Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.1.2008 | 15:28
Velferðarríki á rangri leið?
Ákvörðun heilbrigðisráðherra um mikla hækkun komugjalda aldraðra og öryrkja á heilsugæslustöðvar og sjúkrahús er ákaflega undarleg svo ekki sé meira sagt.
Það er engu líkara en heilbrigðisráðherra telji að fólk gera sér það til dægrastyttingar eða jafnvel skemmtunar að sækja þær stofnanir heim.
Ég segi fyrir mig að mér þætti það mun skemmtilegri dægrastyttting ef ég væri fær um að sinna störfum mínum en þurfa ekki að hanga á húninum hjá heilsubótarstofnunum.
Mótmælir hækkun komugjalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2008 | 10:55
Efnilegur kandidat til Bessastaðabónda.
Mig langar að benda fólki á gott efni til framboðs til Bessastaðabónda þar sem Árni Sigurðsson þingmaður vinstri grænna er.
Margt í skrifum hans og orðfæri minnir mjög á sitja bónda að Bessastöðum og er þar nýjast færsla hans á blog.is í dag þar segir m.a. " Þar óð Árni Mathiesen drulluna í þágu...".
Ólafur Gríms væri fullsæmdur af orðalaginu.
Ekki sérstakan áhuga á starfi forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2008 | 13:54
Járnfrúin skilaði góðu búi.
Margaret Thatcher skilaði frjóum og sánum jarðvegi til eftirmanna sinna. Blair hafði vit á að hlúa að því sem frú Thatcher hafði til sáð og uppskeran kemur brátt í ljós. Reyndar mikið hægar en á Íslandi Davíðs Oddssonar en gjörðin er söm.
Bretar munu þéna meira en Bandaríkjamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2008 | 20:07
Kemur hún aftur eftir fund þeirra Gheitar?
Mér finnst í góðu lagi að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fari á vit Gheitar og hækkandi sólar.
Það er auðvitað allt annar handleggur hvort hún kemur til baka og ætla ég ekki að úttala mig um það.
Ingibjörg Sólrún heldur til Egyptalands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2008 | 11:40
Það hefur ekkert með öfund að gera....
Gro Harlem þarf ekki að greiða skatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2008 | 21:07
Hvað segir Ómar Ragnarsson núna?
"Ástþór Magnússon ætlar víst að bjóða sig fram til forseta í þriðja sinn, þrátt fyrir hraksmánarlega útkomu í fyrri skiptin. Er ekki hægt að stöðva þessa vitleysu? Ég hef talið mig lýðræðissinna, en þetta er ekkert grín. Kosningar eru fokdýrar og skattborgararnir borga brúsann, þeir sömu og hafa þegar hafnað Ástþóri tvisvar".
1.1.2008 | 15:33
Enginn Moggabloggari.
Það fyrsta sem ég rak augun í þegar ég leit á listann yfir nýja fálkaorðuhafa var, að enginn Moggabloggari er meðal sæmdra.
Menn hafa nú stofnað hagsmunasamtök af minna tilefni og legg ég því hér með til að einhver framtakssamur Moggabloggari boði til stofnfundar Félags virkra Morgunblaðsbloggara (FvM). Tilgangur og markmið FvM yrði einkum að upphefja virka félaga á sem flestum sviðum þjóðfélagsins þeim til lofs.
Annað ekki.
Takið eftir að mér hrýtur ekki broskarl af lykli.
Ellefu sæmdir heiðursmerkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.12.2007 | 13:58
"Til í allt án Villa".
Fimm orð sem segja mikið um siðgæði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Fimm orð sem segja mikið um konuna sem lét þau flakka á sms til Svandísar Svavarsdóttur.
Fimm orð sem Sjálfstæðismenn í borgarstjórn geta ekki svarið af sér.
Fimm orð frá stjórnmálamanni sem enginn getur treyst framar.
29.12.2007 | 14:24
Styrkjandi veigar geta veikt viðtakanda.
Ekki finnst mér við hæfi að ráðherrar þiggi þessar fljótandi mútur í formi rauðvíns. Að vísu má segja að dómgreind sumra ráðherra laskist ekki að ráði þó ótæpilega verði dreypt á slíkum Guðaveigum frá einum af frumkvöðlum SÁÁ.
Aftur á móti munu þeir ráðherrar afla sér vinsælda a.m.k. augnabliks, sem gefa gjöfina áfram til viðeigandi líknarfélaga.
Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálpin og önnur álíka koma sterklega til greina, en síður Samhjálp, Hjálpræðisherinn og Hringurinn.
Ráðherrar fengu vín frá Landsbankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2007 | 11:03
Fjármálaséni taka að sér landsstjórn í hjáverkum.
Þessa stundina er ég að hlusta á Sögu þar sem Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og nafni hans Sigurður Guðmundur Tómasson ræða um Davíð Oddsson seðlabankastjóra leynt og ljóst, enda er hann þeim afar hugleikinn.
Það sem hjartanu er kærast er tungunni tamast.
Á þeim er að heyra að nákvæmlega ekkert hefur gerst í íslenku fjármálalífi undanfarin misseri sem þeir hafa ekki séð fyrir.
Legg ég því til að við leggjum niður Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneyti íslensku ríkisstjórnarinnar og færum fjármálastjórnina í þennan tveggja tíma vikulega þátt á föstudögum kl. 9 til 11.
Ég bið lesendur að taka eftir því, að við ritun þessa pistils er ekki notast við broskarla.
Tugir þúsunda fá enga launahækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1033160
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar