Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
12.11.2007 | 12:18
Af starfsmannamálum hjá Strætó bs.
Þegar ég bloggði um kjör fulltrúa Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hjá Strætó bs. nýlega vék ég að Starfsmannafélagi SVR og meintum afskiptum þess af fulltrúakjörinu.
Fyrir vinsamleg tilmæli tók ég ummælin úr pistlinum því talið vara að ég gæti ekki fært sönnur á orð mín. Mér var það ljúft. Nú hefur mér verið bent á slóðina hivenet.is/bus sem nýju trúnaðarmennirnir hafa opnað. Allt gott er um það að segja og megi vegur heimasíðunnar verða sem bestur. Fyrir trúnaðarmannakjörið kom fram að Jóhannes Gunnarsson frambjóðandi hafi greitt hátt í hundrað þúrund krónur til Láru V. Júlíusdóttur fyrir lögfræðiálit sem hún vann fyrir hann persónulega. Vissulega mikið fé fyrir fjölskyldumann að greiða af sameiginlegum peningum fjölskyldu sinnar. Jóhannes gat ekki staðist freistinguna að kaupa lögfræðiálit sem sannaði kenningu hans um að Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar stæði sig ekki í stykkinu og stólaði hann á að félagarnir hlypu undir bagga með honum og leggðu eitthvað af mörkum.
Ég sló á þráðinn til hans og bauðst til að gangast fyrir söfnun á meðal starfsmanna og afgreiða reikninginn. Jóhannes afþakkaði aðstoð mína og sagði að Ingunn Guðnadóttir hefði haft orð á því að leita til Starfsmannafélags SVR og fá þetta greitt úr sjóðum þess. Þar með lauk áhyggjum mínum af fjármálum Jóhannesar. Þetta var fyrir kosningar til fulltrúaráðs StRv.
Nú bregður svo við að skyndilega er reikningsupphæðin komin "á annað hundruð þúsund krónur" eins og segir á heimasíðu Jóhannesar og starfsmenn eru beðnir að leggja inn á reikning fimmtán hundruð krónur hver og segir þar að: "þá erum við í góðum málum". Ég sá á kennitölunni að ekki var um að ræða kennitölu einstaklings og fékk því þær upplýsingar hjá Ríkisskattstjóra að þetta væri kennitala Starfsmannafélags SVR. Í ljósi þessa stend ég við fyrri ummæli mín um að Starfsmannafélagið hafi beitt sér í kosningaundirbúningi fyrir fulltrúaráð StRv. og hefur því afklæðst hlutleysishempu sinni.
Að sinni tel ég ekki ástæðu til að ræða um þátt Valdimars Jónssonar fyrrum Aðaltrúnaðarmanns (ath. með stórum stað af heimasíðu Jóhannesar) og andlegum leiðtoga hópsins.
("Valdimar Jónsson, fráfarandi Aðaltrúnaðarmaður stóð sig ákaflega vel. Við þökkum honum og fráfarandi fulltrúum þeirra framlag til baráttunar. Valdimar hefur þó ekki sagt sitt síðasta í þessum málum því hann mun aðstoða okkur og vera ráðgjafi okkar í framtíðinni með meiru..." af heimasíðu Jóhannesar Gunnarssonar).
Valdimar hefur undanfarna daga gengið á milli manna og sagt að hann komi á engan hátt nærri "þessu fólki".
Lesendum mínum til fróðleiks birti ég söfnunarávarp Starfsmannafélags SVR á heimasíðu Jóhannesar Gunnarssonar:
"Söfnun vegna lögfræðikostnaðar.
Vinsamlega skráðu starfsmannanúmerið þitt og nafn með. Ef hver og einn greiðir 1500 krónur þá erum við í góðum málum.
Banki # 0515
HB 14
Reikn # 613375
Kt: 680580-0309".
p.s.
Ég vil geta þess að Starfsmannafélag SVR var líka misnotað fyrir fulltrúakjör 2005 og af þeim sökum sagði ég mig úr félaginu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.12.2007 kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2007 | 15:32
Efast um dómgreind álitsgjafa og hagfræðings.
Ég hef mikla tilhneigingu til að taka mark á honum, en efast þegar hann fer að tala um Davíð Oddsson. Einhvernveginn hefi ég á tilfinningunni að andúð Guðmundar á Hannesi Hólmsteini hafi færst yfir á Davíð Oddsson svo undarlegt sem það hljómar. Guðmundur Ólafsson og fleiri öfundarmenn Davíðs haga orðum sínum oft á þann veg að Davíð sé eini starfsmaður Seðlabanka Íslands, eða öllu heldur eini maðurinn í brúnni á því fleyi. Þegar svo er í pottinn búið og húsnæði Seðlabankans þráfaldlega kallað "svörtu loft" leyfir maður sér þann munað að efast um dómgreind þess er svo heldur fram og talar á þann veg.
6.11.2007 | 14:07
Morgunblaðinu fer fram.
Þá eru mörg ár síðan að ég vék að því í blaðagrein að risarnir á matvörumarkaði hafa einokun á lóðum í landi Reykjavíkur fyrir matvöruverslanir. Moggi hefur ekki tekið þessa staðreynd upp fyrr en nú og skrifar m.a. um það leiðara í gær.
Í Grafarholti var upphaflega byggt eitt verslunarhús, var það og er kannski enn í eigu sjálfstæðismanns sem líka er byggingameistari. Þetta þótti fyrri R-listafólki afleitt og veittu þau Kaupási heimild til að byggja Nóatúnsverslun í hverfinu og gerði þar með verslunarhús sjálfstæðismannsins verðlítið. Ekki hefur Moggi haft af þessu áhyggjur og því síður séð ástæðu til að upplýsa okkur lesendur sína um svo eftirtektarverða stjórnsýslu.
Áðu var Moggi í varnarstöðu vegna auglýsingaviðskipta, en núna sýnist ekki lengur ástæða til að lúta Baugsvaldinu og er það vel.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað leggur Björn Ingi til?
Björn Ingi: Alls ekkert skipbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2007 | 12:13
Baugsvinir allra flokka hræddir.
Það getur verið vandlifað með fjármuni sem eru ekki á borðinu.
Þingmenn lýsa áhyggjum af fréttum af matvöruverslunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2007 | 16:06
Að loknu kjöri hjá Strætó bs.
Á framboðsfundum var frambjóðendum boðið að tala í 5 mínútur hverjum. En all sérstök fundarstjórn fráfarandi 1. fulltrúa gekk hart fram í að menn töluðu ekki of lengi, en leyfði Jóhannesi Gunnarssyni verðandi 1. fulltrúa að tala í 25-30 mínútur!
Sami fundarstjóri segir mönnum þessa dagana að hann muni vera í næstu kjarasamninganefnd, áður en nýju fulltrúarnir hafa komið saman eða tekið við af okkur hinum.
Þá var þessi fráfarandi 1. fulltrúi sem hefur sniðgengið Starfmannafélag Reykjavíkur með því að fara með álitamál til Eflingar í kjörstjórn og sat og merkti við kjósendur og leiðbeindi þeim um framkvæmd kjörsins. Maður sem hafði lýst stuðningi sínum við "listamennina".
Ég mun að líkindum skrifa meira um einkennilega sýn og meðferð lýðræðis hjá starfsmönnum Strætó, jafnframt sem ég skora á þá sem telja hallað réttu máli að svara á þessum vettvangi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.12.2007 kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007 | 15:09
Byltingarráðið vann sigur.
Er ekki að efa að allar okkar vangaveltur um samningsbrot og annað sem Jóhannes hefur bent á kemst í betra lag, ef ekki strax í dag, þá eftir helgi.
Óska ég sigurvegurunum til hamingju og mun ég ekki láta mitt eftir liggja í gangrýni á störf þeirra, eins og þau telja nauðsynlegt. Eða hvað?
Það er mikið sem "sumir" leggja á sig í þágu réttlætis og friðar á vinnustað.
Ég óska líka Starfsmannafélaginu og yfirmönnum Strætós bs. til hamingju.
Ég hef fengið munnlega ábendingu um að sigur Byltingarráðsins hafi ekki verið sannfærandi því efsti maður þeirra fékk aðeins innan við 37% atkvæða svo ég hef leiðrétt fyrirsögnina til samræmis við staðreyndir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.12.2007 kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 13:13
Hrósið fær nýi borgarstjórinn fyrir skjóta vandamálagreiningu.
Skýrsla ku vera all ítarleg úttekt á litameðferð fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta sem einkum kom fram í gerð nýrra strætókorta og leigu á dagblaðatunnum.
Ganga tillögur nefndarinnar í 240 bls. skýrslu út á að innkalla bláu strætókortin fyrir n.k. mánaðamót sem og að innkalla bláu blaðatunnur íhaldsins líka fyrir lok októbermánaðar 2007.
Leggur nefndin sem að mestu er skipuð fulltrúum íbúa í Árbæjar- og Seláshverfum að nýr einkennislitur borgarinnar verði appelsínugulur eða sem líkastur búningum Fylkis sem mun vera hverfafélag þeirra.
Að vísu hefur mér ekki tekist að fá þetta staðfest.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2007 | 12:19
Hrós dagsins fær Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.10.2007 | 15:32
Hrós dagsins fær Jóna Rut Guðmundsdóttir forstöðumaður.
Hjá Búsetu- og stuðningsþjónustunni að Gunnarsbraut 51 fer fram gífurlega merkilegt starf fyrir geðfatlaða. Þar hefur um árabil verið rekin þjónusta fyrir þá, en undanfarin misseri hefur orðið stökkbreyting á starfseminni sem er eingöngu fyrir geðklofasjúklinga sem auk þess eiga við ýmis önnur vandamál að stríða. Í öllu því atvinnuframboði sem nú er á höfuðborgarsvæðinu hefur verið erfitt að fá fólk til slíkra umönnunarstarfa, en á Gunnarsbrautinni er orðið eftirsótt að fá að vinna.. Tuttugu og sex einstaklingar njóta nú þjónustu Búsetu- og stuðningsþjónustunnar sem rekin er af ríki og borg og þar af eru níu heimilisfastir að Gunnarsbraut 51.
Jóna Rut Guðmundsdóttir forstöðumaður sem er menntuð hér á landi og í Bandaríkjunum í félagsfræði o.fl. hefur lyft sannkölluðu Grettistaki í málefnum þessa fólks svo víða er eftir tekið.
Einstaklingar sem samfélagið var búið að afskrifa að gætu fengið bata eru farnir að taka þátt í atvinnulífinu þótt í litlum mæli sé enn sem komið er.
Nokkur fyrirtæki hafa komið auga á frábæran árangur starfsfólksins og hafa komið að starfseminni með fjárhagsstyrkjum í formi vöruúttekta og fleira.
Í nánustu frramtíð er ætlað að um áttatíu manns njóti þjónustunnar.
Jóna Rut fær hrós dagsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 1033161
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar