta móti.
Strætó greiðir t.d. virðisaukaskatt að allri olíu og öðrum aðdráttum sem rekstrinum fylgir og hagnast því ríkið verulega á almenningssamgöngum sem sveitarfélögin greiða niður
Það eru því bara þeir skynsömu, lakast settu í þjóðfélaginu og ríkið sem græðir.
Tryggingaélögin ættu líka að sjá sér hag í bættum almenningssamgöngum og þar af leiðandi væri ekki úr vegi að þau tækju sig saman og greiddu kostnaðinn af einni eða tveimur leiðum Strætós gegn því að farþegafjöldi aukist innan tilskilins tíma.
Þá þarf nauðsynlega að efla fræðslu um almenningssamgöngur meðal almennings.
T.d. með því að fara í alla skóla og kenna börnum að lesa leiðarbækurnar og auka áhuga þeirra á vistvænum samgöngum svo dæimi sé nefnt.
Heimsækja stærri fyrirtæki og kynna leiðakerfi og bjóða fólki ókeypis í vagnana t. d. í þrjá mánuði til reynslu.
Þá má hugsa sér hverfaátak þar sem má bjóða fjölskyldum að nota vagnana t.d. í hálft ár eða lengur og halda dagbók um notkun og ekki notkun o.s.frv.
Margt fleira er hægt að gera til að ná í farþega, en verður ekki skýrt hér.
Eitt verð ég þó að geta um en það er að hafa leiðarkerfið myndrænt í hverjum vagni.
Má setja það í glugga á móti miðdyrum vagnanna þar sem eru stæði og má þá hin hliðin sem snýr að umferðinni vera með auglýsingu.
Auðseld auglýsing og gróði af framkvæmdinni.
Á tveimur fundum sem Strætó hélt á Grand í gær var nýi framkvæmdastjórinn okkar kynntur, öllu heldur kynnti hann sig sjálfur.
Hann kemur mjög vel fyrir, ákveðinn, áræðinn, fylginn sér og virðist hafa næman skilning á rekstri og tölulegum staðreyndum.
Hann er sennilega búinn að reikna út hversu miklu fé er sóað í aksturinn eftir Hverfisgötunni og framhjá ráðhúsinu og Háskólanum.
Hann upplýsti okkur um að Strætó hafi átt tvo hundruð milljónir króna við upphaf byggðasamlagsins, en skuldaði nú fimm hundruð og fimmtíu milljónir. Með öðrum orðum hefði tapað 750 miiljónum króna á fimm árum umfram það sem ráð var fyrir gert.
Leiðakerfisbreytingar hafa verið dýrar og okkur skattgreiðendum höfuðverkur.
Endurfjármögnun er því nauðsynleg því það hlýtur að vera óbærilegt að reka fyrirtækið á dýrum lánum.
Reynir Jónsson heitir hann og hann sagði okkur líka að slæmt orð færi af okkur vagnstjórum fyrirtækisins. Hann skýrði það ekki frekar; hvar hann hefði heyrt þetta, hversu slæmir við værum eða á hvern hátt, hvort við værum slæmir við viðskiptavini fyrirtækisins, forráðamenn, forstöðumann, stjórn fyrirtækisins eða eitthvað allt annað.
Eftir sitjum við hnípin því við erum öll af vilja gerð að standa okkur í starfi og reynast viðskiptavinum vel.
Þá kom fram hjá Reyni að hann vill hvorki röfl frá starfsmönnum né bjánalegar spurningar.
Þar sem ég get ekki lofað neinu í þessu sambandi ætla ég að ...............
Ármann Kr. Ólafsson stjórnarformaður kom á fundinn og vegna tillitssemi við hann ætla ég ekki að greina meira rá þeirrri heimsókn.
Kristján: Samgönguráðuneytið skriðþungt skip | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2007 | 16:25
Þurfti þetta til að opna augu stjórnmálamanna?
"Aðför Jóhannesar Jónssonar kaupmanns og Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, að mér er einstakt atvik í stjórnmálasögunni og sýnir, hve menn telja sig mikils megnuga í krafti auðs og verslunarumsvifa. Ef reynt er að setja stjórnmálamönnum afarkosti hvað þá um keppinauta í viðskiptalífinu?"
Vitnað er hér til orða Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra í vefskrifum sínumn í dag.
Þeir vega nú að æru Björns Bjarnasonar en vógu að fjárhag og æru minni og höfðu mig undir.
Fundur stendur enn yfir á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 19:40
Baugsstjórnin, eða einfaldlega Baugur?
Hvaða nafn mun stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks fá?
Hreinn Loftsson má vera ánægður með sig og sína. Hann tryggði 100 þús. eintaka dreifingu á grein sinni um óska ríkisstjórnina inn á hvert heimili landsins.
Hann tryggði sér verðandi ráðherra í næstu ríkisstjórn (viðskipta- eða dómsmála) og
hann tryggði sér aukin yfirráð yfir almenningi í skjóli lágvöruverðsverslunar.
Hvar er metnaður íslensks almennings?
Hvaða nafn fær ríkisstjórnin, Bananinn, Baugur, Hreinn Baugur, eða einfaldlega Bónusstjórnin?
Nú hafa þeir atburðir gerst sem fáir sáu fyrir.
17.5.2007 | 16:16
Bananalýðveldi?
Einu fyrirtæki Baugs sem rekin eru ár eftir ár með tapi eru fjölmiðlarnir, ekki ófáir, sem þeir eiga.
Hversvegna verja þeir hundruðum milljóna árlega í taprekstur miðlanna? Er það gert til að hafa áhrif á almenningsálitið?
Og hefur þeim orðið ágengt?
Auðvaldið ver þessum hundruðum milljóna að mínu mati til að brengla réttarvitund almennings og vinnur þar með gegn ríkisvaldinu sem er lýðræðislega kosið.
Er það sanngjarnt?
Við munum þegar starfsfólk fjölmiðlaveldis Baugs lét hafa sig í það að leggja banana á tröppur Alþingishússins sem átti að vera táknrænt fyrir það bananalýðveldi sem þau byggju í.
Mér hefur alltaf þótt það fólk vera sjálfu sér og fjölskyldum sínum til skammar. Mér fannst þau vera að kalla á bananastjórn með athæfi sínu. Baugur hafði þá boðið forsætisráðherra 300 milljónir króna fyrir það eitt að vera Baugi þægur.
Hversu mörgum höfðu þeir mútað áður?
Nú kaupir Jóhannes Jónsson auglýsingar fyrir mörg mánaðarlaun verkafólks rétt fyrir kosningar með það fyrir augum að skaða dómsmálaráðherra landsins og embættismenn sem hafa ekkert til saka unnið; eru að sinna skyldustörfum.
Eru þetta ekki vinnubrögð sem tíðkuð eru í bananalýðveldum svörtustu Afríku og Suður Ameríku?
Almenningi finnst þetta í lagi vegna þess að Baugur rekur lágvöruverðsverslanir. Þeir reka líka dýrustu hverfaverslanir sem verið hafa á Íslandi. Knésettu kaupmanninn á horninu til að koma rándýrum verslunum sínum 10-11 fyrir í hverfunum og "arðræna" gamla fólkið sem ekki kemst annað.
Ég hef fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum í áratugi og kynnst mörgum mætum manninum þar, alþingismönnum, borgarfulltrúum og öðrum sveitarstjórnarmönnum.
Ég hef haldið uppi gagnrýni um árabil á yfirgangsstefnu Baugs, einkum vegna þess að ég missti allt mitt og meira en það þegar samkeppnislögum var ekki framfylgt af Viðskiptaráðuneytinu og stofnunum þess eins og Samkeppniseftirliti.
Nú bregður svo við að margir flokksbræður mínir og systur taka treg undir kveðju mína vegna þessarar gagnrýni og þar með er talinn alþingismaðurinn sem Baugur kostaði prófkjörsbaráttu fyrir og verður að líkindum næsti Dóms-og kirkjumálaráðherra.
Er þeim að takast að koma bananalýðveldi á?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar