Færsluflokkur: Menning og listir
16.9.2007 | 13:18
Sigga spá....
Hana Siggu spá dreymdi nýlega að komandi vetur verði snjóríkur, kyrr og bjartur mestan partinn.
Sigga spá er sko engin venjuleg spá- og draumaráðningakona.
Nýlega kom hún í vagninn til mín og ég sagði henni nýlegan draum sem mig dreymdi. Hún réði hann á augabragði, þvert ofnaí mína ráðningu sem auðvitað var lituð af óskhyggju.
Hennar ráðning var afar óheppileg fyrir mig svo ekki sé fastar að orði kveðið og er því miður að rætast þesa dagana.
Púff.
Afar óvenjulegt að snjó festi sunnanlands um miðjan september | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2007 | 17:38
Frábært framtak borgarstjórnar.
Minnugur þess að síðasti formaður stjórnar almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu sagði að fyrirtækið gæti ekki verið að elta minnihlutahópa eins og eldri borgara sem voru bara 4-5% viðskiptavina fyrirtækisins.
Hvað um það. Við sem höfum starfað fyrir íþróttafélögin að barna- og unglingastarfi vitum hvað misjafn fjárhagur heimilanna getur skipt bestu vinahópum í tvennt þegar kemur að iðkun íþrótta og tómstundastarfs.
Því fagna ég framtaki borgarstjórnar.
20 þúsund börn fá frístundakort | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2007 | 14:02
Kolbrún Bergþórsdóttir gengur í lið með ofbeldismönnum.
Oft tekst henni vel upp og er þá hrein unun að lesa spontant athugasemdir hennar um menn og málefni.
Yfirleitt særir hún engan með skrifum sínum (nema þegar hún hallmælir KR).
Í dag ber svo við að hún tekur upp hanskann fyrir andlega ofbeldissinnað fólk sem ræðsta aftan að þeim sem á einhvern hátt hafa aðrar skoðanir á málefnum en þeir, eða hafa aðrar aðferðir til að ná settum markmiðum.
Kolbrún Bergþórsdóttir gengur með þessu móti í lið með ofbeldismönnum og vekur það undrun mína.
3.8.2007 | 17:39
Það sem skyggnum er eðlilegt.
Margir hafa orðið fyrir aðkasti vegna þess og svo mun örugglega verða um ókomin ár.
Skyggnum er að sjálfsögðu afar eðlilegt að ræða um sín áhugamál og varast í byrjun ekki að á þá er litið sem geðveika ef þeir eru of opinskáir.
Skyggni getur verið af ýmsum toga s.s. berdreymni, að finna eitthvað á sér eða hafa á tilfinningunni, að sjá liti og svo framvegis.
Marta Lovísa uggði ekki að sér þegar hún opinberaði næmni sína og því hefur hún orðið fyrir miklu aðkasti.
Ekki ein um það.
Spurningar um engla verða ekki liðnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2007 | 16:07
Reynir Traustason ekki vandur að virðingu sinni.
Það er löngu orðið hverjum manni ljóst að Reynir Traustason hefur gefist upp á að halda í sjálfsvirðingu sína.
Þetta er ekki fyrsta sinn sem hann hagræðir sannleikanum í sölulegum tilgangi, sniðgengur mannasiði og forsmáir tilfinningar fólks.
Tilgangurinn helgar meðalið og þetta selur.
Elfar segir umfjöllun Mannlífs gróusögur og uppspuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 22:34
Ömurleg ákvörðun fyrir húsmæður þessa lands.
Er á álagið bætandi hjá önnum köfnum húsmæðrum?
Ég segi nei og aftur nei.
Einkadansinn líður undir lok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2007 | 15:20
Mannorðsmorð í Mannlífi.
Það er einsýnt að sala blaðsins er efst í huga ritstjórans og eigenda Mannlífs og skítt með alla tilfinningasemi og mannúð, tillitssemi og kurteisi.
Reynist fótur fyrir öllum þeim ávirðingum sem bornar eru á Gunnar þó ekki nema flugufótur sé, sé ég ekki að Gunnari sé vært í sæti bæjarstjóra.
Hann er orðaður við dæmda glæpamenn, hórur og allskyns misyndisfólk annað.
Þvílíka sorpblaðamennsku hef ég ekki augum litið síðan DV var upp á sitt besta.
Hugnast þetta virkilega eigendum Mannlífs að leggjast með slíkum þunga á mann sem hefur lyft hverju Grettistakinu af öðru í málefnum Kópavogs?
Mikið mega þeir ritarar greinarinnar og eigendur Mannlífs nálgast fullkomnun ef þeir hafa efni á svona trakteringum.
Viktoría frumsýnir fyrstu gallabuxnalínuna sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2007 | 16:42
Finnum stæði. Klámfenginn leiðari?
Leit yfir Fréttablaðið í morgun og sá m.a. að fyrirsögn leiðarans er: "Finnum stæði".
Það fyrsta sem mér datt í hug var að nú væri farið að tala um kynferðismál í leiðara blaðsins. Hneykslaðist með sjálfum mér en fletti blaðinu áfram.
Eru þeir virkilega að telja upp þau atvik og/eða kringumstæður sem vektu þau hughrif hjá finnskum karlmönnum að þeim vaknaði löngun til kvenna? Varla getur það verið tilefni til forystugreinar svo víðdreifðs blaðs sem þetta auglýsingablað er, en kallar sig fréttablað.
Reyndar eru þeir til alls vísir á því blaði og tautaði ég við sjálfan mig og fletti hratt aftur á íþróttasíðurnar.
Smátt og smátt vaknaði ég til meðvitundar og gerði mér þá ljóst að Fréttablaðið var bara að tala um svo einfaldan og sjálfsagðan hlut sem að finna bílastæði.
Enn og aftur verð ég að taka mig á í að flana ekki að ákvörðunum.
2.6.2007 | 13:21
Ísafold örvar karlmenn.
Mikið þykir mér Baugsblaðið Ísafold leggjast lágt með myndbirtingu sinni af Gunnari I. Birgissyni góðglöðum á Gullputta.
Myndin er nokkurra ára gömul og hefur áður verið birt opinberlega. Lítilmannlegt.
Ég hef undir höndum myndir af yfirmönnum Ísafoldarfeðganna sem teknar voru í veiðihúsi og með þeim á myndunum eru útlendar konur sem ekið var uppdópuðum frá höfuðborgarsvæðinu í veiðihúsið og höfðu þær mikið að gera við að fullnægja þörfum gestanna með lokað að sér.
Sumir en ekki allir.
Framleiðendum og öðrum birgjum var boðið í svallið.
Ef ég býð Ísafoldarfeðgum myndirnar til birtingar, býst ég ekki við að þeir þiggi, jafnvel þótt greiðsla fylgi!
Ég veit að það er bannað að vera með myndavél í slíkum einkasamkvæmum, en freistingin var mikil.
Það skal tekið fram til að forðast misskilning að ég tók ekki þessar myndir........
Skortur á kynlífslöngun hrjáir æ fleiri danska karla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2007 | 11:56
Til hamingju Skagstrendingar.
Það hefur því ekki verið í samræmi við skapferli þeirra að ganga og lifa undir dulnefninu Skagstrendingar þegar ekta Höfðhreppingar áttu hlut að máli.
Eitt mega þeir læra, en það er að láta aðflutta njóta sannmælis og gera þeim ekki upp hvatir.
Höfðahreppur verður Sveitarfélagið Skagaströnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1033129
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar