Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Æpandi þögn.

Hvar eru friðarraddirnar?

Sveinn Rúnar Hauksson? 

Björk Vilhelmsdóttir?

Ögmundur Jónasson?

Katrín Fjeldsted? 


mbl.is Mikil spenna í Jerúsalem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræða á lágu plani.

Það er svona orðhengilsháttur eins og Álfheiður Ingadóttir gerir sig seka um í umræðum um skýrslu iðnaðarráðherra Össurar Skarphéðinssonar sem eyðileggur alla umræðu hér á landi.

Málinu er vísað í þrætukompur þar sem rök eru fyrir borð borin.

Í bloggi Ómars Ragnarssonar: 58 PRÓSENT FRAM ÚR OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ? 

kemur það sama fram. 

Meðan umræðan er á þessu stigi næst ekki málefnaleg niðurstaða. 


mbl.is Landsvirkjun segir kostnað 7% umfram áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtak til fyrrirmyndar.

Það ber að fagna breyttu viðmóti Orkuveitu Reykjavíkur við almenning. Fólk var búið að fá nóg af hrokafullri framkomu fyrrverandi framkvæmdastjóra sem hann sýndi viðskiptavinum sínum sem jafnframt eru eigendur Orkuveitunnar.Angry

Kjartan Magnússon stjórnaformaður virðist hafa áhuga fyrir að bæta ímynd fyrirtækisins og vafalítið fellur það almenningi í geð að sýna Landsbjörg þennan virðingarvott.Wink


mbl.is Fá gefins fjarskiptastöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ófriði hjá Strætó verður að linna.

Hjá Strætó ríkir mjög alvarlegt ástand um þessar mundir meðal starfsmanna og hafa menn á orði að þótt oft hafi logað ófriðarbál,  keyri um þverbak nú.
Einn maður sem telur sig tala munni  samstarfsmanna sinna hefur farið hamförum í einkastríði sínu við framkvæmdastjórn fyrirtækisins í viðtölum í dagblöðum og bréfaskrifum til stjórnmálamanna, fyrir utan að hann og hans nánustu samstarfsmenn gera fólki lífið óbærilegt í hvíldartímum,  á kaffistofum og víðar.

Þessi maður var kosinn trúnaðarmaður á liðnum haustmánuðum og losaði sig við ábyrgðina með afsögn við fyrsta mótlæti; má segja daginn eftir að stéttarfélagið hélt nýjum trúnaðarmönum hóf til að fagna kjöri þeirra.

Hann hefur nú verið endurreistur og endurræstur af Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar til frekari herferðar á hendur fyrirtækinu sem hann vinnur hjá.

Þessi maður ásamt með stéttarfélaginu ætti þessa dagana að vera einbeittur í að undirbúa nýjan kjarasamning, en núverandi kjarasamningur rennur út í haust.

Það lýsir kannski ástandinu best að fjórir af fimm sem hafa hringt í mig í gær og í dag segja:"þessi maður verður að hætta".


Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar með fulltingi formanns BSRB hefur með þessari aðgerð sagt Strætó bs. stríð á hendur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir um 200 starfsmenn fyrirtækisins.


Mikið hvílir á herðum þeirra sem ábyrgðina bera.


Fjölmargir starfsmenn hafa komið að máli við undirritaðan og lýst áhyggjum sínum af þróun mála og eiga þeir það eitt sameiginlegt; að vilja frið um vinnustaðinn sinn.
Ófriðurinn hefur eitrað líf þeirra  og fjölskyldna þeirra nóg.


Auðvitað hafði Jóhanna rétt fyrir sér.

Þessa frétt tók ég traustataki af Vísi og vona ég að mér fyrirgefist það.Errm

Mér þótti undarlegt að Jóhanna Sigurðardóttir var sökuð óbeint um að fara með rangt mál, því það er svo sannarlega ekki vani hennar.

Ég vona bara að málið hafi ekki eftirmála fyrir Sigríði Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofunnar.Frown

"Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi sendi í kvöld frá sér fréttatilkynningu vegna fréttaumfjöllunar í fjölmiðum undanfarna daga um að svæðisskrifstofan hefði synjað fjölskyldum fatlaðra barna um aðstoð frá stuðningsfjöldskyldum.

Tilkynningin er svohljóðandi:

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum síðast liðna viku, vill Svæðisskrifstofa Reykjaness geta þess að Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur að öllu leiti farið rétt með um það að engri fjölskyldu fatlaðs barns hafi verið neitað um stuðningsfjölskyldu.

Svæðisskrifstofa Reykjaness hafnaði engum stuðningsfjölskyldusamningum. Foreldrum sem óskuðu eftir endurnýjun á samningum var tilkynnt um að bið yrði á afgreiðslu þeirra þar til fjárveitingar væru tryggðar.

Svæðisskrifstofa, og Félags- og tryggingamálaráðuneytið hafa átt góða samvinnu við lausn málsins. Engin skerðing verður á þjónustu við fötluð börn á Reykjanessvæðinu hvorki í skammtímavistun né stuðningsfjölskyldum.

Allar fyrirliggjandi umsóknir um stuðningsfjölskyldu hafa nú þegar verið afgreiddar.

Af gefnu tilefni vill undirrituð hér með koma á framfæri að fjárheimildir stofnunarinnar árið 2007 var rúmur 1,6 milljarður. Rekstur stofnunarinnar á síðasta ári var innan við 1% umfram fjárheimildir en ekki 50% eins og hermt hefur verið. Svæðisskrifstofa Reykjaness annast umfangsmikla búsetu-, skammtímavistunar-, dag- og stoðþjónustu við fatlaða í 12 sveitarfélögum á svæðinu.

Fyrir hönd Svæðisskrifstofu Reykjaness, 
Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri."


Orð í tíma töluð.

Það er vissulega rétt að vera á varðbergi svo bráðnauðsynleg almannaþjónusta sem tekið hefur áratugi að koma á verði ekki skert.

Ljóst dæmi um slíka viðleitni birtist í niðurskurði Heilbrigðisráðuneytisins til málefna geðfatlaðra, sem eiga sér ekki aðra málsvara en aðstandendur, frjáls félagasamtök og ekki síst starfsfólk geðheilbrigðisgeirans.

Því tek ég heilshugar undir viðvaranir sem felast í ályktun flokksráðsfundar VG. 


mbl.is Landsmenn hrindi atlögu að almannaþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talsmenn Vinstri grænna setja ofan.

Ég hef verið að hlusta á umræðurnar á Alþingi, sem eru mjög málefnalegar og góðar að undanskildum orðum þingmanna Vg, einkum Ögmundar Jónassonar.

Sorglegt að heyra þann mæta mann draga sjálfan sig og málefni sín niður á þetta hallærisplan.Frown


mbl.is Geir: Mjög ábyrgir samningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn úti á þekju.

Hvað í ósköpunum hefur hæstvirt ríkisstjórn verið að gera undanfarnar vikur?

Fylgjast með borgarstjórnarklúðri?

 


mbl.is Undirbúningsvinna að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vændiskaupaeftirlit?

Kolbrún Halldórsdóttir er vakin og sofin yfir velferð opinberra starfsmanna og er það vel.

Ekki get ég hugsað þá hugsun til enda ef opinber starfsmaður og það íslenskur félli í þá gryfju að kaupa sé þjónustu glaðrar konu hvort heldur er hér á landi eða á erlendri grundu.FootinMouth

Þá gefst líka kærkomið tækifæri til að koma á fót eftirlitsstofnun með siðferði opinberra starfsmanna sem er löngu tímabært.Woundering

 


mbl.is Megi ekki kaupa vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband