Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.9.2007 | 14:22
Frjálslyndi flokkur margsinnis uppvís að svikum við sína bestu menn.
Magnús Reynir ráðinn framkvæmdastjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2007 | 12:00
Hýrudregnir vagnstjórar.
Um daginn skrifaði ég færslu hér á bloggið um vinnutilhögun hjá Strætó bs. sem er opinbert fyrirtæki. Hún hófst á þessum orðum:
"Vinnuvika starfsmanna í fullu starfi er skilgreind í kjarasamningum sem 40 klst., nema um skemmri vinnutíma sé sérstaklega samið.
Ég hélt að 40 klst. vinnuvika ætti við um okkur vaktavinnufólk eins og aðra, en þar virðist ég ekki hafa rétt fyrir mér.
Í vinnuáætlun minni fyrir tímabilið 19.08.07 - 31.05.08 koma fyrstu heilu vinnuvikurnar svona út:
1. 42:27 klst.
2. 42:46 klst.
3. 40:17 klst.
4. 41:25 klst. og
5. 41:45 klst.
Ég hef spurst fyrir um hverju þetta sætir þegar lög um 40 klst vinnuviku eru í gildi fyrir utan kjarasamning sem líka kveður á um 40 klst. vinnuviku, en spurningin er líklega ..............."
Þessar fimm vikur skilar viðkomandi starfsmaður 8:40 klst. meiri tíma en samningur kveður á um. Hann fær ekki eina einustu krónu fyrir þessar stundir.
Ég hef spurst fyrir um þetta hjá framkvæmdastjóranum, hjá formanni StRv, hjá formanni BSRB ásamt fleirum, en annað hvort fæ ég engin svör eða að starfskjaranefnd sjái ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þetta.
Vel að merkja eru af hálfu launþega í starfskjaranefnd þrír fulltrúar StRv. Þessir aðilar sem sagt sjá ekki ástæðu til að gera athugasemdir við það að starfsmaður sé hlunnfarinn í launum.
Þetta er einn vagnstjóri sem á í hlut og þeir eru á annað hundrað hjá fyrirtækinu.
Fólki kann að virðast einkennilegt að ég skuli taka málið til umræðu á þessum vettvangi. Því er til að svara að fjölmörgum fyrirspurnum mínum hefur ýmist ekki verið svarað, eða svarað út í hött.
Ég á öll samskiptin í tölvutæku formi.
Mér finnst ekki ósanngjarnt að launadeild Reykjavíkurborgar verði fengið það verkefni að reikna laun aftur í tímann, svona um það bil til fyrri hluta árs 2005 og sjá hvað Strætó bs. hefur hagnast á hýrudrættinum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2007 | 20:35
Framtíðarleiðtoginn Erla Ósk Ásgeirsdóttir.
Haldi hún áfram á sömu braut og af sama áhuga, stenst henni enginn snúning.
Erla endurkjörin formaður Heimdallar með 97,8% greiddra atkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 10:48
Nauðsyn öflugra trúnaðarmanna til að standa vörð um réttindi launþega.
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar bauð mér nýlega að notfæra mér "Vefnám fyrir trúnaðarmenn". Félagsmálaskóli alþýðu í samvinnu við BSRB og ASÍ hefur unnið vefnámið.
Að vísu hef ég sótt tvö námskeið fyrir trúnaðarmenn hjá Starfsmannafélaginu en þetta vefnám sýnist mér vera kjörin viðbót og handhægur uppsláttarvettvangur fyrir starfandi trúnaðarmenn.
Ég hefi starfað í hartnær tvö ár sem trúnaðarmaður og margt hefur mér komið á óvart í því starfi og ber þar hæst vankunnátta yfirmanna um verkefni trúnaðarmanna.
Hver á fætur öðrum afhjúpa þeir vankunnáttu sína hvað varðar uppbyggingu launþegahreyfingarinnar og þráast við að afla sér upplýsinga og gera hver mistökin á fætur öðrum.
Þetta er mjög miður því hreint ótrúlega mikil frítími trúnaðarmannsins fer í að leiðbeina yfirmönnum við afskaplega lítinn skilning þeirra. (Trúnaðarmaður á að sinna sínum störfum í vinnutíma, með öðrum orðum fá greitt fyrir "sérkennsluna" !)
Um daginn sló ég orðinu trúnaðarmaður inn á lagavef Alþingis og kom í ljós að 26 lög fjalla á meiri eða minni hátt um starf okkar og verkefni.
Þá eru að sjálfsögðu ekki tilnefndar allar þær reglugerðir sem starfssviðið ber á góma og byggðar eru á lögunum tuttugu og sex.
Ég hygg að fyrirtæki eins og t.d. Strætó bs. sem ég þekki hvað best til um þessar mundir gætu sparað sér mikinn tíma og stórar fjárhæðir ef yfirmenn væru betur með á nótunum.
Í raun er ég undrandi ef Háskólar landsins útskrifa verðandi fyrirtækjastjórnendur án fræðslu um þennan grundvallarrétt launþega.
Þeir eru til sem segja að ekki sé um vanþekkingu að ræða heldur stefnu.
Eigendur og stjórni fyrirtækja ættu að koma stjórnendum til hjálpar og bjóða þeim upp á fræðslu, nú eða falast eftir "vefnámi fyrir trúnaðarmenn".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2007 | 21:56
Vantar töluvert á iðrunina hjá Kristjáni L. Möller.
Missir viðskipta hjá Einari Hermannssyni á eftir að kosta hann mikið og er ég sannfærður um, að hann á eftir að krefja samgönguráðuneytið um skaðabætur.
Orðaflóð samgönguráðherra á því eftir að kosta skattgreiðendur fúlgur fjár ef að líkum lætur og enn eykst kostnaður við Grímseyjaferjuna.
Skora því á Kristján L. Möller að gæta orða sinna framvegis og setja tunguhaft á aðstoðarmanninn.
22.9.2007 | 20:41
Eirð fær eina milljón króna ef...
Hef ákveðið að heita einni milljón króna á Eirð aðstandendafélag og ætla að sjá til með afganginn;)
Eirð er félag sem er að hasla sér völl og hyggst safna fé til stuðnings Búsetu- og stuðningsþjónustunni að Gunnarsbraut 51, Reykjavík.
Potturinn fjórfaldur næsta laugardag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2007 | 13:04
Er ekki smá þensla betri en atvinnuleysi?
" Svo virðist sem einhliða verðbólgumarkmið og stýrivextir sem stjórntæki virki ekki í litlu, opnu hagkerfi þar sem flæði fjármagns er algerlega frjálst."
Segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún: Orkuveitur verði í félagslegri meirihlutaeign | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2007 | 08:27
Batnandi mönnum er best að lifa.
Hingað til hafa þeir Róbert Marshall þrætt fyrir orðin sem Kristján lét sér um munn fara en nú er dregið í land.
Þá er að sjá hvort Róbert sjái líka að sér og biðji Einar Hermannsson afsökunar á að reyna að bera í bætifláka fyrir yfirmann sinn.
Kristján biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2007 | 19:42
Stórt ráðherrahjarta.
Við lifum í samtryggingarþjóðféélagi og höfum greitt skatta okkar með glöðu geði m.a. til að létta undir með samborgurum okkar.
Það er mikill fengur fyrir ríkisstjórn Geirs H. Haarde að hafa Jóhönnu í ráðuneyti sínu.
Boðar frekari stuðning við fjölskyldur langveikra barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2007 | 19:03
Eru lögreglumenn með meirapróf?
Lögreglumenn hafa oft verið spurðir að þessu, þar sem þeir takast oft á hendur vandasaman akstur og eru líka gjarnan með farþega (farneydda) í bílum sínum, en alltaf er svarað út og suður og gjarnan er sagt: "þeir hafa nægjanleg réttindi til að aka þessum bifreiðum", sem er auðvitað ekki svar við spurningunni.
Þess vegna spyr ég: eru bifreiðastjórar lögrelunnar með meirapróf?
Umferðarslys á mótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 1033162
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar