Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.12.2007 | 03:41
Við viljum frið um Strætó
Vegna alvarlegs bulls sem var skrifað í nótt á síðuna mína, skreytt kúkabröndurum og öðrum sora sá ég mig knúinn til að eyða færslunum eða öllu heldur fela. Ég geymi þær á góðum stað til síðara brúks ef á þarf að halda.
Særindi þess sem skrifaði yfir bágri stöðu sinni, ullu dómgreindarbresti ásamt með ölvun að ég tel, sem ég vona að gangi yfir þegar hæfilegum svefni er náð.
Umræddur aðili á samúð mína alla og skal ég leggja mitt af mörkum honum til aðstoðar við endurheimt æru og heilsu.
Það er sorglegt þegar svona gerist. Miklu andlegu vinnutengdu álagi samfara streitu tengda hátíðinni geta verið orsök, en öll él birtir upp um síðir.
Mér þykir leitt ef skrif mín eiga að einhverju leyti sök á og biðst ég afsökunar, en vörn mín er, að ég hef verið að verja eigið skinn og þótti ýmsum mál til komið.
Þetta næturatvik sýnir svo ekki verður um villst að mál er að linni og að grein okkar Úlfs Einarssonar í Morgunblaðinu 2. apríl 2006 á ennþá við. Hún heitir: "Við viljum frið um Strætó."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2007 | 12:56
Halló Framnesvegur - Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ég geri ráð fyrir að varaformaður Samfylkingarinnar sé upptekinn eins og aðrir þessar stundirnar, en hann sló fram fullyrðingu á blogginu í gær sem ég hef óskað eftir að hann útskýrði, en hann hefur ekki séð sér það fært enn sem komið er a.m.k.
Við aðstandendur erum ríkulega byrg af þolinmæði og getum beðið meðan hann mótar svarið.
Spurning mín verður því endurtekin svo oft sem þurfa þykir:
"Stjórnarflokkarnir eru farnir að berja sér á brjóst vegna lagfæringa á kjörum aldraðra og öryrkja. Varaformaður Samfylkingarinnar Ágúst Ólafur Ágústsson hagfræðingur segir í pistli hér í dag: "Búið er að ákveða stórfelldar kjarabætur fyrir eldri borgara og öryrkja. "Þar sem ég hef ekki orðið þessa var hjá skjólstæðingi mínum sem er öryrki spyr ég á heimasíðu varaformannsins í hverju stórfelldar kjarabætur til handa öryrkjum eru fólgnar.
Við ættingjarnir getum átt von um betri framtíð ef við lítum "gullið" sömu augum og varaformaðurinn.
Ágúst Ólafur, ég ítreka spurningu mína: í hverju eru stórfelldar kjarabæturnar einkum fólgnar?
Og hvað eykst kaupmáttur öryrkja mikið við þessar stórfelldu kjarabætur?"
22.12.2007 | 08:36
Ég neita að trúa að allsnægtasamfélagið sé úrræðalaust.
Ég var farinn að vona að allra sjúklinga biði úrræði við hæfi, en svo er greinilega ekki samkvæmt þessari frétt. Það er lítil huggun fyrir aðstandendur unga mannsins sem ráfar fárveikur um götur borgarinnar að lausn fáist hugsanlega á næsta ári þegar svo og svo margar nefndir hafa leitt saman hesta sína og óskað verði fjárveitingar.
Úrræða er þörf í dag.
Ég neita að trúa að allsnægtasamfélagið sé úrræðalaust.
Komið fólkinu tafarlaust til hjálpar.
Óttast hvað sonur minn gerir næst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.12.2007 | 00:32
Nú er mál að linni - eirið ungum manni.
Ég vona að almenningur hlífi Þorsteini Davíðssyni við hatrammri gagnrýninni sem hann á ekki skilið. Fjölskylda Þorsteins hefur sætt nógu miklilli heift af pólitískum andstæðingum í áratugi, svo Þorsteinn þurfi ekki enn og endalaust að gjalda öfundar í garð föður síns.
Þorsteinn er vandaður maður til orðs og æðis og má ekki vamm sitt vita. Hann er gæddur miklum hæfileikum og á skilið að þeir fái að njóta sín í leik og starfi.
Ég skora á fólk að sína tillitssemi og leyfa Þorsteini að þroskast og dafna sem fær lögfræðingur sér og þjóðinni til heilla.
Gagnrýna skipun í dómaraembætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2007 | 19:29
Jólakort varaformanns Samfylkingarinnar.
Stjórnarflokkarnir eru farnir að berja sér á brjóst vegna lagfæringa á kjörum aldraðra og öryrkja. Varaformaður Samfylkingarinnar Ágúst Ólafur Ágústsson hagfræðingur segir í pistli hér í dag: "Búið er að ákveða stórfelldar kjarabætur fyrir eldri borgara og öryrkja. "
Þar sem ég hef ekki orðið þessa var hjá skjólstæðingi mínum sem er öryrki spyr ég á heimasíðu varaformannsins í hverju stórfelldar kjarabætur til handa öryrkjum eru fólgnar.
Við ættingjarnir getum átt von um betri framtíð ef við lítum "gullið" sömu augum og varaformaðurinn.
Ágúst Ólafur, ég ítreka spurningu mína: í hverju eru stórfelldar kjarabæturnar einkum fólgnar? Og hvað eykst kaupmáttur öryrkja mikið við þessar stórfelldu kjarabætur?
Ósáttir við jólakort femínista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2007 | 17:23
Spurningar til varaformanns Samfylkingarinnar.
Stjórnarflokkarnir eru farnir að berja sér á brjóst vegna lagfæringa á kjörum aldraðra og öryrkja. Varaformaður Samfylkingarinnar Ágúst Ólafur Ágústsson hagfræðingur segir í pistli hér í dag: "Búið er að ákveða stórfelldar kjarabætur fyrir eldri borgara og öryrkja. "
Þar sem ég hef ekki orðið þessa var hjá skjólstæðingi mínum sem er öryrki spyr ég á heimasíðu varaformannsins í hverju stórfelldar kjarabætur til handa öryrkjum eru fólgnar.
Við ættingjarnir getum átt von um betri framtíð ef við lítum "gullið" sömu augum og varaformaðurinn.
Ágúst Ólafur ég ítreka spurningu mína: í hverju eru stórfelldar kjarabæturnar einkum fólgnar? Og
Hvað eykst kaupmáttur bótanna mikið?
21.12.2007 | 15:18
Tryggingastofnun ríkisins hvar ert þú?
Tryggingastofnun ríkisins er ekki mikið fyrir að svara fyrirspurnum frá mér. Ég hef í nokkra daga óskað eftir svörum frá stofnuninni varðandi brýn fjárhagsleg atriði tengd afsláttarkorti, en starfsfólkið er annaðhvort of fátt eða þá annars hugar þessa síðustu daga fyrir verslunarhátíðina miklu.
Það læddist að mér sá grunur rétt áðan að rétt væri að vekja athygli á samtalsþörf minni hér á Moggablogginu því áður hefur það reynst mér vel að framkalla viðbrögð á þennan hátt.
Ég er bara að velta fyrir mér endurgreiðslunni og hefði vel getað notað féð á fórnaraltari verslunarhátíðarinnar.
20.12.2007 | 16:27
Heimur batnandi fer.
Félagsmálaráðuneytið stígur stór skref fram á við hjá Jóhönnu Sigurðardóttur. Fyrra sinnið sem hún gegndi ráðherradómi þar á bæ kom hún því til leiðar að geðfatlaðir fengu sambýli að búa á í stað afskaplega lakra búsetuúrræða sem þá voru fyrir hendi svo ekki sé meira sagt. Það var á árunum 1991 og 1992. Nú stefnir hún á einstaklingsmiðuð úrræði og dagþjónustu fyrir geðsjúka.
Kyrrstaða hefur ríkt alltof lengi í málefnum geðsjúkra, en nú er skammt stórra högga á milli; fyrst leggur Reykjavíkurborg drög að upptöku Akureyrarfyrirkomulagsins í þjónustu við geðfatlaða og svo þetta skref ríkisstjórnaarinnar.
Heimur svo sannarlega batnandi fer. Bestu þakkir aðstandenda.
Nýjar íbúðir og dagþjónusta fyrir geðfatlaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2007 | 20:25
Samantekt á stóra Trúnaðarmannamálinu.
Stóra trúnaðarmannamálið hjá Strætó er komið í ákveðinn farveg og má ætla að framkvæmdastjórinn sendi frá sér yfirlýsingu um sína sýn þess á næstu dögum.
Það er nú samt svo að þegar tveir deila eru fleiri en ein hlið málsins og ekki er víst að aðeins annar málsaðili hafi rétt fyrir sér. Staðreyndir geta legið annarsstaðar og er þá þriðja og jafnvel fjórða hlið komin til skjalanna og engan veginn víst að aðilar máls hafi komið auga á kjarna þess. Að minnsta kosti ekki allir.
Í hnotskurn er mál þannig vaxið að síðla október mánaðar var gengið til fulltrúakjörs hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkur en langflestir starfsmenn Strætó eru félagar þar.
Fyrsti fulltrúi sem var kjörinn 2005 gaf ekki kost á sér til endurkjörs en var greinilega hugmyndafræðingur að kjöri nýrra fulltrúa og vann dyggilega með þeim. Honum mun hafa verið heitið vegtyllum næsta kjörtímabil m.a. í formi setu í nefndum sem gæfi honum svigrúm til frís vegna félagsstarfa (úps).
Fráfarandi fyrsti fulltrúi lagði á það áherslu að halda framboðsfundi með starfsmönnum og stýrði hann fundunum sjálfur. Eftir var tekið að frambjóðandi í sæti 1. fulltrúa fékk mikið mun lengri tíma til framboðsræðna sinna eða upp í tæpa hálfa klukkustund á meðan hann gekk fast á eftir öðrum að þeir hættu málflutningi eftir umsamdar 5 mínútur þótt þeim lægi meira á hjarta.
Annað sem vakti athygli manna var að fráfarandi fyrsti fulltrúi var annar kjörstjóra á kjörstöðum á vinnustað.
Þriðja atriðið sem vakti óskipta athygli manna var að skömmu fyrir kjörfund hélt Starfsmannafélag SVR árshátíð sína sem var auglýst í miklum flýti, án þess að annað væri ákveðið en dagurinn. Með öðrum orðum lá meira á að ákveða dagsetninguna en stað og dagskrá. Því kom það ekki á óvart að aðalnúmer kvöldsins var fulltrúaefnið sem fékk að tala í tæpar 30 mínútur í 5 mínútna framsögu. Margorða fulltrúaefnið stundar nefnilega sjálfstæðan atvinnurekstur við hlið akstursstarfa og tróð upp á árshátíðinni með diskótekið sitt og fór á kostum að sagt var.
Menn sem sjá sér hag í að taka að sér félagsstörf til að geta fengið frí frá almennum störfum sínum hljóta að liggja undir grun um misferli þegar þeir annast eigin rekstur við hliðina, hvort sem það eru skífuþeytarar, tónlistamenn, rakarar, kennarar, mjólkurfræðingar eða bifvélavirkjar. Eigin rekstur, félagsstörf á víðtækum grundvelli og almenn launavinna, eiga bara ekki samleið.
En aftur að stóra trúnaðarmannamálinu. Framkvæmdastjóri Strætó ,Reynir Jónsson var ósáttur við framkomu nokkurra nýkjörinna fulltrúa/trúnaðarmanna og gerði þeim það ljóst. Þeir aftur á móti firrtust við og sögðu af sér trúnaðarmannastörfum sem þeir voru settir í í smá hófi sem Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar efndi til.
Ýmislegt hefur gerst síðan og ekki allt yfirvegað. Marga grunar að ekki sé öll sagan sögð, því ekkert var einfaldara en að biðjast afsökunar á yfirsjónum og málið þar með útkljáð. Sumir velja löngu leiðina að settu marki og er það allt í lagi, en ef óhreint mjöl er í pokahorninu, ber þeim að upplýsa samstarfsmenn um það t.d í reglulegum fréttaflutningi DV af málinu, en ekki draga þá á asnaeyrum með tali um tittlingaskít.
Ég er hættur störfum í bili a.m.k. sökum krankleika og fylgist því með úr fjarlægð. Oftar og oftar kemur upp í huga minn setning sem síðasti fráfarandi fyrsti fulltrúi er með á heimasíðu sinni: " 2. fulltrúi er afar heiðarlegur og sannsögull maður".
Hvað er hann að gefa í skyn? Ég efast ekki um að fráfarandi 2. fulltrúi/trúnaðarmaður sé strangheiðarlegur og velviljaður, ég tala nú ekki um sé hann í góðum félagsskap. En eru hinir sem sögðu af sér séu það ekki?
Er stóra trúnaðarmannamálið bara hagsmunir fárra einkarekstrarmanna en ekki heildarinnar?
Hagur starfsmanna Strætó og friður á vinnustað eru mér áhugamál.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.12.2007 kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.11.2007 | 15:45
Þeir lakast settu hafa ekkert með skattalækkanir að gera.
Skattalækkun frestað? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1033160
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar