Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.2.2008 | 09:01
Villuráfandi fréttamaður tekinn á beinið.
Það er vissulega ástæða til að svara hraustlega fyrir sig þegar óvandaðir fréttamenn afbaka orð og hugsanir manna.
Það er ólíðandi að fréttastofa sem er rekin fyrir almannafé skuli vísvitandi halla réttu máli.
Dómsmálaráðherra segir snúið út úr orðum hans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2008 | 13:59
Björn Bjarnason góður. Hefur hann tekið stóru ákvörðunina?
30.1.2008 | 11:18
Dularfullur atburður á Rauðarárstíg.
Eftir á sá ég að hann var að koma í veg fyrir að til hans sæist úr húsinu gegnt götunnar sem hýsir Utanríkisráðuneytið.
Út úr Subarubifreiðinni snaraðist ung kona og gekk hröðum og ákveðnum skrefum að Utanríkisráðuneytinu og vatt sér þar inn.
Undir stýri sat maður sem ég sá ekki framan í. Hann var að blaða í skjölum. Skyndilega tók hann eitt skjalið og setti það á stýrið og mundaði myndavél, (ekki af ódýrustu tegund) og smellti af eftir því sem leifturljósið gaf til kynna.
Ég horfði á hann blaða í skjölum úr möppu, taka mörg og mynda á sama hátt. Hugurinn hvarflaði til baka að köldu stríði og tortryggni.
Svei mér þá, ég þori varla að segja meira að sinni.
(Ég skráði hjá mér auðkennisnúmer bifreiðarinnar (ekki norskt), stað og stund).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2008 | 09:17
Sumir þurfa að þreifa til að sannfærast.
Það er magnað hvað fólkið sem kennir sig við félagshyggju getur lagst lágt þegar um innri veikindi manns eru að ræða.
Ef Ólafur hefði verið að koma aftur til starfa eftir brjósklos í baki og aðgerð þar að lútandi, hefði félagshyggjufólkið að líkindum ekki beðið hann að framvísa vottorði um heilbrigði sitt og ekki flykkst á pallana með skrílslátum til að rífa brjósklosið upp.
Eða hvað?
Þetta er einhver mesta lágkúra sem ég hef orðið vitni að í pólitískri aðför að einstaklingi.
Ólafur: Aðalatriði að ég starfi af heilindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2008 | 04:07
Alfreð mjög viðeigandi nafn á félag sem vill viðhalda spillingu.
Ekki má benda á spillinguna hjá Framsókn. Haldi þeir áfram að stynga höfðinu í sandinn, heldur fylkið áfram að reitast af þeim.
Ég held að Björn Ingi hafi verið að flýja fleiri afhjúpanir því Guðjón Ólafur fer ekki af stað með svona mál nema að hann geti bætt í ef á þarf að halda. Líklega hefur hann bara byrjað smátt.
Mikið áfall fyrir Framsóknarflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2008 | 20:56
Opið 4-6 alla daga ársins.
SUS: Laugavegshúsin verði ekki friðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2008 | 13:51
Misjafnar áherslur hjá dómstóli alþýðu.
Ráðamenn, ráðherrar sem aðrir geta tekið glórulitlar ákvarðanir sem hafa áhrif á líf og lífsleikni fólks til hins verra án þess að nokkur æmti eða skræmti.
Þegar kemur að veitingu embættis til manns sem er talinn hæfur af nefnd sem um það á að fjalla og annað ekki, verður allt vitlaust í þjóðfélaginu.
Guðlaugur Þór var að ákveða 43% hækkun á komugjöld okkar sem af barnsaldri erum komin. Hvað segja raddir alþýðu þá?
Ekki orð..
Vilja að komugjöld verði lækkuð eða felld niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2008 | 13:14
Hættu Árni Matthiesen.
Umræða og skoðanir setts dómsmálaráðherra í skipun Þorsteins Davíðssonar er honum ekki til framdráttar. Því fyrr sem Árni þagnar því betra.
Svona einkunnagjöf fer að verða aumkunnagjöf gjafaranum til handa en ekki þiggjandanum.
Segir dómnefnd hafa misskilið hlutverk sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2008 | 11:33
Máttur tára mikill er.
Margri konunni hefur tekist það ómögulega með því að beita þeim kvenlega hæfileika að væta hvarma á réttri stundu.
Máttur tára mikill er
mærð er lund.
Obama af baki fer
bíður stund.
Kvenmannstárin koma þér
kjósendunum nær.
Krókódílar klóra sér
og brýna klær.
Gáfu tárin Clinton byr? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 10:43
Vandi Vilhjálms er margþættur.
Það er torskilið hvers vegna Vilhjálmur Egilsson kýs að svara fyrir ríkisstjórnina um skattalækkanir fyrir þá lægst launuðu, en aftur á móti myndi ég fara létt með að skilja væri hann að andmæla miklum beinum hlutfallshækkunum á laun.
Hvað Vilhjálmur vill eða gengur til
er vandi um að spá.
Hækka um helming um það bil
held ég sé af og frá.
Skilur ekki hvað Vilhjálmi gengur til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1033160
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar