Eru lögreglumenn með meirapróf?

Mig hefur lengi langað að vita hvort allir löggæslumenn megi aka bílum þeirra eða bara þeir sem eru með meirapróf.
Lögreglumenn hafa oft verið spurðir að þessu, þar sem þeir takast oft á hendur vandasaman akstur og eru líka gjarnan með farþega (farneydda) í bílum sínum, en alltaf er svarað út og suður og gjarnan er sagt: "þeir hafa nægjanleg réttindi til að aka þessum bifreiðum", sem er auðvitað ekki svar við spurningunni.
Þess vegna spyr ég: eru bifreiðastjórar lögrelunnar með meirapróf?
mbl.is Umferðarslys á mótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarf aukin ökuréttindi (meirapróf) til aksturs á lögreglubílum? Hvar er slíkt að finna í lögum eða reglugerðum?

Hlynur (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 19:24

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég spyr.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.9.2007 kl. 19:31

3 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ég get upplýst um þetta.  Það er ekki krafist aukinna ökuréttinda til að mega aka lögreglubifreið í neyðarakstri né öðrum akstri.  Þetta er raunar nokkuð sérstakt því að akstur lögreglubifreiðar, og sérstaklega neyðarakstur hennar, er sérstaklega vandasamur og stjórnandinn þarf að hyggja að mörgu meðan hann sinnir akstrinum.  Ökumenn annarra neyðarakstursbifreiða, svo sem slökkvibifreiða og sjúkrabifreiðar, þurfa að hafa meirapróf þ.e. aukin ökuréttindi.

Rétt er að taka af allan vafa um að þótt kveikt sé á bláum viðvörunarljósum lögreglubifreiða, og sírena hennar látin hljóma samtímis þá leysir það ökumann lögreglubifreiðarinnar ekki undan varúðarskyldum.  Lögreglubifreið, sem þannig er ekið gegn rauðu ljósi og lendir í árekstri við bifreið á grænu ljósi, teldist því alla jafna í órétti hvað varðar tjónsuppgjör og bætur.  Heimild lögreglunnar til að brjóta gegn ákvæðum umferðarlaga telst því ekki heimild til að brjóta reglurnar þannig að aðrir vegfarendur verði settir í hættu.

Hreiðar Eiríksson, 21.9.2007 kl. 19:38

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka þér kærlega Hreiðar. Þetta skýrir loðnu svör Geirs Jóns og fleiri löggæslumanna.

Ég ek strætó og horfi nær daglega á brot lögreglumanna á umferðarlögunum og með hreint ótrúlegum hætti stundum.

Þegar lögreglan verður til fyrirmyndar í umferðinni, vaknar fyrst von til að umferðarmenning komist á líkt og hjá siðmenntaðri og agaðri þjóðum. Þangað til keyrum við eins og vanþróaðir ökumenn gera.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.9.2007 kl. 19:59

5 Smámynd: gudni.is

Neibbs,, eins og Hreiðar segir hér að ofan þá þarf ekki meirapróf til að aka lögreglubifreiðum. Hvorki í neyðarakstri né í venjulegum akstri. Ekki nema hugsanlega einhverjum örfáum lögreglubifreiðum sem eru þyngri en 3500 kg. að leyfðri heildarþyng, það gætu hugsanlega einhverjir VAN bílar lögreglunar verið yfir þeim mörkum. Þeir sem öðluðust bílpróf árið 1993 eða síðar hafa einungis ökuréttindi á bíla sem eru 3500 kg að leyfðri heildarþyngd. Þeir sem eru með eldra bílpróf en það hafa réttindi á mikið stærri bíla.

gudni.is, 24.9.2007 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1031849

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband